Segir útséð um hvalveiðar í sumar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2024 08:40 Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf er ekki bjartsýnn á að hægt verði að veiða hval í sumar. Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. Í samtali við Morgunblaðið segir Kristján að Hvalur hf. bíði enn eftir svörum frá matvælaráðherra við umsókn um leyfi til veiða á langreiðum. Umsóknin var send þann 30. janúar síðastliðinn. Svar barst frá ráðuneytinu um fimmtíu dögum síðar, þar sem óskað var eftir nánari upplýsingum frá fyrirtækinu um hvort og þá hvernig það uppfyllti kröfur tiltekinna laga og reglugerða. Tekið var fram að til skoðunar væri að veita leyfið eingöngu til eins árs í senn. „Það er augljóst í mínum huga að matvælaráðuneytið, undir forystu ráðherra Vinstri-grænna, skeytir engu um niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og heldur skipulega áfram í sinni vegferð að reyna að leggja atvinnustarfsemina af, þótt hún byggist á lögum,“ er haft eftir Kristjáni Loftssyni í Morgunblaðinu. Ef ekki væri útséð um starfsleyfi sé ekki hægt að ganga í mannaráðningar og kaup á aðföngum, sem sé forsenda þess að hægt sé að halda til veiða. Hvalur svaraði því erindi Matvælaráðuneytisins og benti á að fyrirsjáanleiki væri afar mikilvægur. Tekið var fram að með því að veita leyfi til eins árs í senn væri raunar verið að leggja grunn að því að gera atvinnustarfsemina óstarfhæfa. Hvalir Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45 „Ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, vildi ekki tjá sig um það í gær hvort hún myndi heimila eða banna hvalveiðar. Hún var þó afdráttarlaus um afstöðu sína á þingfundi í febrúar árið 2019. 10. apríl 2024 08:28 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Sjá meira
Í samtali við Morgunblaðið segir Kristján að Hvalur hf. bíði enn eftir svörum frá matvælaráðherra við umsókn um leyfi til veiða á langreiðum. Umsóknin var send þann 30. janúar síðastliðinn. Svar barst frá ráðuneytinu um fimmtíu dögum síðar, þar sem óskað var eftir nánari upplýsingum frá fyrirtækinu um hvort og þá hvernig það uppfyllti kröfur tiltekinna laga og reglugerða. Tekið var fram að til skoðunar væri að veita leyfið eingöngu til eins árs í senn. „Það er augljóst í mínum huga að matvælaráðuneytið, undir forystu ráðherra Vinstri-grænna, skeytir engu um niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og heldur skipulega áfram í sinni vegferð að reyna að leggja atvinnustarfsemina af, þótt hún byggist á lögum,“ er haft eftir Kristjáni Loftssyni í Morgunblaðinu. Ef ekki væri útséð um starfsleyfi sé ekki hægt að ganga í mannaráðningar og kaup á aðföngum, sem sé forsenda þess að hægt sé að halda til veiða. Hvalur svaraði því erindi Matvælaráðuneytisins og benti á að fyrirsjáanleiki væri afar mikilvægur. Tekið var fram að með því að veita leyfi til eins árs í senn væri raunar verið að leggja grunn að því að gera atvinnustarfsemina óstarfhæfa.
Hvalir Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45 „Ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, vildi ekki tjá sig um það í gær hvort hún myndi heimila eða banna hvalveiðar. Hún var þó afdráttarlaus um afstöðu sína á þingfundi í febrúar árið 2019. 10. apríl 2024 08:28 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Sjá meira
Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45
„Ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, vildi ekki tjá sig um það í gær hvort hún myndi heimila eða banna hvalveiðar. Hún var þó afdráttarlaus um afstöðu sína á þingfundi í febrúar árið 2019. 10. apríl 2024 08:28