Sakaður um fjölda afbrota: Ungar stúlkur einar heima urðu skelkaðar þegar hann ruddist inn Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2024 10:23 Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald mannsins. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um fjölda afbrota þarf að dúsa í gæsluvarðhaldi þangað til þann þrettánda maí næstkomandi. Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Eitt brotið sem maðurinn er sakaður um varðar húsbrot sem átti sér stað í janúar á þessu ári. Þá er hann sagður hafa ruðst inn í íbúð í fjölbýlishúsi í ótilgreindu bæjarfélagi. Þar hafi tvær níu ára stúlkur verið einar heima, sem urðu mjög skelkaðar vegna framgöngu mannsins. Þetta er eitt fjölda brota sem maðurinn hefur verið ákærður fyrir, en ákæruliðirnir eru tuttugu talsins. Af þeim varða allir nema þrír stuld að einhverju tagi. Níu ákæruliðanna varða þjófnað, átta þeirra nytjastuld, þá varða þrjú brotanna þjófnað, og eitt gripdeild. Í sumum ákæruliðum eru meint brot mannsins heimfærð undir fleiri en einn hatt. Meint brot áttu sér stað frá því í maí 2022 þangað til í febrúar á þessu ári. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn er sakaður um að hafa stolið ýmsum munum, en þar má nefna 66 gráður norður jakka, tveimur rútum af FAXE-bjór, Nintendo Switch-leikjatölvu, og þónokkrum bílum. Maðurinn er sakaður um að hafa framið þrjú rán. Það fyrsta í ótilgreindri verslun Nettó í október 2023. Þar er maðurinn sagður hafa sett sjö pakka af Malboro-sígarettum og þrjár dósir af Redbull í bakpokann sinn við afgreiðslukassann og síðan hlaupið úr verslunina. Hann er sakaður um að beita tvo starfsmenn verslunarinnar ofbeldi, en þeir reyndu að koma í veg fyrir að hann kæmi vörunum undan. Manninum er gefið a sök að ýta öðrum þeirra með báðum höndum og slá hinn í andlitið. Annað ránið átti sér stað á nuddstofu í desember í fyrra. Þar var manninum gefið að sök að taka glas, sem var í hillu á bak við afgreiðsluborð, sem innihélt um það bil 20 þúsund krónur í reiðufé. Hann er sagður hafa hótað starfsmanni líkamsmeiðingum þegar hún reyndi að stöðva hann og síðan tekið kókos-olíu og yfirgefið verslunina án þess að starfsmaðurinn hefði þorað að stöðva hann í ótta við viðbrögð hans. Þriðja ránið átti sér stað á bílastæði í febrúar á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi verið með hníf og neytt konu til að afhenda sér lykla að bíl. Hann er síðan sagður hafa stolið bílnum og ekið henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna þangað til lögregla stöðvaði för hans. Dómsmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Eitt brotið sem maðurinn er sakaður um varðar húsbrot sem átti sér stað í janúar á þessu ári. Þá er hann sagður hafa ruðst inn í íbúð í fjölbýlishúsi í ótilgreindu bæjarfélagi. Þar hafi tvær níu ára stúlkur verið einar heima, sem urðu mjög skelkaðar vegna framgöngu mannsins. Þetta er eitt fjölda brota sem maðurinn hefur verið ákærður fyrir, en ákæruliðirnir eru tuttugu talsins. Af þeim varða allir nema þrír stuld að einhverju tagi. Níu ákæruliðanna varða þjófnað, átta þeirra nytjastuld, þá varða þrjú brotanna þjófnað, og eitt gripdeild. Í sumum ákæruliðum eru meint brot mannsins heimfærð undir fleiri en einn hatt. Meint brot áttu sér stað frá því í maí 2022 þangað til í febrúar á þessu ári. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn er sakaður um að hafa stolið ýmsum munum, en þar má nefna 66 gráður norður jakka, tveimur rútum af FAXE-bjór, Nintendo Switch-leikjatölvu, og þónokkrum bílum. Maðurinn er sakaður um að hafa framið þrjú rán. Það fyrsta í ótilgreindri verslun Nettó í október 2023. Þar er maðurinn sagður hafa sett sjö pakka af Malboro-sígarettum og þrjár dósir af Redbull í bakpokann sinn við afgreiðslukassann og síðan hlaupið úr verslunina. Hann er sakaður um að beita tvo starfsmenn verslunarinnar ofbeldi, en þeir reyndu að koma í veg fyrir að hann kæmi vörunum undan. Manninum er gefið a sök að ýta öðrum þeirra með báðum höndum og slá hinn í andlitið. Annað ránið átti sér stað á nuddstofu í desember í fyrra. Þar var manninum gefið að sök að taka glas, sem var í hillu á bak við afgreiðsluborð, sem innihélt um það bil 20 þúsund krónur í reiðufé. Hann er sagður hafa hótað starfsmanni líkamsmeiðingum þegar hún reyndi að stöðva hann og síðan tekið kókos-olíu og yfirgefið verslunina án þess að starfsmaðurinn hefði þorað að stöðva hann í ótta við viðbrögð hans. Þriðja ránið átti sér stað á bílastæði í febrúar á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi verið með hníf og neytt konu til að afhenda sér lykla að bíl. Hann er síðan sagður hafa stolið bílnum og ekið henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna þangað til lögregla stöðvaði för hans.
Dómsmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira