Rétta hallann af á fjórum árum Bjarki Sigurðsson skrifar 16. apríl 2024 09:50 Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem kynnt var í dag. Áætlunin er fyrir árin 2025 til 2029. Áframhaldandi kaupmáttarvöxtur Vöxtur kaupmáttar hér á Íslandi hefur verið langt umfram það sem þekkist hjá öllum öðrum ríkjum Vestur-Evrópu undanfarinn áratug. Með fjármálaáætlun er lagður grunn að áframhaldandi kaupmáttarvexti. „Lífskjarabatinn birtist víðar en í vexti kaupmáttar. Þannig hafa skuldir heimilanna sjaldan á undanförnum áratugum verið lægri í hlutfalli við ráðstöfunartekjur þeirra,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um áætlunina. Gæta aðhalds Ríkisstjórnin mun gæta aðhalds í opinberum fjármálum og helminga halla ríkissjóðs á næsta ári, úr 49 milljörðum króna í 25 milljarða króna. Árið 2028 verður hallinn svo að afgangi. Útgjöld til heilbrigðismála og félags- og tryggingamála vega þyngst á tímabili fjármálaáætlunar og samsvara um helmingi af heildarútgjalda ríkissjóðs. „Ekki er almenn aðhaldskrafa á heilbrigðis- og velferðarmál og verður áfram forgangsraðað til þeirra málaflokka en útgjöld verða þar aukin um 80 milljarða króna milli 2024 og 2029 sem svarar til tæplega 12% aukningar að raunvirði,“ segir í tilkynningunni. Auðvelda verkefni Seðlabankans Aukinn kraftur verður settur í að bæta skilvirkni hins opinbera og stofnanaskipulagið við rekstur opinberrar þjónustu endurmetið. Miklir möguleikar liggi þar í að nýta fjármagn betur og gera stofnanir burðugri til að veita þjónustu sem þörf er á. „Útgjöld ríkissjóðs og hins opinbera í heild munu því vaxa hóflega í ár og á tímabili fjármálaáætlunar. Með hægfara útgjaldavexti er stefnt að því að hlutfall heildarútgjalda hins opinbera af vergri landsframleiðslu, sem í ár mun nema um 44%, verði orðið tæplega 41% undir lok tímabilsins. Með þeim hætti auðvelda opinber fjármál það verkefni Seðlabankans að stuðla að stöðugu verðlagi,“ segir í tilkynningunni. Ná að fjármagna aðgerðir í tengslum við kjarasamninga Þá munu stjórnvöld ráðast í aðgerðir samhliða gerð kjarasamninga og með þeim á að auka ráðstöfunartekjur heimila með sérstakri áherslu á húsnæðisuppbyggingu, húsnæðisstuðning og málefni barnafjölskyldna. „Þökk sé hóflegum vexti annarra útgjalda eins og fram hefur komið og nokkrum áframhaldandi vexti í tekjum ríkissjóðs næst að fjármagna aðgerðir til stuðnings kjarasamningum á komandi árum,“ segir í tilkynningunni. Draga úr óvissu Einnig munu stjórnvöld leggja ríka áherslu á að kjarasamningar á opinberum vinnumarkaði samrýmist þeirri heildarstefnunni sem hefur verið mörkuð á almennum vinnumarkaði. „Mikilvægt er að um verði að ræða langtímasamninga sem dragi úr óvissu og styðji við lækkun verðbólgu. Aðeins þannig myndast skilyrði fyrir lækkun vaxta,“ segir í tilkynningunni. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Þetta kemur fram í fjármálaáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem kynnt var í dag. Áætlunin er fyrir árin 2025 til 2029. Áframhaldandi kaupmáttarvöxtur Vöxtur kaupmáttar hér á Íslandi hefur verið langt umfram það sem þekkist hjá öllum öðrum ríkjum Vestur-Evrópu undanfarinn áratug. Með fjármálaáætlun er lagður grunn að áframhaldandi kaupmáttarvexti. „Lífskjarabatinn birtist víðar en í vexti kaupmáttar. Þannig hafa skuldir heimilanna sjaldan á undanförnum áratugum verið lægri í hlutfalli við ráðstöfunartekjur þeirra,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um áætlunina. Gæta aðhalds Ríkisstjórnin mun gæta aðhalds í opinberum fjármálum og helminga halla ríkissjóðs á næsta ári, úr 49 milljörðum króna í 25 milljarða króna. Árið 2028 verður hallinn svo að afgangi. Útgjöld til heilbrigðismála og félags- og tryggingamála vega þyngst á tímabili fjármálaáætlunar og samsvara um helmingi af heildarútgjalda ríkissjóðs. „Ekki er almenn aðhaldskrafa á heilbrigðis- og velferðarmál og verður áfram forgangsraðað til þeirra málaflokka en útgjöld verða þar aukin um 80 milljarða króna milli 2024 og 2029 sem svarar til tæplega 12% aukningar að raunvirði,“ segir í tilkynningunni. Auðvelda verkefni Seðlabankans Aukinn kraftur verður settur í að bæta skilvirkni hins opinbera og stofnanaskipulagið við rekstur opinberrar þjónustu endurmetið. Miklir möguleikar liggi þar í að nýta fjármagn betur og gera stofnanir burðugri til að veita þjónustu sem þörf er á. „Útgjöld ríkissjóðs og hins opinbera í heild munu því vaxa hóflega í ár og á tímabili fjármálaáætlunar. Með hægfara útgjaldavexti er stefnt að því að hlutfall heildarútgjalda hins opinbera af vergri landsframleiðslu, sem í ár mun nema um 44%, verði orðið tæplega 41% undir lok tímabilsins. Með þeim hætti auðvelda opinber fjármál það verkefni Seðlabankans að stuðla að stöðugu verðlagi,“ segir í tilkynningunni. Ná að fjármagna aðgerðir í tengslum við kjarasamninga Þá munu stjórnvöld ráðast í aðgerðir samhliða gerð kjarasamninga og með þeim á að auka ráðstöfunartekjur heimila með sérstakri áherslu á húsnæðisuppbyggingu, húsnæðisstuðning og málefni barnafjölskyldna. „Þökk sé hóflegum vexti annarra útgjalda eins og fram hefur komið og nokkrum áframhaldandi vexti í tekjum ríkissjóðs næst að fjármagna aðgerðir til stuðnings kjarasamningum á komandi árum,“ segir í tilkynningunni. Draga úr óvissu Einnig munu stjórnvöld leggja ríka áherslu á að kjarasamningar á opinberum vinnumarkaði samrýmist þeirri heildarstefnunni sem hefur verið mörkuð á almennum vinnumarkaði. „Mikilvægt er að um verði að ræða langtímasamninga sem dragi úr óvissu og styðji við lækkun verðbólgu. Aðeins þannig myndast skilyrði fyrir lækkun vaxta,“ segir í tilkynningunni.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira