Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 15:18 Margrét Kristín Blöndal, eða Magga Stína, eins og flestir þekkja hana mótmælti á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. Birgir Ármannson, forseti þingsins, sagði um sjö mínútum yfir 15 að mótmælendur yrðu að víkja og hafa þögn. Bjarni byrjaði að tala stuttu áður. Magga Stína var ósátt við yfirlýsingar Bjarna um útlendingamál.Vísir/Vilhelm Á meðan Bjarni talaði hrópaði Magga Stína að honum. Tveimur öðrum var vísað af þingpöllunum vegna hávaða. Bjarni gerði hlé á máli sínu á meðan hrópað var að honum í stutta stund en hélt svo áfram eftir að forseti þingsins bað mótmælendur að hafa þögn. Magga Stína hefur verið áberandi á mótmælum vegna átaka á Gasa. Þegar hún hrópaði að Bjarna var hann í yfirlýsingu sinni að ræða frumvörp dómsmálaráðherra um útlendingamál og að það væri grundvallaratriði að þau yrði kláruð á þessu þingi sem nú stendur yfir. „Traust landamæri eru grundvallaratriði í fullveldi hvers ríkis. Séríslenskar reglur mega ekki auka þrýsting á landamærin á Íslandi þannig að innviðir gefi eftir,“ sagði Bjarni og að við þyrftum að bera okkur saman við okkar nágrannaríki. Möggu Stínu var fylgt út. Vísir/Vilhelm „Ástandið eins og það sem við höfum horft upp á undanfarin misseri er ósjálfbært og óásættanlegt. Stjórn á fjölda þeirra sem hingað sækja er forsenda þess að við getum tekið vel á móti þeim sem eiga rétt á að fá hér skjól,“ sagði Bjarni og þá byrjaði Margrét að hrópa. Annað atvikið á stuttum tíma Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis fyrir um mánuði síðan sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var þá í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Maðurinn sem hrópaði og kallaði sagðist síðar ekki trúa því að hann hefði gert það. Hægt er að fylgjast með yfirlýsingu forsætisráðherra og umræðum um hana hér að neðan. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Viss um að Svandís yfirgefi Bjarna eins og Katrín Þingkona Viðreisnar er viss um að ríkisstjórnin lifi ekki af kjörtímabilið. Þingkona Pírata segist þreytt á því að hugsa um það og segist hætt að hugsa um það. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fullvíst að ríkisstjórnin þrauki fram að kosningum næsta haust. Þetta kom fram í Pallborði á Vísi í dag. 10. apríl 2024 14:50 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Birgir Ármannson, forseti þingsins, sagði um sjö mínútum yfir 15 að mótmælendur yrðu að víkja og hafa þögn. Bjarni byrjaði að tala stuttu áður. Magga Stína var ósátt við yfirlýsingar Bjarna um útlendingamál.Vísir/Vilhelm Á meðan Bjarni talaði hrópaði Magga Stína að honum. Tveimur öðrum var vísað af þingpöllunum vegna hávaða. Bjarni gerði hlé á máli sínu á meðan hrópað var að honum í stutta stund en hélt svo áfram eftir að forseti þingsins bað mótmælendur að hafa þögn. Magga Stína hefur verið áberandi á mótmælum vegna átaka á Gasa. Þegar hún hrópaði að Bjarna var hann í yfirlýsingu sinni að ræða frumvörp dómsmálaráðherra um útlendingamál og að það væri grundvallaratriði að þau yrði kláruð á þessu þingi sem nú stendur yfir. „Traust landamæri eru grundvallaratriði í fullveldi hvers ríkis. Séríslenskar reglur mega ekki auka þrýsting á landamærin á Íslandi þannig að innviðir gefi eftir,“ sagði Bjarni og að við þyrftum að bera okkur saman við okkar nágrannaríki. Möggu Stínu var fylgt út. Vísir/Vilhelm „Ástandið eins og það sem við höfum horft upp á undanfarin misseri er ósjálfbært og óásættanlegt. Stjórn á fjölda þeirra sem hingað sækja er forsenda þess að við getum tekið vel á móti þeim sem eiga rétt á að fá hér skjól,“ sagði Bjarni og þá byrjaði Margrét að hrópa. Annað atvikið á stuttum tíma Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis fyrir um mánuði síðan sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var þá í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Maðurinn sem hrópaði og kallaði sagðist síðar ekki trúa því að hann hefði gert það. Hægt er að fylgjast með yfirlýsingu forsætisráðherra og umræðum um hana hér að neðan.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Viss um að Svandís yfirgefi Bjarna eins og Katrín Þingkona Viðreisnar er viss um að ríkisstjórnin lifi ekki af kjörtímabilið. Þingkona Pírata segist þreytt á því að hugsa um það og segist hætt að hugsa um það. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fullvíst að ríkisstjórnin þrauki fram að kosningum næsta haust. Þetta kom fram í Pallborði á Vísi í dag. 10. apríl 2024 14:50 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Viss um að Svandís yfirgefi Bjarna eins og Katrín Þingkona Viðreisnar er viss um að ríkisstjórnin lifi ekki af kjörtímabilið. Þingkona Pírata segist þreytt á því að hugsa um það og segist hætt að hugsa um það. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fullvíst að ríkisstjórnin þrauki fram að kosningum næsta haust. Þetta kom fram í Pallborði á Vísi í dag. 10. apríl 2024 14:50