Katrín á toppnum um allt land Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2024 21:01 Katrín Jakobsdóttir hefur verið á ferð um Strandir og suðurhluta Vestfjarða undanfarna daga. Facebooksíða Katrínar Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Miðað við síðustu könnun Maskínu fyrir tíu dögum eykur Katrín forskotið um rúmt prósentustig, eða úr 6,2 prósentustigum í 7,4 prósentustig. En aukningin er kannski innan skekkjumarka. Nú er Katrín með 31,4 prósenta fylgi en Baldur Þórhallsson með 24 prósenta fylgi. Katrín hefur aukið forskot sitt á Baldur um rúmt prósentustig á tíu dögum milli kannana Maskínu. Halla Hrund hefur nánast tvöfaldað fylgi sitt á milli kannana.Grafík/Hjalti Það er hins vegar athyglivert við þessa könnun að nú er ekki lengur marktækur munur á Baldri og Jóni Gnarr í þriðja sætinu með 18,9 prósent. En Jón hefur nú verið með nánast óbreytt fylgi á bilinu 18 til 19 prósent í öllum könnunum sem birtar hafa verið að undanförnu. Halla Hrund Logadóttir tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu Maskínu könnun og mælist með 10,5 prósent. Á hæla hennar kemur síðan nafna hennar Halla Tómasdóttir með 6,7 prósent. Aðrir frambjóðendur eru allir með minna en fimm prósent og nær einu eða tveimur prósentum. Katrín er með yfirburðarstöðu meðal kjósenda Vinstri grænna þar sem 85 prósent myndu kjósa hana. Þá myndu 48 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins og 34 prósent kjósenda Framsóknarflokksins einnig kjósa Katrínu. Hér sjáum við hvernig Katrín og Baldur raðast í fyrsta og annað sæti hjá kjósendum stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Lítill munur er hins vegar á fylgi Baldurs og Katrínar meðal kjósenda Samfylkingarinnar og Viðreisnar annars vegar og fylgi Jóns Gnarr og Baldurs hjá kjósendum Pírata hins vegar.Grafík/Hjalti Baldur er sterkastur meðal kjósenda Pírata (34%), Flokks fólksins (27%), Samfylkingarinnar (36%), og Viðreisnar (34%). En reyndar er fylgi kjósenda Samfylkingarinnar og Viðreisnar nánast jafnt á milli Katrínar og Baldurs og það sama má segja um kjósendur Pírata gagnvart Jóni og Baldri. Baldur mælist með 34 prósent hjá Pírötum og Jón með 33 prósent. Fylgi Höllu Hrundar er frá um 7 prósentum meðal kjósenda Viðreisnar upp í 22 prósent meðal kjósenda Sósíalistaflokksins. Almennt fylgi hennar meðal flokkanna er á bilinu 10 til 13 prósent. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttatímann í heild má sjá að neðan: Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31 Halla Hrund tvö- til þrefaldar fylgi sitt Halla Hrund Logadóttir tvö til þrefaldar fylgi sitt milli kannana á fylgi forsetaframbjóðenda og virðist helst höggva í fylgi Katrínar Jakobsdóttur. Enn er þó ómarktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið sem birt var í dag. 15. apríl 2024 19:20 Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Miðað við síðustu könnun Maskínu fyrir tíu dögum eykur Katrín forskotið um rúmt prósentustig, eða úr 6,2 prósentustigum í 7,4 prósentustig. En aukningin er kannski innan skekkjumarka. Nú er Katrín með 31,4 prósenta fylgi en Baldur Þórhallsson með 24 prósenta fylgi. Katrín hefur aukið forskot sitt á Baldur um rúmt prósentustig á tíu dögum milli kannana Maskínu. Halla Hrund hefur nánast tvöfaldað fylgi sitt á milli kannana.Grafík/Hjalti Það er hins vegar athyglivert við þessa könnun að nú er ekki lengur marktækur munur á Baldri og Jóni Gnarr í þriðja sætinu með 18,9 prósent. En Jón hefur nú verið með nánast óbreytt fylgi á bilinu 18 til 19 prósent í öllum könnunum sem birtar hafa verið að undanförnu. Halla Hrund Logadóttir tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu Maskínu könnun og mælist með 10,5 prósent. Á hæla hennar kemur síðan nafna hennar Halla Tómasdóttir með 6,7 prósent. Aðrir frambjóðendur eru allir með minna en fimm prósent og nær einu eða tveimur prósentum. Katrín er með yfirburðarstöðu meðal kjósenda Vinstri grænna þar sem 85 prósent myndu kjósa hana. Þá myndu 48 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins og 34 prósent kjósenda Framsóknarflokksins einnig kjósa Katrínu. Hér sjáum við hvernig Katrín og Baldur raðast í fyrsta og annað sæti hjá kjósendum stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Lítill munur er hins vegar á fylgi Baldurs og Katrínar meðal kjósenda Samfylkingarinnar og Viðreisnar annars vegar og fylgi Jóns Gnarr og Baldurs hjá kjósendum Pírata hins vegar.Grafík/Hjalti Baldur er sterkastur meðal kjósenda Pírata (34%), Flokks fólksins (27%), Samfylkingarinnar (36%), og Viðreisnar (34%). En reyndar er fylgi kjósenda Samfylkingarinnar og Viðreisnar nánast jafnt á milli Katrínar og Baldurs og það sama má segja um kjósendur Pírata gagnvart Jóni og Baldri. Baldur mælist með 34 prósent hjá Pírötum og Jón með 33 prósent. Fylgi Höllu Hrundar er frá um 7 prósentum meðal kjósenda Viðreisnar upp í 22 prósent meðal kjósenda Sósíalistaflokksins. Almennt fylgi hennar meðal flokkanna er á bilinu 10 til 13 prósent. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttatímann í heild má sjá að neðan:
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31 Halla Hrund tvö- til þrefaldar fylgi sitt Halla Hrund Logadóttir tvö til þrefaldar fylgi sitt milli kannana á fylgi forsetaframbjóðenda og virðist helst höggva í fylgi Katrínar Jakobsdóttur. Enn er þó ómarktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið sem birt var í dag. 15. apríl 2024 19:20 Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06
Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06
Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31
Halla Hrund tvö- til þrefaldar fylgi sitt Halla Hrund Logadóttir tvö til þrefaldar fylgi sitt milli kannana á fylgi forsetaframbjóðenda og virðist helst höggva í fylgi Katrínar Jakobsdóttur. Enn er þó ómarktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið sem birt var í dag. 15. apríl 2024 19:20
Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32