„Hart og ljótt brot“ en Sveindís slapp með slitin liðbönd Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2024 09:30 Sveindís Jane Jónsdóttir studd af velli í Aachen í síðustu viku, eftir að hafa slitið tvö liðbönd í öxl. Getty/Marco Steinbrenner Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, kveðst þakklát yfir því að geta spilað fótbolta á ný fyrr en óttast var í fyrstu, eftir að hún meiddist í öxl í leiknum við Þýskaland í síðsutu viku. Sveindís meiddist í fyrri hálfleik þegar liðsfélagi hennar úr stórliði Wolfsburg, Kathrin Hendrich, braut á henni. „Brotið var vissulega hart og ljótt. Hún tekur hana bara illa niður og Sveindís lendir illa,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari meðal annars um brotið. Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði gekk lengra í viðtali við Fótbolta.net og sagði: „Þetta var viljandi. Mér fannst þetta ógeðslega ljótt brot.“ Getur spilað fyrr en búist var við Sveindís slapp þó við beinbrot og fór ekki úr axlarlið, en hún greinir frá því á Instagram að tvö liðbönd í öxlinni hafi rofnað. „En sem betur fer mun ég geta spilað aftur fyrr en búist var við,“ skrifaði Sveindís og þakkaði fyrir öll skilaboðin sem henni hafa borist undanfarið. Hún tók hins vegar ekki fram hve lengi væri búist við að hún yrði frá keppni. Sveindís Jane Jónsdóttir birti þessa færslu á Instagram þar sem hún greindi frá meiðslum sínum og þakkaði fyrir öll skilaboðin sem hún hefur fengið.Instagram/@sveindisss Sveindís missti af nánast öllum fyrri hluta tímabilsins, og þar með öllum sex leikjum Íslands í Þjóðadeildinni fyrir áramót, vegna meiðsla. Hún hefur því aðeins leikið átta deildarleiki fyrir Wolfsburg í vetur. Sveindís er vitaskuld ekki í liði Wolfsburg sem mætir Freiburg í dag í þýsku 1. deildinni í fótbolta, en þar eru möguleikar Wolfsburg á titli nánast úr sögunni eftir tapið stóra gegn Bayern München í síðasta mánuði. Bayern hefur nú sjö stiga forskot þegar fimm umferðir eru eftir. Styttist í bikarúrslitaleik og leiki um EM-sæti Núna er hins vegar spurning hvort Sveindís geti mögulega tekið þátt í bikarúrslitaleiknum gegn Bayern 9. maí, en ekki liggur fyrir hve lengi hún verður frá keppni. Næstu landsleikir Íslands eru svo tveir afar mikilvægir leikir við Austurríki, 31. maí ytra og 3. júní á Íslandi, en þeir leikir gætu skorið úr um hvort liðanna kemst beint inn á EM 2025 í Sviss. Ísland er í þeirri stöðu eftir að hafa byrjað undankeppnina á 3-0 sigri gegn Pólverjum, þar sem Sveindís skoraði sitt tíunda landsliðsmark en hún hefur leikið 36 A-landsleiki. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Sveindís meiddist í fyrri hálfleik þegar liðsfélagi hennar úr stórliði Wolfsburg, Kathrin Hendrich, braut á henni. „Brotið var vissulega hart og ljótt. Hún tekur hana bara illa niður og Sveindís lendir illa,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari meðal annars um brotið. Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði gekk lengra í viðtali við Fótbolta.net og sagði: „Þetta var viljandi. Mér fannst þetta ógeðslega ljótt brot.“ Getur spilað fyrr en búist var við Sveindís slapp þó við beinbrot og fór ekki úr axlarlið, en hún greinir frá því á Instagram að tvö liðbönd í öxlinni hafi rofnað. „En sem betur fer mun ég geta spilað aftur fyrr en búist var við,“ skrifaði Sveindís og þakkaði fyrir öll skilaboðin sem henni hafa borist undanfarið. Hún tók hins vegar ekki fram hve lengi væri búist við að hún yrði frá keppni. Sveindís Jane Jónsdóttir birti þessa færslu á Instagram þar sem hún greindi frá meiðslum sínum og þakkaði fyrir öll skilaboðin sem hún hefur fengið.Instagram/@sveindisss Sveindís missti af nánast öllum fyrri hluta tímabilsins, og þar með öllum sex leikjum Íslands í Þjóðadeildinni fyrir áramót, vegna meiðsla. Hún hefur því aðeins leikið átta deildarleiki fyrir Wolfsburg í vetur. Sveindís er vitaskuld ekki í liði Wolfsburg sem mætir Freiburg í dag í þýsku 1. deildinni í fótbolta, en þar eru möguleikar Wolfsburg á titli nánast úr sögunni eftir tapið stóra gegn Bayern München í síðasta mánuði. Bayern hefur nú sjö stiga forskot þegar fimm umferðir eru eftir. Styttist í bikarúrslitaleik og leiki um EM-sæti Núna er hins vegar spurning hvort Sveindís geti mögulega tekið þátt í bikarúrslitaleiknum gegn Bayern 9. maí, en ekki liggur fyrir hve lengi hún verður frá keppni. Næstu landsleikir Íslands eru svo tveir afar mikilvægir leikir við Austurríki, 31. maí ytra og 3. júní á Íslandi, en þeir leikir gætu skorið úr um hvort liðanna kemst beint inn á EM 2025 í Sviss. Ísland er í þeirri stöðu eftir að hafa byrjað undankeppnina á 3-0 sigri gegn Pólverjum, þar sem Sveindís skoraði sitt tíunda landsliðsmark en hún hefur leikið 36 A-landsleiki.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira