Uppgjör, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 21-25 | Stjörnukonur sendar í sumarfrí Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. apríl 2024 19:25 Úr leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Haukakonur eru komnar í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Varð það ljóst eftir fjögurra marka sigur Hauka á Stjörnunni í Heklu höllinni í kvöld, 21-25. Stjarnan hefur því lokið leik þetta tímabilið eftir að hafa tapað einvíginu gegn Haukum 2-0. Fyrri hálfleikurinn bar þess merki að mikið væri undir og voru varnir liðanna feyki sterkar á meðan sóknarleikurinn var mjög varfærin. Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en eftir fimm mínútna leik þegar heimakonur komust í 1-0. Hélt Stjarnan yfirhöndinni fyrsta korterið í leiknum, en þá jöfnuðu Haukakonur og komust skömmu síðar yfir. Var leikurinn í járnum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og aðeins eins marks munur í hálfleik, 9-10 gestunum í vil. Haukakonur voru fastar fyrir í vörninni.Vísir/Hulda Margrét Stjarnan náði að jafna leikinn fljótlega í síðari hálfleik. Staðan 13-13 eftir 40. mínútur. Gestirnir mynduðu sér fljótlega tveggja til þriggja marka forystu sem heimakonur voru í vandræðum með að nálgast. Heimakonur reyndu hvað þær gátu á lokakaflanum að jafna leikinn en Hauka liðið einfaldlega sterkara og kláruðu að lokum leikinn. Gaman saman.Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Ekki var um marga hápunkta í leiknum eða vendipunkta. Þó er hægt að benda á leikhlé sem Stjarnan tók á 51. mínútu í stöðunni 18-21 fyrir Haukum. Stjarnan tapaði boltanum í fyrstu sókn sinni eftir leikhléið og tókst aðeins að skora eitt mark á næstu sex mínútum. Því er greinilegt að það sem farið var yfir í leikhléinu skilaði litlu sem engu fyrir heimakonur á lokakaflanum þegar það var allt undir hjá Stjörnunni. Stjörnur og skúrkar Stjarna leiksins var Sara Katrín Gunnarsdóttir, leikmaður Hauka, en hún kom að krafti inn í síðari hálfleikinn og umbreytti sóknarleiknum hjá Haukum. Skoraði Sara Katrín fjögur mörk og fiskaði einnig fjögur víti. Sara Katrín í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Hjá Stjörnunni voru þær Helena Rut Örvarsdóttir og Embla Steindórsdóttir allt í öllu og voru t.a.m. einu leikmenn Stjörnunnar sem skoruðu mörk í fyrri hálfleik. Helena Rut tekin föstum tökum.Vísir/Hulda Margrét Markvarslan í leiknum var einnig mjög góð en bæði Darija Zecevic, Stjörnunni, og Margrét Einarsdóttir, Haukum, voru með um 40 prósent markvörslu. Eva Björk Davíðsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, átti ekki góðan dag en henni tókst ekki að skora úr þeim fimm skotum sem hún tók í leiknum. Henni til varnar á hún við meiðsli að stríða og spilaði í gegnum þau í leiknum Markverðir beggja liða áttu fínan leik.Vísir/Hulda Margrét Dómarar Reyndustu dómarar landsins voru með flautuna í kvöld, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Þeir áttu ágætan leik en voru á köflum örlítið hikandi í ákvarðanatöku, sem hafði þó lítil áhrif á leikinn. Einnig má nefna að aðeins einu sinni var tveggja mínútna brottvísun dæmd í leiknum. Stemning og umgjörð Það var þokkalegasta mæting í Heklu höllina í kvöld og studdu ungar stuðningsmannasveitir beggja liða lið sín til dáða. Maggi Diskó gætti þess að stemningin væri góð af sinni alkunnu snilld. Í hálfleik var haldin limbó keppni fyrir yngstu kynslóðina á meðan sú eldri gæddi sér á pizzum og með því í hálfleik. Sigurgeir: Getum verið þokkalega stoltar af okkar frammistöðu í vetur Sigurgeir Jónsson.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst leikplanið ganga nokkuð vel,“ sagði Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leik. „Varnarlega vorum við mjög þéttar og náðum að koma okkur til baka. Það kom einn og einn feill hjá okkur en miklu betri leikur en á föstudaginn og þetta var svona nær því sem að við viljum gera. Við töldum okkur alveg eiga möguleika í þetta einvígi en við vorum komin með bakið upp við vegg í dag og þetta hafðist ekki því miður.“ Sóknarleikurinn gekk ekkert sérlega vel í dag og spiluðu þar inn meiðsli Evu Bjarkar Davíðsdóttur. „Við missum Evu út í hálfleik og hún hefur stýrt okkar sóknarleik bara hrikalega vel í vetur, en hún var löskuð. Sóknarleikurinn gekk svona ágætlega á köflum. Hann hefur verið í allan vetur veikari hlutinn í leik okkar. Það voru einstaklingsframtök hjá þeim sem við hefðum þurft, eins og hjá Söru Katrínu og Elínu Klöru.“ Tímabilinu er nú lokið hjá Stjörnunni. Blaðamaður bað Sigurgeir að gera upp tímabilið. „Við getum verið þokkalega stoltar af okkar frammistöðu í vetur. Auðvitað hefðum við viljað vinna fleiri leiki á móti liðum í neðri hlutanum, en við komumst í bikarúrslit. Það voru miklar breytingar á liðinu frá því í fyrra. Það voru að byrja hérna 15 ára í hægra horni, 16 ára á línunni og svo er Embla, þótt hún sé lykilmaður, þá er hún bara 18-9 ára og fleiri ungar stelpur. Þetta tók svolítið framan af tímabilinu að spila liðið saman. Markvörðurinn Darija kemur seint inn í þetta hjá okkur, þá er kominn smá brekka þegar hún kemur. Þetta hefði alveg getað verið betra en ég held við getum verið ágætlega sáttar. Okkur var spáð fimmta sæti minnir mig en endum í sjötta.“ Var þetta lokaleikur Sigurgeirs með Stjörnuliðið og mun Patrekur Jóhannesson taka við þjálfun liðsins á næsta tímabili. En hvað er framhaldið hjá Sigurgeiri? „Það er bara óráðið. Bara sumarfrí núna, en það er bara opið. Ég þarf bara að skoða mín mál en það er ekki neitt ákveðið. Það kemur allt til greina, að þjálfa eða að taka sér pásu,“ sagði Sigurgeir að lokum. Olís-deild kvenna Stjarnan Haukar
Haukakonur eru komnar í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Varð það ljóst eftir fjögurra marka sigur Hauka á Stjörnunni í Heklu höllinni í kvöld, 21-25. Stjarnan hefur því lokið leik þetta tímabilið eftir að hafa tapað einvíginu gegn Haukum 2-0. Fyrri hálfleikurinn bar þess merki að mikið væri undir og voru varnir liðanna feyki sterkar á meðan sóknarleikurinn var mjög varfærin. Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en eftir fimm mínútna leik þegar heimakonur komust í 1-0. Hélt Stjarnan yfirhöndinni fyrsta korterið í leiknum, en þá jöfnuðu Haukakonur og komust skömmu síðar yfir. Var leikurinn í járnum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og aðeins eins marks munur í hálfleik, 9-10 gestunum í vil. Haukakonur voru fastar fyrir í vörninni.Vísir/Hulda Margrét Stjarnan náði að jafna leikinn fljótlega í síðari hálfleik. Staðan 13-13 eftir 40. mínútur. Gestirnir mynduðu sér fljótlega tveggja til þriggja marka forystu sem heimakonur voru í vandræðum með að nálgast. Heimakonur reyndu hvað þær gátu á lokakaflanum að jafna leikinn en Hauka liðið einfaldlega sterkara og kláruðu að lokum leikinn. Gaman saman.Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Ekki var um marga hápunkta í leiknum eða vendipunkta. Þó er hægt að benda á leikhlé sem Stjarnan tók á 51. mínútu í stöðunni 18-21 fyrir Haukum. Stjarnan tapaði boltanum í fyrstu sókn sinni eftir leikhléið og tókst aðeins að skora eitt mark á næstu sex mínútum. Því er greinilegt að það sem farið var yfir í leikhléinu skilaði litlu sem engu fyrir heimakonur á lokakaflanum þegar það var allt undir hjá Stjörnunni. Stjörnur og skúrkar Stjarna leiksins var Sara Katrín Gunnarsdóttir, leikmaður Hauka, en hún kom að krafti inn í síðari hálfleikinn og umbreytti sóknarleiknum hjá Haukum. Skoraði Sara Katrín fjögur mörk og fiskaði einnig fjögur víti. Sara Katrín í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Hjá Stjörnunni voru þær Helena Rut Örvarsdóttir og Embla Steindórsdóttir allt í öllu og voru t.a.m. einu leikmenn Stjörnunnar sem skoruðu mörk í fyrri hálfleik. Helena Rut tekin föstum tökum.Vísir/Hulda Margrét Markvarslan í leiknum var einnig mjög góð en bæði Darija Zecevic, Stjörnunni, og Margrét Einarsdóttir, Haukum, voru með um 40 prósent markvörslu. Eva Björk Davíðsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, átti ekki góðan dag en henni tókst ekki að skora úr þeim fimm skotum sem hún tók í leiknum. Henni til varnar á hún við meiðsli að stríða og spilaði í gegnum þau í leiknum Markverðir beggja liða áttu fínan leik.Vísir/Hulda Margrét Dómarar Reyndustu dómarar landsins voru með flautuna í kvöld, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Þeir áttu ágætan leik en voru á köflum örlítið hikandi í ákvarðanatöku, sem hafði þó lítil áhrif á leikinn. Einnig má nefna að aðeins einu sinni var tveggja mínútna brottvísun dæmd í leiknum. Stemning og umgjörð Það var þokkalegasta mæting í Heklu höllina í kvöld og studdu ungar stuðningsmannasveitir beggja liða lið sín til dáða. Maggi Diskó gætti þess að stemningin væri góð af sinni alkunnu snilld. Í hálfleik var haldin limbó keppni fyrir yngstu kynslóðina á meðan sú eldri gæddi sér á pizzum og með því í hálfleik. Sigurgeir: Getum verið þokkalega stoltar af okkar frammistöðu í vetur Sigurgeir Jónsson.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst leikplanið ganga nokkuð vel,“ sagði Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leik. „Varnarlega vorum við mjög þéttar og náðum að koma okkur til baka. Það kom einn og einn feill hjá okkur en miklu betri leikur en á föstudaginn og þetta var svona nær því sem að við viljum gera. Við töldum okkur alveg eiga möguleika í þetta einvígi en við vorum komin með bakið upp við vegg í dag og þetta hafðist ekki því miður.“ Sóknarleikurinn gekk ekkert sérlega vel í dag og spiluðu þar inn meiðsli Evu Bjarkar Davíðsdóttur. „Við missum Evu út í hálfleik og hún hefur stýrt okkar sóknarleik bara hrikalega vel í vetur, en hún var löskuð. Sóknarleikurinn gekk svona ágætlega á köflum. Hann hefur verið í allan vetur veikari hlutinn í leik okkar. Það voru einstaklingsframtök hjá þeim sem við hefðum þurft, eins og hjá Söru Katrínu og Elínu Klöru.“ Tímabilinu er nú lokið hjá Stjörnunni. Blaðamaður bað Sigurgeir að gera upp tímabilið. „Við getum verið þokkalega stoltar af okkar frammistöðu í vetur. Auðvitað hefðum við viljað vinna fleiri leiki á móti liðum í neðri hlutanum, en við komumst í bikarúrslit. Það voru miklar breytingar á liðinu frá því í fyrra. Það voru að byrja hérna 15 ára í hægra horni, 16 ára á línunni og svo er Embla, þótt hún sé lykilmaður, þá er hún bara 18-9 ára og fleiri ungar stelpur. Þetta tók svolítið framan af tímabilinu að spila liðið saman. Markvörðurinn Darija kemur seint inn í þetta hjá okkur, þá er kominn smá brekka þegar hún kemur. Þetta hefði alveg getað verið betra en ég held við getum verið ágætlega sáttar. Okkur var spáð fimmta sæti minnir mig en endum í sjötta.“ Var þetta lokaleikur Sigurgeirs með Stjörnuliðið og mun Patrekur Jóhannesson taka við þjálfun liðsins á næsta tímabili. En hvað er framhaldið hjá Sigurgeiri? „Það er bara óráðið. Bara sumarfrí núna, en það er bara opið. Ég þarf bara að skoða mín mál en það er ekki neitt ákveðið. Það kemur allt til greina, að þjálfa eða að taka sér pásu,“ sagði Sigurgeir að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti