Beðið niðurstöðu varðandi meiðsli Sveindísar: „Brotið hart og ljótt“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 20:07 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands var til viðtals eftir 3-1 tap liðsins í Þýskalandi í kvöld Vísir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er heilt fyrir sáttur með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik í 3-1 tapi gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í Aachen í kvöld. Sveindís Jane fór meidd af velli eftir fólskulegt brot og segir Þorsteinn að beðið sé eftir niðurstöðu um það hversu alvarleg meiðslin séu í raun og veru. „Mér finnst frammistaða í fyrri hálfleik heilt yfir mjög fín,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leik. „Við byrjuðum kannski ekkert alltof vel. Það lá aðeins á okkur og þær skora náttúrulega snemma. Eftir það fannst mér við þó eiga vel við þetta, takast vel á við þær. Á sama tíma vorum við að ógna þeim, skapa færi og þorðum að vera með boltann. Leystum pressuna hjá þeim og fengum dauðafæri, þrjú eða fjögur dauðafæri sem við hefðum geta skorað úr. En þú þarft að nýta færin og refsa. Við gerðum það ekki og það var munurinn í fyrri hálfleik. Þær refsuðu en ekki við.“ Klippa: Þorsteinn eftir leik: Brotið á Sveindísi hart og ljótt' Algjör vendipunktur í leiknum varð þegar að Sveindís Jane þurfti að fara af velli eftir fólskulegt brot liðsfélaga síns hjá Wolfsburg, Kathrin Hendrich. „Brotið var vissulega hart og ljótt. Ég veit svo sem ekkert hvort þetta hafi verðskuldað rautt spjald eða eitthvað svoleiðis. Ég sá þetta bara einu sinni. Þó þetta hafi gerst mjög nálægt mér. Hún tekur hana náttúrulega bara niður til að stoppa hana því Sveindís var komin fram hjá henni, var komin með hálfan völlinn og hefði verið á hálfum velli í stöðunni einn á einn. Það var ekki staða sem Þjóðverjarnir vildu lenda í á móti henni." „Hún tekur hana bara illa niður og Sveindís lendir illa. Þau (teymið) töluðu að hugsanlega hefði hún farið úr axlarlið og svo aftur í lið. Eða hvort að viðbeinið hefði hrokkið úr lið. Hún fór bara beint í myndatöku og við fáum væntanlega bara að vita á eftir hver niðurstaðan verður úr því. Hversu raunverulega alvarleg meiðslin eru." Viðtalið við Þorstein í heild sinni. Þar sem að hann leggur sitt mat á frammistöðu liðsins í þessum fyrsta landsliðsglugga í undankeppni EM 2025 og úrslitaleikina tvo framundan gegn Austurríki í næsta landsliðsglugga má sjá hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
„Mér finnst frammistaða í fyrri hálfleik heilt yfir mjög fín,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leik. „Við byrjuðum kannski ekkert alltof vel. Það lá aðeins á okkur og þær skora náttúrulega snemma. Eftir það fannst mér við þó eiga vel við þetta, takast vel á við þær. Á sama tíma vorum við að ógna þeim, skapa færi og þorðum að vera með boltann. Leystum pressuna hjá þeim og fengum dauðafæri, þrjú eða fjögur dauðafæri sem við hefðum geta skorað úr. En þú þarft að nýta færin og refsa. Við gerðum það ekki og það var munurinn í fyrri hálfleik. Þær refsuðu en ekki við.“ Klippa: Þorsteinn eftir leik: Brotið á Sveindísi hart og ljótt' Algjör vendipunktur í leiknum varð þegar að Sveindís Jane þurfti að fara af velli eftir fólskulegt brot liðsfélaga síns hjá Wolfsburg, Kathrin Hendrich. „Brotið var vissulega hart og ljótt. Ég veit svo sem ekkert hvort þetta hafi verðskuldað rautt spjald eða eitthvað svoleiðis. Ég sá þetta bara einu sinni. Þó þetta hafi gerst mjög nálægt mér. Hún tekur hana náttúrulega bara niður til að stoppa hana því Sveindís var komin fram hjá henni, var komin með hálfan völlinn og hefði verið á hálfum velli í stöðunni einn á einn. Það var ekki staða sem Þjóðverjarnir vildu lenda í á móti henni." „Hún tekur hana bara illa niður og Sveindís lendir illa. Þau (teymið) töluðu að hugsanlega hefði hún farið úr axlarlið og svo aftur í lið. Eða hvort að viðbeinið hefði hrokkið úr lið. Hún fór bara beint í myndatöku og við fáum væntanlega bara að vita á eftir hver niðurstaðan verður úr því. Hversu raunverulega alvarleg meiðslin eru." Viðtalið við Þorstein í heild sinni. Þar sem að hann leggur sitt mat á frammistöðu liðsins í þessum fyrsta landsliðsglugga í undankeppni EM 2025 og úrslitaleikina tvo framundan gegn Austurríki í næsta landsliðsglugga má sjá hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira