Danski tvíburinn sló óvænt í gegn fyrir myrkur Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 07:30 Nicolai Højgaard glaðbeitur á Augusta-vellinum í Georgíu í gær. Getty/Jamie Squire Bandaríkjamennirnir Bryson DeChambeau og Scottie Scheffler eru í efstu tveimur sætunum eftir fyrsta hring á Masters-mótinu í golfi. Ekki náðu allir að ljúka hringnum í gær og þar á meðal er Daninn Nicolai Höjgaard sem er í 3. sæti á sínu fyrsta Masters-móti. DeChambeau lék á -7 höggum í gær og Scheffler, efsti maður heimslistans, er aðeins höggi á eftir honum eftir eintóma fugla og pör í gær. Stöðuna má sjá hér. Hinn 23 ára Höjgaard vakti hins vegar ekki síður athygli en hann er einn í 3. sætinu á -5 höggum og á eftir þrjár holur á fyrsta hring. Upphaf keppni í gær frestaðist nefnilega vegna úrhellis og Höjgaard, Max Homa, Tiger Woods og fleiri náðu ekki alveg að ljúka hringnum vegna myrkurs. Þeir þurfa því að klára hringinn snemma í dag og spila svo einnig annan hring, og spurning hvernig Woods höndlar það álag en hann segist finna fyrir verkjum daglega, eftir tíð meiðsli síðustu ár. Woods er á -1 höggi eftir sautján holur. Vippaði tvisvar ofan í Hinn danski Höjgaard sýndi snilldartakta á 7. og 12. holu þegar hann vippaði boltanum ofan í og var vel fagnað. After holing out for birdie on No. 7, Nicolai Højgaard chips in on No. 12 to move to four under par. #themasters pic.twitter.com/Z0uXdKoxNo— The Masters (@TheMasters) April 11, 2024 Höjgaard vakti fyrst athygli þegar hann varð Evrópumeistari áhugamanna árið 2018, sem skilaði honum inn á hans fyrsta risamót, The Open 2018. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð þar en varð atvinnumaður 2019. Hann hefur unnið þrjá sigra á mótum á Evrópumótaröðinni og tekið þátt í alls fimm risamótum, en besti árangur hans á þeim hingað til var 23. sæti á The Open í fyrra. Tvíburabróðir Höjgaard, Rasmus, er einnig kylfingur og spilar á Evrópumótaröðinni, og árið 2021 urðu þeir fyrstu bræðurnir til að vinna mót með viku millibili á mótaröðinni. Nicolai Höjgaard er í 38. sæti heimslistans en Rasmus bróðir hans í 81. sæti. Masters-mótið heldur áfram í dag og bein útsending hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport 4. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Golf Masters-mótið Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
DeChambeau lék á -7 höggum í gær og Scheffler, efsti maður heimslistans, er aðeins höggi á eftir honum eftir eintóma fugla og pör í gær. Stöðuna má sjá hér. Hinn 23 ára Höjgaard vakti hins vegar ekki síður athygli en hann er einn í 3. sætinu á -5 höggum og á eftir þrjár holur á fyrsta hring. Upphaf keppni í gær frestaðist nefnilega vegna úrhellis og Höjgaard, Max Homa, Tiger Woods og fleiri náðu ekki alveg að ljúka hringnum vegna myrkurs. Þeir þurfa því að klára hringinn snemma í dag og spila svo einnig annan hring, og spurning hvernig Woods höndlar það álag en hann segist finna fyrir verkjum daglega, eftir tíð meiðsli síðustu ár. Woods er á -1 höggi eftir sautján holur. Vippaði tvisvar ofan í Hinn danski Höjgaard sýndi snilldartakta á 7. og 12. holu þegar hann vippaði boltanum ofan í og var vel fagnað. After holing out for birdie on No. 7, Nicolai Højgaard chips in on No. 12 to move to four under par. #themasters pic.twitter.com/Z0uXdKoxNo— The Masters (@TheMasters) April 11, 2024 Höjgaard vakti fyrst athygli þegar hann varð Evrópumeistari áhugamanna árið 2018, sem skilaði honum inn á hans fyrsta risamót, The Open 2018. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð þar en varð atvinnumaður 2019. Hann hefur unnið þrjá sigra á mótum á Evrópumótaröðinni og tekið þátt í alls fimm risamótum, en besti árangur hans á þeim hingað til var 23. sæti á The Open í fyrra. Tvíburabróðir Höjgaard, Rasmus, er einnig kylfingur og spilar á Evrópumótaröðinni, og árið 2021 urðu þeir fyrstu bræðurnir til að vinna mót með viku millibili á mótaröðinni. Nicolai Höjgaard er í 38. sæti heimslistans en Rasmus bróðir hans í 81. sæti. Masters-mótið heldur áfram í dag og bein útsending hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport 4. Mótinu lýkur á sunnudaginn.
Golf Masters-mótið Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira