„Fáum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2024 20:05 Karólína Lea kom að marki Íslands með góðri aukaspyrnu út á velli. Christof Koepsel/Getty Images „Frammistaðan var fín, við gáfum allt í leikinn,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir um frammistöðu Íslands í 3-1 tapinu gegn Þýskalandi ytra í undankeppni EM 2025. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lék í kvöld sinn annan leik í undankeppninni en EM fer fram í Sviss á næsta ári. Ísland vann góðan sigur á Póllandi í fyrstu umferð en átti við ofurefli að etja í kvöld. Þá hjálpaði ekki að Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd út af í stöðunni 1-1. „Við erum mjög óheppnar að missa Sveindísi Jane út af. Leikplanið skaddaðist aðeins við það. Ekkert að setja út á Bryndísi (Örnu Níelsdóttur), hún er bara allt öðruvísi leikmaður. Við gáfum 100 prósent í leikinn og getum verið stoltar af því.“ „Við fáum færi úr aukaspyrnum, skorum og fáum færi eftir innköst sem eru alltaf hættuleg. Súrt að hafa ekki klárað það en þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og við vissum að við þyrftum að gefa allt í þetta. Fannst við gera það og óheppnar að þær áttu mjög góðan leik í dag fannst mér. Við lærum bara af þessu.“ Um brotið á Sveindísi Jane og sóknarleik Íslands „Er ekki búin að sjá þetta aftur. Leit mjög illa út og einhverjir vilja meina að þetta hafa verið rautt spjald. Erfitt að segja, leit rosalega illa út og ég hugsa til hennar núna. Vonandi er þetta ekki of slæmt.“ „Hún er rosalega mikilvæg í okkar sóknarleik, eins og er búið að sjást í síðustu leikjum. Hún kemur með þennan hraða sem okkur vantar þegar hún er ekki inn á. Að sama skapi erum við með aðra frábæra leikmenn sem koma í hennar stað, Bryndís Arna gerir mjög vel.“ „Vonandi eru þetta ekki of slæm meiðsli og hún getur komið í næsta verkefni.“ Um fyrstu tvo leikina í undankeppninni „Held að þetta sé skref fram úr við úr Þjóðadeildinni, töpum mjög illa í Þýskalandi síðast. Klárlega skref fram á við þó þetta sé tap. Gáfum allt í þetta og spilum mjög vel á móti Póllandi. Eigum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana en klúðrum þeim. Þurfum að gera enn betur í næsta glugga.“ Klippa: Karólína Lea eftir tap Íslands: Fáum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lék í kvöld sinn annan leik í undankeppninni en EM fer fram í Sviss á næsta ári. Ísland vann góðan sigur á Póllandi í fyrstu umferð en átti við ofurefli að etja í kvöld. Þá hjálpaði ekki að Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd út af í stöðunni 1-1. „Við erum mjög óheppnar að missa Sveindísi Jane út af. Leikplanið skaddaðist aðeins við það. Ekkert að setja út á Bryndísi (Örnu Níelsdóttur), hún er bara allt öðruvísi leikmaður. Við gáfum 100 prósent í leikinn og getum verið stoltar af því.“ „Við fáum færi úr aukaspyrnum, skorum og fáum færi eftir innköst sem eru alltaf hættuleg. Súrt að hafa ekki klárað það en þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og við vissum að við þyrftum að gefa allt í þetta. Fannst við gera það og óheppnar að þær áttu mjög góðan leik í dag fannst mér. Við lærum bara af þessu.“ Um brotið á Sveindísi Jane og sóknarleik Íslands „Er ekki búin að sjá þetta aftur. Leit mjög illa út og einhverjir vilja meina að þetta hafa verið rautt spjald. Erfitt að segja, leit rosalega illa út og ég hugsa til hennar núna. Vonandi er þetta ekki of slæmt.“ „Hún er rosalega mikilvæg í okkar sóknarleik, eins og er búið að sjást í síðustu leikjum. Hún kemur með þennan hraða sem okkur vantar þegar hún er ekki inn á. Að sama skapi erum við með aðra frábæra leikmenn sem koma í hennar stað, Bryndís Arna gerir mjög vel.“ „Vonandi eru þetta ekki of slæm meiðsli og hún getur komið í næsta verkefni.“ Um fyrstu tvo leikina í undankeppninni „Held að þetta sé skref fram úr við úr Þjóðadeildinni, töpum mjög illa í Þýskalandi síðast. Klárlega skref fram á við þó þetta sé tap. Gáfum allt í þetta og spilum mjög vel á móti Póllandi. Eigum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana en klúðrum þeim. Þurfum að gera enn betur í næsta glugga.“ Klippa: Karólína Lea eftir tap Íslands: Fáum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira