„Mörkin sem við fáum á okkur helst til of einföld“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 20:33 Glódís Perla var til viðtals eftir 3-1 tap Íslands í Þýskalandi gegn heimakonum í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2025 Vísir Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta upplifir blendnar tilfinningar í kjölfar 3-1 taps gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld. Liðin mættust á Tivoli leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands þar sem að Þjóðverjar komust strax yfir á upphafsmínútum leiksins. Íslenska liðið vann sig til baka en varð svo fyrir áfalli er Sveindís Jane, sem hafði verið með bestu leikmönnum vallarins var tekin úr leik eftir harkalegt brot. „Blendnar tilfinningar. Mér fannst við á köflum vera góðar. Leikplanið í byrjun leiks var gott, mér fannst það vera að ganga upp. Auðvitað lendum við í smá mótlæti þegar að Sveindís meiðist og þarf að fara út af. Það riðlar planinu okkar. Fáum inn öðruvísi leikmann og náum ekki að ógna þeim eins mikið bakvið línu líkt og við vorum að gera í byrjun leiks. Þá voru mörkin sem við fáum á okkur helst til of einföld. Það er erfitt að halda hreinu á móti Þýskalandi en maður vill að þær þurfi að hafa meira fyrir því að skora mörkin heldur en mörkin sem þær skora í fyrri hálfleik. Samt sem áður finnst mér liðið gefa allt í þennan leik. Vinnuframlag frá öllum upp á tíu.“ Hvernig horfir brotið á Sveindísi við þér? „Ég hef ekki séð þetta aftur en bara frekar ljótt brot held ég. Það þarf alveg mikið átak til þess að toga einhvern úr lið. Við vitum svo sem ekki alveg hvað gerðist en það þarf mikið til. Og þetta var viljandi. Mér finnst þetta bara ógeðslega ljótt brot." Austurríki, sem einnig er í riðli með Íslandi, vann sinn leik gegn Póllandi í kvöld og því eru Ísland og Austurríki jöfn að stigum eftir fyrstu tvær umferðir undankeppninnar með þrjú stig. Liðin mætast tvívegis í næsta landsleikjaglugga. Tveir úrslitaleikir framundan sem munu segja mikið um möguleika Íslands á EM sæti. „Þetta verða hörkuleikir. Austurríki er með gott lið. Þær skoruðu tvö mörk á móti Þýskalandi og voru nálægt því að vinna leikinn. Áttu víst ekki að fá á sig þetta víti sem kláraði leikinn fyrir Þýskaland. Þetta verður hörku verkefni. Tveir úrslitaleikir. Við byrjum á útivelli og skiptir því miklu máli að ná í úrslit þar. Svo tökum við bara leik fyrir leik.“ Viðtalið við Glódísi Perlu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira
Liðin mættust á Tivoli leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands þar sem að Þjóðverjar komust strax yfir á upphafsmínútum leiksins. Íslenska liðið vann sig til baka en varð svo fyrir áfalli er Sveindís Jane, sem hafði verið með bestu leikmönnum vallarins var tekin úr leik eftir harkalegt brot. „Blendnar tilfinningar. Mér fannst við á köflum vera góðar. Leikplanið í byrjun leiks var gott, mér fannst það vera að ganga upp. Auðvitað lendum við í smá mótlæti þegar að Sveindís meiðist og þarf að fara út af. Það riðlar planinu okkar. Fáum inn öðruvísi leikmann og náum ekki að ógna þeim eins mikið bakvið línu líkt og við vorum að gera í byrjun leiks. Þá voru mörkin sem við fáum á okkur helst til of einföld. Það er erfitt að halda hreinu á móti Þýskalandi en maður vill að þær þurfi að hafa meira fyrir því að skora mörkin heldur en mörkin sem þær skora í fyrri hálfleik. Samt sem áður finnst mér liðið gefa allt í þennan leik. Vinnuframlag frá öllum upp á tíu.“ Hvernig horfir brotið á Sveindísi við þér? „Ég hef ekki séð þetta aftur en bara frekar ljótt brot held ég. Það þarf alveg mikið átak til þess að toga einhvern úr lið. Við vitum svo sem ekki alveg hvað gerðist en það þarf mikið til. Og þetta var viljandi. Mér finnst þetta bara ógeðslega ljótt brot." Austurríki, sem einnig er í riðli með Íslandi, vann sinn leik gegn Póllandi í kvöld og því eru Ísland og Austurríki jöfn að stigum eftir fyrstu tvær umferðir undankeppninnar með þrjú stig. Liðin mætast tvívegis í næsta landsleikjaglugga. Tveir úrslitaleikir framundan sem munu segja mikið um möguleika Íslands á EM sæti. „Þetta verða hörkuleikir. Austurríki er með gott lið. Þær skoruðu tvö mörk á móti Þýskalandi og voru nálægt því að vinna leikinn. Áttu víst ekki að fá á sig þetta víti sem kláraði leikinn fyrir Þýskaland. Þetta verður hörku verkefni. Tveir úrslitaleikir. Við byrjum á útivelli og skiptir því miklu máli að ná í úrslit þar. Svo tökum við bara leik fyrir leik.“ Viðtalið við Glódísi Perlu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira