„Engin ástæða til að boða til kosninga“ Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. apríl 2024 19:34 Kosið verður um tillöguna seinna í kvöld. Vísir/Einar Umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hófst seinni partinn í dag og mun halda áfram inn í kvöldið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir enga ástæðu til að blása til kosninga að svo stöddu. Hann segir tímanum á þingi betur varið í önnur mál. Tillagan er meðal annars til komin vegna aðkomu Bjarna Benediktssonar að Íslandsbankasölunni meðan hann var fjármála- og efnahagsráðherra og gjörða Svandísar Svavarsdóttur, innviðaráðherra og fyrrverandi matvælaráðherra, í tengslum við tímabundið hvalveiðibann. Þrátt fyrir að aðrir þingflokkar séu ekki skráðir fyrir vantrauststillögunni þykir líklegt að þingmenn annarra þingflokka í stjórnarandstöðunni greiði atkvæði með tillögunni. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði í sinni ræðu að hún krefðist þingrofs og kosninga eigi síðar en 26. júní, rúmum þremur vikum eftir forsetakosningar. Heimir Már hefur fylgst með umræðunum í dag. Hann náði tali af Bjarna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurður hvort hann og Svandís hafi tekið ábyrgð á sínum gjörðum varðandi Íslandsbankasöluna og hvalveiðar segist Bjarni hafa gert það með þeim hætti að hafa sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. „Og ég gerði það með þeim skýringum sem fylgdu, meðal annars um að völdum fylgi ábyrgð og svo framvegis. Það verður á endanum hver og einn að gera það upp við sig hvernig menn axla ábyrgð í svona málum,“ segir Bjarni. Mörg stór mál á borði Hann segist hafa stuðning í þinginu til þess að halda áfram störfum og ríkisstjórnin hafi mjög ríflegan meirihluta. „Það er auðvitað aðalatriði málsins á þessum tímapunkti þegar það kemur fram vantrauststillaga á ríkisstjórnina,“ segir Bjarni og bendir á að ekki hafi komið upp vantrauststillaga á hendur honum vegna Íslandsbankamálsins. Þá hafi vantrauststillagan gagnvart Svandísi, sem er komin úr matvælaráðuneytinu, ekki verið tekin fyrir á þingi. „Þetta finnst mér vera algjör aukaatriði máls á þessum tímapunkti. Hér er ný ríkisstjórn með ríflegan meirihluta. Brýn verkefni, allt frá Grindavík yfir í húsnæðismál og hælisleitendamál. Nú er ný fjármálaáætlun komin sem leggur gunn að fjárlögum næsta árs. Lögreglulögin og fiskeldi og fleira,“ segir Bjarni. „Þetta eru málin sem tími þingsins á að fara í, að mínu mati. Fyrirséð hvernig fer Þannig að það er ekki tímabært að boða til kosninga ofan í kosningabaráttuna fyrir forsetakosningarnar og fara svo að blása til kosninga til þings þremur dögum síðar? „Þegar þú ert með þingmeirihluta að baki svona mikilvægum málum eins og við höfum í dag, mjög ríflegan meirihluta hér á þinginu og stuðning við ríkisstjórn, nei. Þá er engin ástæða til að boða til kosninga. Þá eiga menn bara að halda áfram í vinnunni.“ Þannig að þú ert alveg afslappaður yfir að ríkisstjórnin er ekki að fara að falla í þessari atkvæðagreiðslu? „Já, og meira að segja segir flytjandi málsins að það sé augljóst að tillagan falli þannig að ég hefði nú bara viljað næsta mál á dagskrá. En svona virkar nú lýðræðið, manni er frjálst að koma með tillögur hér í þinginu og við erum vön að taka þessar tillögur strax til afgreiðslu. Þannig að hún verður afgreidd hér á eftir og ég held það sé fyrirséð hvernig hún fer. Aðalatriðið er að tíminn í þinginu nýtist til að gera fólkinu í landinu gagn.“ Heldurðu að öll þessi stóru mál sem þú nefndir hér áðan náist til afgreiðslu fyrir þinglok í júní? „Sagan sýnir að það er hægt að ljúka mörgum stórum málum. Ég get ekkert fullyrt um hvernig það tekst hjá okkur en ég hef aðeins áhyggjur af því að hér verði stundað málþóf og teygt á tíma þingsins. En við höfum drjúgan tíma og getum fundað fram á nótt og inn í júní eftir forsetakosningar. Þannig að við munum nota hann eins vel og hægt er og vonandi tekst samkomulag við stjórnarflokkana um dagskrána.