Fresta gildistöku kjarabóta til öryrkja til að slá á þenslu Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2024 12:12 Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þennslu er að seinka gildistöku væntanlegra laga um breytingar á örorkulífeyriskerfinu á næsta ári um átta mánuði. Þannig sparar ríkið um 10 milljarða króna. Vísir/Vilhelm Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja. Stjórnvöld hafa allt frá árinu 2005 stefnt að gagngerum breytingum á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga. Fjöldi starfshópa hefur verið að störfum og skýrslur gerðar og erfitt hefur reynst að ná samkomulagi við samtök Öryrkja um breytingar. Þegar stjórnarflokkarnir endurnýjuðu stjórnarsamstarfið hinn 9. apríl og Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra greindu leiðtogar flokkanna frá því að eitt af forgangsmálum þeirra á yfirstandandi vorþingi væri að fá viðamikið frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins afgreitt á Alþingi. Forystumenn stjórnarflokkanna lögðu áherslu á það við endurnýjun stjórnarsamstarfsins að nýtt og viðamikið frumvarp um endurskoðun örorkulífeyriskerfisins næði fram að ganga á yfirstandandi þingi.Vísir/Vilhelm Frumvarpið varð síðan lagt fram á Alþingi fyrir nokkrum dögum. Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun stjórnvalda í gær, þar sem meðal annars eru tíundaðar aðgerðir til að draga úr þenslu í efnahagslífinu kom fram að ein aðgerðanna væri að fresta gilditöku væntanlegra laga um örorkulífeyri um átta mánuði, frá 1. janúar næst komandi til 1. september. Með því sparar ríkissjóður tíu milljarða á næsta ári. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að þetta væri ein stærsta aðhaldsaðgerð ríkisstjórnarinnar á næsta ári. „Sem þýðir auðvitað að öryrkjar eru látnir bíða eftir betri kjörum til að fjármagna þessa kjarasamninga,“ sagði Kristrún og vísaði þar til kostnaðar við aðgerðir stjórnvalda í tengslum við nýgerða kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum. Bergþór Heimir Þórðarson varaformaður ÖBÍ segir öryrkja ekki bera ábyrgð á þensluna og hafa barist fyrir kjarabótum árum saman.ÖBÍ Bergþór Heimir Þórðarson formaður Öryrkjabandalags Íslands segir frestun málsins skiljanlega í ljósi umfangs málsins. Hins vegar hefðu öryrkjar auðvitað viljað fá kjarabætur sem allra fyrst, enda barist fyrir þeim árum saman. „Ég verð að taka undir með orðum hennar að það er alveg ljóst að þenslan er ekki hjá öryrkjum. Öryrkjar eru sá hópur fólks í landinu sem hefur það einna verst,“ segir Bergþór Heimir. Nýleg skýrsla Vörðu sýndi að um 68 prósent öryrkja gætu ekki brugðist við óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skulda. Hins vegar væri frumvarpið viðamikið og kallaði á breytingar á ýmsum lögum. Margt þyrfti að liggja skýrar fyrir að mati Öryrkjabandalagsins áður en frumvarpið yrði að lögum. „Það sem er mikilvægt er að það náist í gegn á þessu ári. Við skulum orða það þannig. Hvort það fari inn á þessu vorþingi eða eða á haustþingi, sérstaklega með tilliti til þessarar frestunar, það er ekki það sem skiptir höfuðmáli," sagði Bergþór Heimir Þórðarson. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Félagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Öryrkjar gagnrýna frestun á lagabreytingu og FÍB vill grisja bílastæðafrumskóginn Í hádegisfréttum heyrum við í varaformanni Öryrkjabandalagsins sem gagnrýnir þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta breytingum á örorkulífeyriskerfinu. 17. apríl 2024 11:38 „Eðlilegt að þingið skeri stjórnina úr snörunni“ Þingmaður Pírata telur ótækt að landinu sé stjórnað af fólki, sem viti ekki einu sinni sjálft hvort það vilji starfa saman. Almenningur í landinu eigi skilið að kosið verði til Alþingis strax í haust. 16. apríl 2024 23:06 Áframhaldandi hallarekstur og vantrauststillaga Engar tillögur eru um niðurskurð til að slá á þenslu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem lögð var fram í dag. Þess í stað er talað um að hægja á útgjöldum, hagræðingu í rekstri og mögulega sölu eigna. 16. apríl 2024 19:29 Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. 16. apríl 2024 11:46 Fjármálaáætlun kynnt og vantraust lagt fram Í hádegisfréttum segjum við frá fjármálaáætlun sem nýr fjármálaráðherra kynnti í morgun. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Stjórnvöld hafa allt frá árinu 2005 stefnt að gagngerum breytingum á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga. Fjöldi starfshópa hefur verið að störfum og skýrslur gerðar og erfitt hefur reynst að ná samkomulagi við samtök Öryrkja um breytingar. Þegar stjórnarflokkarnir endurnýjuðu stjórnarsamstarfið hinn 9. apríl og Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra greindu leiðtogar flokkanna frá því að eitt af forgangsmálum þeirra á yfirstandandi vorþingi væri að fá viðamikið frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins afgreitt á Alþingi. Forystumenn stjórnarflokkanna lögðu áherslu á það við endurnýjun stjórnarsamstarfsins að nýtt og viðamikið frumvarp um endurskoðun örorkulífeyriskerfisins næði fram að ganga á yfirstandandi þingi.Vísir/Vilhelm Frumvarpið varð síðan lagt fram á Alþingi fyrir nokkrum dögum. Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun stjórnvalda í gær, þar sem meðal annars eru tíundaðar aðgerðir til að draga úr þenslu í efnahagslífinu kom fram að ein aðgerðanna væri að fresta gilditöku væntanlegra laga um örorkulífeyri um átta mánuði, frá 1. janúar næst komandi til 1. september. Með því sparar ríkissjóður tíu milljarða á næsta ári. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að þetta væri ein stærsta aðhaldsaðgerð ríkisstjórnarinnar á næsta ári. „Sem þýðir auðvitað að öryrkjar eru látnir bíða eftir betri kjörum til að fjármagna þessa kjarasamninga,“ sagði Kristrún og vísaði þar til kostnaðar við aðgerðir stjórnvalda í tengslum við nýgerða kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum. Bergþór Heimir Þórðarson varaformaður ÖBÍ segir öryrkja ekki bera ábyrgð á þensluna og hafa barist fyrir kjarabótum árum saman.ÖBÍ Bergþór Heimir Þórðarson formaður Öryrkjabandalags Íslands segir frestun málsins skiljanlega í ljósi umfangs málsins. Hins vegar hefðu öryrkjar auðvitað viljað fá kjarabætur sem allra fyrst, enda barist fyrir þeim árum saman. „Ég verð að taka undir með orðum hennar að það er alveg ljóst að þenslan er ekki hjá öryrkjum. Öryrkjar eru sá hópur fólks í landinu sem hefur það einna verst,“ segir Bergþór Heimir. Nýleg skýrsla Vörðu sýndi að um 68 prósent öryrkja gætu ekki brugðist við óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skulda. Hins vegar væri frumvarpið viðamikið og kallaði á breytingar á ýmsum lögum. Margt þyrfti að liggja skýrar fyrir að mati Öryrkjabandalagsins áður en frumvarpið yrði að lögum. „Það sem er mikilvægt er að það náist í gegn á þessu ári. Við skulum orða það þannig. Hvort það fari inn á þessu vorþingi eða eða á haustþingi, sérstaklega með tilliti til þessarar frestunar, það er ekki það sem skiptir höfuðmáli," sagði Bergþór Heimir Þórðarson.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Félagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Öryrkjar gagnrýna frestun á lagabreytingu og FÍB vill grisja bílastæðafrumskóginn Í hádegisfréttum heyrum við í varaformanni Öryrkjabandalagsins sem gagnrýnir þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta breytingum á örorkulífeyriskerfinu. 17. apríl 2024 11:38 „Eðlilegt að þingið skeri stjórnina úr snörunni“ Þingmaður Pírata telur ótækt að landinu sé stjórnað af fólki, sem viti ekki einu sinni sjálft hvort það vilji starfa saman. Almenningur í landinu eigi skilið að kosið verði til Alþingis strax í haust. 16. apríl 2024 23:06 Áframhaldandi hallarekstur og vantrauststillaga Engar tillögur eru um niðurskurð til að slá á þenslu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem lögð var fram í dag. Þess í stað er talað um að hægja á útgjöldum, hagræðingu í rekstri og mögulega sölu eigna. 16. apríl 2024 19:29 Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. 16. apríl 2024 11:46 Fjármálaáætlun kynnt og vantraust lagt fram Í hádegisfréttum segjum við frá fjármálaáætlun sem nýr fjármálaráðherra kynnti í morgun. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Öryrkjar gagnrýna frestun á lagabreytingu og FÍB vill grisja bílastæðafrumskóginn Í hádegisfréttum heyrum við í varaformanni Öryrkjabandalagsins sem gagnrýnir þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta breytingum á örorkulífeyriskerfinu. 17. apríl 2024 11:38
„Eðlilegt að þingið skeri stjórnina úr snörunni“ Þingmaður Pírata telur ótækt að landinu sé stjórnað af fólki, sem viti ekki einu sinni sjálft hvort það vilji starfa saman. Almenningur í landinu eigi skilið að kosið verði til Alþingis strax í haust. 16. apríl 2024 23:06
Áframhaldandi hallarekstur og vantrauststillaga Engar tillögur eru um niðurskurð til að slá á þenslu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem lögð var fram í dag. Þess í stað er talað um að hægja á útgjöldum, hagræðingu í rekstri og mögulega sölu eigna. 16. apríl 2024 19:29
Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. 16. apríl 2024 11:46
Fjármálaáætlun kynnt og vantraust lagt fram Í hádegisfréttum segjum við frá fjármálaáætlun sem nýr fjármálaráðherra kynnti í morgun. 16. apríl 2024 11:39
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda