Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Jakob Bjarnar skrifar 19. apríl 2024 09:58 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að sjá til enn að sinni, með framboð sitt. Hún hefur fulla trú á að hún eigi erindi. vísir/vilhelm Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. „Hvað getur maður sagt? Þessir lokametrar. Vika er langur tími í pólitík,“ segir Helga Þórisdóttir. En það er að koma á daginn að hún er ekki eins þekkt meðal almennings og hún hugði. Það segja skoðanakannanir. Helga er að átta sig á því að hún er óþekkti embættismaðurinn. Sem þýðir að hún á við mótsagnakennd atriði að eiga. Segist jarðtengd en ætlar að reyna enn um sinn „Þetta er klemma. Ég veit hvað ég hef uppá að bjóða og er alveg róleg í eigin skinni. Ég þoli þetta og kannski gerist kraftaverk. Kannski fer fólk að hlusta á mig,“ segir Helga. En hún hefur ekki verið að ríða feitum hesti frá skoðanakönnunum. En koma tímar, koma ráð. Helga hefur átt í vandræðum með að ná inn undirskriftum en það tekur hins vegar kipp um leið og hún fer út á meðal fólks. „Þess vegna er ég í þessu. Og ætla að halda ögn áfram. Mitt hjarta segir það líka. Ég er með fullkomna jarðtengdingu, er krabbi, í vatnsmerkinu og átta mig á því að staðan gæti verið betri. En ég er bara fullviss um og trúi á mína þekkingu og ætla að reyna ögn áfram. Hvort íslenska þjóðin átti sig ekki á dömunni. sjáum hvað setur, aðeins í viðbót.“ Helga segist að upplagi hógvær og það sé ekki alveg í hennar eðli að trana sér fram. En hún telur sig geta sinnt forsetaembættinu uppá tíu plús og hennar fólk hefur bent henni á að þær kannanir sem hafa verið kynntar, en þar er hún ekki að ríða feitum hesti frá, geti verið óáreiðanlegar. Og hún á við óvænt mótsagnakennd atriði að stríða. Hún er óþekkti embættismaðurinn „Ég er vonandi með nógu sterk bein og ég á góða að. En ást mín á íslensku samfélagi hefur alltaf verið mitt mottó í lífinu. Ég er greinilega þessi óþekkti embættismaður. Og opinberi geirinn sem þekkir mig þarf að gæta hlutleysis.“ Helga er nú að átta sig á því að það að vera forstjóri Persónuverndar, lögfræðingur í 29 ár í opinbera geiranum, er ekki endilega ákjósanlegt þegar þekktasti grínisti landsins og sjálfur forsætisráðherra bjóða sig fram. Vísir heldur áfram að fylgjast með forsetakjörinu og í dag klukkan eitt verður á dagskrá Pallborð þar sem þrír af þeim fjórum sem efstir eru í könnunum takast á, þau Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir. Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Katrín á toppnum um allt land Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. 18. apríl 2024 21:01 Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
„Hvað getur maður sagt? Þessir lokametrar. Vika er langur tími í pólitík,“ segir Helga Þórisdóttir. En það er að koma á daginn að hún er ekki eins þekkt meðal almennings og hún hugði. Það segja skoðanakannanir. Helga er að átta sig á því að hún er óþekkti embættismaðurinn. Sem þýðir að hún á við mótsagnakennd atriði að eiga. Segist jarðtengd en ætlar að reyna enn um sinn „Þetta er klemma. Ég veit hvað ég hef uppá að bjóða og er alveg róleg í eigin skinni. Ég þoli þetta og kannski gerist kraftaverk. Kannski fer fólk að hlusta á mig,“ segir Helga. En hún hefur ekki verið að ríða feitum hesti frá skoðanakönnunum. En koma tímar, koma ráð. Helga hefur átt í vandræðum með að ná inn undirskriftum en það tekur hins vegar kipp um leið og hún fer út á meðal fólks. „Þess vegna er ég í þessu. Og ætla að halda ögn áfram. Mitt hjarta segir það líka. Ég er með fullkomna jarðtengdingu, er krabbi, í vatnsmerkinu og átta mig á því að staðan gæti verið betri. En ég er bara fullviss um og trúi á mína þekkingu og ætla að reyna ögn áfram. Hvort íslenska þjóðin átti sig ekki á dömunni. sjáum hvað setur, aðeins í viðbót.“ Helga segist að upplagi hógvær og það sé ekki alveg í hennar eðli að trana sér fram. En hún telur sig geta sinnt forsetaembættinu uppá tíu plús og hennar fólk hefur bent henni á að þær kannanir sem hafa verið kynntar, en þar er hún ekki að ríða feitum hesti frá, geti verið óáreiðanlegar. Og hún á við óvænt mótsagnakennd atriði að stríða. Hún er óþekkti embættismaðurinn „Ég er vonandi með nógu sterk bein og ég á góða að. En ást mín á íslensku samfélagi hefur alltaf verið mitt mottó í lífinu. Ég er greinilega þessi óþekkti embættismaður. Og opinberi geirinn sem þekkir mig þarf að gæta hlutleysis.“ Helga er nú að átta sig á því að það að vera forstjóri Persónuverndar, lögfræðingur í 29 ár í opinbera geiranum, er ekki endilega ákjósanlegt þegar þekktasti grínisti landsins og sjálfur forsætisráðherra bjóða sig fram. Vísir heldur áfram að fylgjast með forsetakjörinu og í dag klukkan eitt verður á dagskrá Pallborð þar sem þrír af þeim fjórum sem efstir eru í könnunum takast á, þau Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir.
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Katrín á toppnum um allt land Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. 18. apríl 2024 21:01 Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Katrín á toppnum um allt land Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. 18. apríl 2024 21:01
Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06