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Tillagan er meðal annars til komin vegna aðkomu Bjarna Benediktssonar að Íslandsbankasölunni meðan hann var fjármála- og efnahagsráðherra og gjörða Svandísar Svavarsdóttur, innviðaráðherra og fyrrverandi matvælaráðherra, í tengslum við tímabundið hvalveiðibann. Þrátt fyrir að aðrir þingflokkar séu ekki skráðir fyrir vantrauststillögunni þykir líklegt að þingmenn annarra þingflokka í stjórnarandstöðunni greiði atkvæði með tillögunni. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði í sinni ræðu að hún krefðist þingrofs og kosninga eigi síðar en 26. júní, rúmum þremur vikum eftir forsetakosningar. Heimir Már hefur fylgst með umræðunum í dag. Hann náði tali af Bjarna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurður hvort hann og Svandís hafi tekið ábyrgð á sínum gjörðum varðandi Íslandsbankasöluna og hvalveiðar segist Bjarni hafa gert það með þeim hætti að hafa sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. „Og ég gerði það með þeim skýringum sem fylgdu, meðal annars um að völdum fylgi ábyrgð og svo framvegis. Það verður á endanum hver og einn að gera það upp við sig hvernig menn axla ábyrgð í svona málum,“ segir Bjarni. Mörg stór mál á borði Hann segist hafa stuðning í þinginu til þess að halda áfram störfum og ríkisstjórnin hafi mjög ríflegan meirihluta. „Það er auðvitað aðalatriði málsins á þessum tímapunkti þegar það kemur fram vantrauststillaga á ríkisstjórnina,“ segir Bjarni og bendir á að ekki hafi komið upp vantrauststillaga á hendur honum vegna Íslandsbankamálsins. Þá hafi vantrauststillagan gagnvart Svandísi, sem er komin úr matvælaráðuneytinu, ekki verið tekin fyrir á þingi. „Þetta finnst mér vera algjör aukaatriði máls á þessum tímapunkti. Hér er ný ríkisstjórn með ríflegan meirihluta. Brýn verkefni, allt frá Grindavík yfir í húsnæðismál og hælisleitendamál. Nú er ný fjármálaáætlun komin sem leggur gunn að fjárlögum næsta árs. Lögreglulögin og fiskeldi og fleira,“ segir Bjarni. „Þetta eru málin sem tími þingsins á að fara í, að mínu mati. Fyrirséð hvernig fer Þannig að það er ekki tímabært að boða til kosninga ofan í kosningabaráttuna fyrir forsetakosningarnar og fara svo að blása til kosninga til þings þremur dögum síðar? „Þegar þú ert með þingmeirihluta að baki svona mikilvægum málum eins og við höfum í dag, mjög ríflegan meirihluta hér á þinginu og stuðning við ríkisstjórn, nei. Þá er engin ástæða til að boða til kosninga. Þá eiga menn bara að halda áfram í vinnunni.“ Þannig að þú ert alveg afslappaður yfir að ríkisstjórnin er ekki að fara að falla í þessari atkvæðagreiðslu? „Já, og meira að segja segir flytjandi málsins að það sé augljóst að tillagan falli þannig að ég hefði nú bara viljað næsta mál á dagskrá. En svona virkar nú lýðræðið, manni er frjálst að koma með tillögur hér í þinginu og við erum vön að taka þessar tillögur strax til afgreiðslu. Þannig að hún verður afgreidd hér á eftir og ég held það sé fyrirséð hvernig hún fer. Aðalatriðið er að tíminn í þinginu nýtist til að gera fólkinu í landinu gagn.“ Heldurðu að öll þessi stóru mál sem þú nefndir hér áðan náist til afgreiðslu fyrir þinglok í júní? „Sagan sýnir að það er hægt að ljúka mörgum stórum málum. Ég get ekkert fullyrt um hvernig það tekst hjá okkur en ég hef aðeins áhyggjur af því að hér verði stundað málþóf og teygt á tíma þingsins. En við höfum drjúgan tíma og getum fundað fram á nótt og inn í júní eftir forsetakosningar. Þannig að við munum nota hann eins vel og hægt er og vonandi tekst samkomulag við stjórnarflokkana um dagskrána.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira