Tiger Woods spilar samhliða áhugamanni eftir erfiðan gærdag Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2024 10:16 Tiger Woods átti erfitt uppdráttar í gær eftir að hann spilaði 23 holur á föstudaginn. Vísir/Getty Tiger Woods lenti í miklum erfiðleikum á þriðja degi Masters. Hann fór hringinn á 82 höggum, hans versti árangur frá upphafi, og situr nú í 52. sæti. Í dag leikur hann samhliða áhugamanninum Neal Shipley. Tiger fór fyrstu þrjá holurnar á pari, skolli á fjórðu og sló fugl á fimmtu. Eftir það lá leiðin niður á við og Tiger endaði 10 höggum yfir, 82 samtals. „Ég var ekki að slá eða pútta vel. Ég átti erfiða upphitun en hélt áfram í allan dag. Skaut boltanum á staði sem hann átti alls ekki að fara. Klikkaði á auðveldum púttum, fullt af þeim“ sagði Tiger við fréttamenn eftir hringinn. Tiger Woods cards his worst round ever at The Masters with an 82. pic.twitter.com/Er1oSgyBdz— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) April 13, 2024 Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Tiger fer yfir 80 högga hring á stórmóti, fyrst árið 2002 á opna meistaramótinu og aftur árið 2015 á opna bandaríska. Versti árangur hans á Masters var áður 78 högg árið 2022. Tiger dró sig úr keppni fyrir lokadaginn á Masters í fyrra. Hann ætlar ekki að gera það í ár, þrátt fyrir erfiðan dag í gær. Í dag leikur hann samhliða eina áhugamannakylfingi mótsins, Neal Shipley. Neal Shipley, a grad student at Ohio State, finished runner-up in the U.S. Amateur. Lone amateur to make the cut at the Masters, so he's guaranteed to be in Butler Cabin for the ceremony. And his Sunday pairing: Tiger Woods. What a week. pic.twitter.com/8kdKqqmMRp— Dan Rapaport (@Daniel_Rapaport) April 13, 2024 „Tiger verður ósáttur við þessa umferð. Ég held að 23 holur á föstudag hafi gert honum erfitt fyrir. Alltaf ánægjulegt að sjá hann aftur á Masters samt“ sagði Butch Harmon, þjálfari Tiger fyrir lokadaginn. Lokadagur Masters verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17:30. Masters-mótið Golf Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Tiger fór fyrstu þrjá holurnar á pari, skolli á fjórðu og sló fugl á fimmtu. Eftir það lá leiðin niður á við og Tiger endaði 10 höggum yfir, 82 samtals. „Ég var ekki að slá eða pútta vel. Ég átti erfiða upphitun en hélt áfram í allan dag. Skaut boltanum á staði sem hann átti alls ekki að fara. Klikkaði á auðveldum púttum, fullt af þeim“ sagði Tiger við fréttamenn eftir hringinn. Tiger Woods cards his worst round ever at The Masters with an 82. pic.twitter.com/Er1oSgyBdz— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) April 13, 2024 Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Tiger fer yfir 80 högga hring á stórmóti, fyrst árið 2002 á opna meistaramótinu og aftur árið 2015 á opna bandaríska. Versti árangur hans á Masters var áður 78 högg árið 2022. Tiger dró sig úr keppni fyrir lokadaginn á Masters í fyrra. Hann ætlar ekki að gera það í ár, þrátt fyrir erfiðan dag í gær. Í dag leikur hann samhliða eina áhugamannakylfingi mótsins, Neal Shipley. Neal Shipley, a grad student at Ohio State, finished runner-up in the U.S. Amateur. Lone amateur to make the cut at the Masters, so he's guaranteed to be in Butler Cabin for the ceremony. And his Sunday pairing: Tiger Woods. What a week. pic.twitter.com/8kdKqqmMRp— Dan Rapaport (@Daniel_Rapaport) April 13, 2024 „Tiger verður ósáttur við þessa umferð. Ég held að 23 holur á föstudag hafi gert honum erfitt fyrir. Alltaf ánægjulegt að sjá hann aftur á Masters samt“ sagði Butch Harmon, þjálfari Tiger fyrir lokadaginn. Lokadagur Masters verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17:30.
Masters-mótið Golf Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira