Eldri kjósendur hallast að Katrínu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2024 11:32 Eiríkur Bergmann stjórnamálafræðingur segir að áhugavert verði að fylgjast með hvað gerist næstu vikurnar. Vísir/Vilhelm Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. Rúmur einn og hálfur mánuður er þar til landsmenn ganga að kjörborðinu og velja sér nýjan forseta. Margir hafa lýst áhuga á embættinu og hlaupa frambjóðendurnir á tugum og enn gætu fleiri bæst við. Nýjasti Þjóðarpúls Gallup sýnir að af þeim sem hafa stigið fram virðast þrír njóta mest fylgis. Þannig mælist ekki tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Þrjátíu prósent landsmanna segjast styðja Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Fylgi Jóns Gnarr mælist tæplega átján prósent. Sjá einnig: Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Aðrir frambjóðendur mælast með nokkuð minna fylgi. Þannig segjast sjö prósent ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur. Um fögur prósent Arnar Þór Jónsson og Höllu Hrund Logadóttur. Tvö prósent landsmanna ætla sér að kjósa Ásdísi Rán Gunnarsdóttur og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. Ástþór Magnússon mælist svo með eitt prósent fylgi en aðrir frambjóðendur með minna. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir könnunina sýna hvaða frambjóðendur munu líklega berjast um embættið. „Það eru þrír frambjóðendur sem að ná máli og hafa umtalsvert fylgi. Aðrir hafa miklu minna og eru ansi langt frá því að geta talist sigurstranglegir. Það kemur auðvitað ekki á óvart að forsætisráðherrann fyrrverandi Katrín Jakobsdóttir hafi mest fylgi en það sem kannski meiru skiptir þar er samsetningin á því fylgi. Hún hefur mest fylgi í elstu aldurshópunum og það eru nú þeir sem eru líklegri til að mæta á kjörstað. Þannig að hún getur þá notið þess ef að líkum lætur. “ Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Þá segir Eiríkur að áhugavert verði að sjá hvernig næstu kannanir koma út. „Ég held að fylgið hafi ekki sest almennilega enn þá. Auðvitað gefur þessi könnun mjög sterka vísbendingu um þessa þrjá helstu frambjóðendur en það getur enn þá verið töluvert flot á þessu en við höfum líka séð í fyrri forsetakjörum að fylgistölurnar hafa breyst allnokkuð eftir því sem nálgast kjördag.“ Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira
Rúmur einn og hálfur mánuður er þar til landsmenn ganga að kjörborðinu og velja sér nýjan forseta. Margir hafa lýst áhuga á embættinu og hlaupa frambjóðendurnir á tugum og enn gætu fleiri bæst við. Nýjasti Þjóðarpúls Gallup sýnir að af þeim sem hafa stigið fram virðast þrír njóta mest fylgis. Þannig mælist ekki tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Þrjátíu prósent landsmanna segjast styðja Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Fylgi Jóns Gnarr mælist tæplega átján prósent. Sjá einnig: Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Aðrir frambjóðendur mælast með nokkuð minna fylgi. Þannig segjast sjö prósent ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur. Um fögur prósent Arnar Þór Jónsson og Höllu Hrund Logadóttur. Tvö prósent landsmanna ætla sér að kjósa Ásdísi Rán Gunnarsdóttur og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. Ástþór Magnússon mælist svo með eitt prósent fylgi en aðrir frambjóðendur með minna. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir könnunina sýna hvaða frambjóðendur munu líklega berjast um embættið. „Það eru þrír frambjóðendur sem að ná máli og hafa umtalsvert fylgi. Aðrir hafa miklu minna og eru ansi langt frá því að geta talist sigurstranglegir. Það kemur auðvitað ekki á óvart að forsætisráðherrann fyrrverandi Katrín Jakobsdóttir hafi mest fylgi en það sem kannski meiru skiptir þar er samsetningin á því fylgi. Hún hefur mest fylgi í elstu aldurshópunum og það eru nú þeir sem eru líklegri til að mæta á kjörstað. Þannig að hún getur þá notið þess ef að líkum lætur. “ Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Þá segir Eiríkur að áhugavert verði að sjá hvernig næstu kannanir koma út. „Ég held að fylgið hafi ekki sest almennilega enn þá. Auðvitað gefur þessi könnun mjög sterka vísbendingu um þessa þrjá helstu frambjóðendur en það getur enn þá verið töluvert flot á þessu en við höfum líka séð í fyrri forsetakjörum að fylgistölurnar hafa breyst allnokkuð eftir því sem nálgast kjördag.“
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira