Íslenska Rocket League-deildin farin af stað Arnar Gauti Bjarkason skrifar 12. apríl 2024 12:01 Deildin ber heitið GR-deildin, en GR Verk eru styrkjendur deildarinnar. Áttunda tímabil GR Verk deildarinnar í Rocket League hófst á þriðjudaginn í síðustu viku þann 2. apríl á twitch rás íslenska Rocket League samfélagsins.Alls taka 6 lið þátt í mótinu en þetta eru liðin DUSTY, Þór, 354 Esports, OMON, Quick Esports og OGV. Notast er við þrefalt Round-Robin format á þessu átta vikna keppnistímabili og eru allir leikir BO5. 1.umferð Áttunda tímabilið hófst með 1. umferð deildarinnar þriðjudagskvöldið 2. apríl kl. 19:40 og voru spilaðar þrjár viðureignir. Voru þetta viðureginirnar DUSTY gegn Quick Esports, Þór gegn OMON og 354 gegn OGV. DUSTY komu sterkir inn í 1. umferð deildarinnar með 3-0 sigri gegn Quick Esports en fyrsti leikurinn fór 3-1, annar leikurinn einnig 3-1 og sá þriðji 6-0 allt DUSTY í hag. Viðureignin Þór gegn Omon fór 3-0 Þór í vil og komu Þórsarar því einnig afar sterkir inn í 1. umferðina. Fyrsti leikurinn fór 4-2, annar leikurinn 4-1 og sá þriðji 3-2. Þriðja viðureign kvöldsins var 354 gegn OGV. Hófst viðureignin með 4-1 sigri OGV í fyrstu tveimur leikjunum en 354 svöruðu andstæðingi sínum með 2-1 sigri í þriðja leiknum. Þó dugði það ekki til þar sem að OGV vann fjórða leikinn 3-1 og þar með lauk 1. umferðinni. 2. umferð Önnur umferð fyrstu vikunnar hófst fimmtudagskvöldið 4. apríl kl. 19:40. Þar mættust Quick Esports gegn OGV, DUSTY gegn OMON og Þór gegn 354. Kvöldið hófst með hnífjöfnum leik Quick Esport og OGV. Staðan var 1-1 þar til að tími leiksins rann út en sá leikur fór í framlengingu. Endaði barráttan með sigri Quick Esport 2-1 í fyrsta leik. Gæfan fylgdi þó ekki Quick Esports í þeim leikjum sem eftir voru af viðureigninni þar sem að OGV vann öruggan sigur gegn Quick Esports 3-0 í öðrum leiknum, 5-0 í hinum þriðja og 4-1 í þeim fjórða. Fór viðureignin því 3-1 OGV í vil. Jafnframt var hildarleikur DUSTY gegn OMON einkar spennandi. DUSTY unnu fyrstu tvo leikina örugglega 3-0 og 3-1 en OMON fengu loks vind í seglin í þriðja leiknum sem fór 3-1 fyrir OMON. Í fjórða leik viðureignarinnar var DUSTY 2 mörkum yfir en OMON náður að jafna metin í 2-2 en leikurinn fór í 14 sekúndna framlengingu sem endaði með sigri DUSTY 3-2 gegn OMON. Lokaniðurstaða þessarar viðureignar var þá 3-1 fyrir DUSTY. Bardagi Þórs og 354 endaði með 3-0 sigri í viðureigninni og mætti því taka svo til orða að Þór hafi unnið öruggan sigur gegn 354.Fyrsti leikurinn var frekar tæpur og fór í 20 sekúndna framlengingu en Þór unnu þann leik 3-2. Annar leikurinn fór síðan 1-0 og sá þriðji 2-0 Þórsurum í vil. Fylgjast má með deildinni á Twitch-rás íslenska Rocket-league samfélagsins og á Discord-servernum þeirra. Rafíþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn
1.umferð Áttunda tímabilið hófst með 1. umferð deildarinnar þriðjudagskvöldið 2. apríl kl. 19:40 og voru spilaðar þrjár viðureignir. Voru þetta viðureginirnar DUSTY gegn Quick Esports, Þór gegn OMON og 354 gegn OGV. DUSTY komu sterkir inn í 1. umferð deildarinnar með 3-0 sigri gegn Quick Esports en fyrsti leikurinn fór 3-1, annar leikurinn einnig 3-1 og sá þriðji 6-0 allt DUSTY í hag. Viðureignin Þór gegn Omon fór 3-0 Þór í vil og komu Þórsarar því einnig afar sterkir inn í 1. umferðina. Fyrsti leikurinn fór 4-2, annar leikurinn 4-1 og sá þriðji 3-2. Þriðja viðureign kvöldsins var 354 gegn OGV. Hófst viðureignin með 4-1 sigri OGV í fyrstu tveimur leikjunum en 354 svöruðu andstæðingi sínum með 2-1 sigri í þriðja leiknum. Þó dugði það ekki til þar sem að OGV vann fjórða leikinn 3-1 og þar með lauk 1. umferðinni. 2. umferð Önnur umferð fyrstu vikunnar hófst fimmtudagskvöldið 4. apríl kl. 19:40. Þar mættust Quick Esports gegn OGV, DUSTY gegn OMON og Þór gegn 354. Kvöldið hófst með hnífjöfnum leik Quick Esport og OGV. Staðan var 1-1 þar til að tími leiksins rann út en sá leikur fór í framlengingu. Endaði barráttan með sigri Quick Esport 2-1 í fyrsta leik. Gæfan fylgdi þó ekki Quick Esports í þeim leikjum sem eftir voru af viðureigninni þar sem að OGV vann öruggan sigur gegn Quick Esports 3-0 í öðrum leiknum, 5-0 í hinum þriðja og 4-1 í þeim fjórða. Fór viðureignin því 3-1 OGV í vil. Jafnframt var hildarleikur DUSTY gegn OMON einkar spennandi. DUSTY unnu fyrstu tvo leikina örugglega 3-0 og 3-1 en OMON fengu loks vind í seglin í þriðja leiknum sem fór 3-1 fyrir OMON. Í fjórða leik viðureignarinnar var DUSTY 2 mörkum yfir en OMON náður að jafna metin í 2-2 en leikurinn fór í 14 sekúndna framlengingu sem endaði með sigri DUSTY 3-2 gegn OMON. Lokaniðurstaða þessarar viðureignar var þá 3-1 fyrir DUSTY. Bardagi Þórs og 354 endaði með 3-0 sigri í viðureigninni og mætti því taka svo til orða að Þór hafi unnið öruggan sigur gegn 354.Fyrsti leikurinn var frekar tæpur og fór í 20 sekúndna framlengingu en Þór unnu þann leik 3-2. Annar leikurinn fór síðan 1-0 og sá þriðji 2-0 Þórsurum í vil. Fylgjast má með deildinni á Twitch-rás íslenska Rocket-league samfélagsins og á Discord-servernum þeirra.
Rafíþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn