Tæplega hálf öld síðan Framsókn stýrði ríkisfjármálum Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2024 16:26 Sigurður Ingi verður fjármálaráðherra í kvöld. Vísir/Vilhelm Sigurð Ingi Jóhannsson, sem tekur við fjármálaráðuneytinu í kvöld, segir engar stórar breytingar í farvatninu. Fjármálaáætlun sé tilbúin og á leið fyrir þingið. Þá segir hann að 45 ár séu síðan Framsóknarmaður hélt um stjórntaumana í ríkisfjármálunum. „Mér skilst að það séu 45 ár frá því að Framsókn sat síðast í fjármálaráðuneytinu. Það er kannski kominn tími til. Vissulega eru einhverjar áherslubreytingar með mannabreytingum en stefnan, hún er skýr. Við ætlum að vinna áfram að því að fá kjarasamningana til að virka, þær stuðningsaðgerðir sem við erum að leggja fram, klára þær hratt og vel í þinginu þannig að þær komi til framkvæmda og styðji við það að verðbólga fari lækkandi og vextir þar með, til að bæta bæði hag heimilanna og fyrirtækjanna. Til þess að verðmætasköpunin, sem er sannarlega gríðarlega mikil í landinu og hefur verið að þessi ár, geti verið það áfram,“ segir Sigurður Ingi. Síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins var Tómas Árnason, sem gengdi embættinu milli 1978 og 1979. Tómas Árnason var síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins. Þar til nú.Alþingi Staðan góð til lengri framtíðar Sigurður Ingi segist ekki vera í neinum vafa um að stjórnvöld hafi verið einbeitt í því að styðja við stefnu peningastefnunefndar Seðlabankans á liðnum misserum, bæði með síðustu fjármálaáætlun og fjárlögum sem hafi verið aðhaldssöm. „Staðan er til lengri framtíðar góð en það eru smá áskoranir í gangi með hárri verðbólgu og háum vöxtum. Og þeirri staðreynd að það eru allar hendur á dekki, það er þensla í samfélaginu en Seðlabankinn er enn að reyna að slá á það. Þannig að það er mikilvægt að við í ríkisfjármálunum styðjum við það og það er það sem við höfum verið að gera. Það sem við munum gera.“ Gáfu sér góðan tíma til að ræða ágreiningsefni Hann segir ekkert launungarmál að innan fráfarandi ríkisstjórnar hafi komið upp ágreiningur um einstaka hlut og einstaka málaflokka. Þess vegna hafi leiðtogar ríkisstjórnarinnar gefið sér góðan tíma í það síðustu daga að ræða málin. Þeir hafi komið í Hörpu sannfærðir um að þeir séu á réttri leið og búnir að tala sig saman um hvernig þeir ná utan um ágreiningsmál. „Flokkarnir eru ólíkir, þeir hafa mismunandi stefnur. Það eru málamiðlanir í einstökum málum sem einstaka þingmenn geta átt erfitt með að sætta sig við. Sum málin eru hins vegar þess eðlis og mikilvæg, að þau þurfa að ganga fram. Önnur getum við tekið eitthvað aðeins betur utan um og reynt að gera betur, þannig að fleiri geti sætt sig við þau. Þannig hyggjumst við vinna og við höfum trúað því að það geti gengið.“ Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
„Mér skilst að það séu 45 ár frá því að Framsókn sat síðast í fjármálaráðuneytinu. Það er kannski kominn tími til. Vissulega eru einhverjar áherslubreytingar með mannabreytingum en stefnan, hún er skýr. Við ætlum að vinna áfram að því að fá kjarasamningana til að virka, þær stuðningsaðgerðir sem við erum að leggja fram, klára þær hratt og vel í þinginu þannig að þær komi til framkvæmda og styðji við það að verðbólga fari lækkandi og vextir þar með, til að bæta bæði hag heimilanna og fyrirtækjanna. Til þess að verðmætasköpunin, sem er sannarlega gríðarlega mikil í landinu og hefur verið að þessi ár, geti verið það áfram,“ segir Sigurður Ingi. Síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins var Tómas Árnason, sem gengdi embættinu milli 1978 og 1979. Tómas Árnason var síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins. Þar til nú.Alþingi Staðan góð til lengri framtíðar Sigurður Ingi segist ekki vera í neinum vafa um að stjórnvöld hafi verið einbeitt í því að styðja við stefnu peningastefnunefndar Seðlabankans á liðnum misserum, bæði með síðustu fjármálaáætlun og fjárlögum sem hafi verið aðhaldssöm. „Staðan er til lengri framtíðar góð en það eru smá áskoranir í gangi með hárri verðbólgu og háum vöxtum. Og þeirri staðreynd að það eru allar hendur á dekki, það er þensla í samfélaginu en Seðlabankinn er enn að reyna að slá á það. Þannig að það er mikilvægt að við í ríkisfjármálunum styðjum við það og það er það sem við höfum verið að gera. Það sem við munum gera.“ Gáfu sér góðan tíma til að ræða ágreiningsefni Hann segir ekkert launungarmál að innan fráfarandi ríkisstjórnar hafi komið upp ágreiningur um einstaka hlut og einstaka málaflokka. Þess vegna hafi leiðtogar ríkisstjórnarinnar gefið sér góðan tíma í það síðustu daga að ræða málin. Þeir hafi komið í Hörpu sannfærðir um að þeir séu á réttri leið og búnir að tala sig saman um hvernig þeir ná utan um ágreiningsmál. „Flokkarnir eru ólíkir, þeir hafa mismunandi stefnur. Það eru málamiðlanir í einstökum málum sem einstaka þingmenn geta átt erfitt með að sætta sig við. Sum málin eru hins vegar þess eðlis og mikilvæg, að þau þurfa að ganga fram. Önnur getum við tekið eitthvað aðeins betur utan um og reynt að gera betur, þannig að fleiri geti sætt sig við þau. Þannig hyggjumst við vinna og við höfum trúað því að það geti gengið.“
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira