Fjármálaráðherraflakkið minni á Tinder-sambönd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2024 10:56 Þorbjörg Sigríður segir ríkisstjórnina á Íslandi farna að minna sig á Ítalíu. Vísir/Arnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir fólk vera í lengri samböndum á stefnumótaforritinu Tinder en í stól fjármálaráðherra. Hún fullyrðir að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins verði þriðji fjármálaráðherrann á hálfu ári. „Litla Ítalía?“ spyr Þorbjörg Sigríður í færslu á Facebook. Þingfundi var slitið eftir fimm mínútur í gær í ljósi óvissunnar með ríkisstjórnarsamstarfið eftir að Katrín Jakobsdóttir ákvað að segja skilið við forsætisráðherrastólinn og stjórnamálin og henda sér í forsetaframboð. Sjálfstæðisflokkurinn afgreiddi samstarfstillögu á fundi þingflokksins í gær en þingflokkar VG og Framsóknar funda fyrir hádegi. Taldar eru líkur á því að efnt verði til blaðamannafundar eftir hádegið og niðurstaða úr viðræðum flokkanna þriggja kynntar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mestar líkur á að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra og fjármálaráðuneytið fari undir Framsóknarflokkinn. „Í dag verður kynntur til leiks nýr fjármálaráðherra þegar Sigurður Ingi flytur sig úr innviðaráðuneytinu. Hann verður þá þriðji fjármálaráðherra Íslands á um hálfu ári. Fólk er í Tinder samböndum sem standa lengur en þessi stöðugleiki stóla ríkisstjórnarinnar,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ríkisstjórn Íslands veitir Ítalíu harða samkeppni um pólitískan stöðugleika með því að rúlla ráðherrum á færibandi inn og út úr fjármálaráðuneytinu. Á meðan eru verðbólga og vextir í heimsins hæstu hæðum,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ríkisstjórnin getur ekki kynnt fjármálaáætlun um aðgerðir gegn verðbólgu því starfsmannavelta fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar er svo mikil og mestur tími fer í að semja við sig sjálfa um ráðherrastól vikunnar. Og verðbólgan mallar áfram og vextir á lánum fólksins í landinu lækka ekki.“ Fylgst er með gangi mála í vaktinni á Vísi. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
„Litla Ítalía?“ spyr Þorbjörg Sigríður í færslu á Facebook. Þingfundi var slitið eftir fimm mínútur í gær í ljósi óvissunnar með ríkisstjórnarsamstarfið eftir að Katrín Jakobsdóttir ákvað að segja skilið við forsætisráðherrastólinn og stjórnamálin og henda sér í forsetaframboð. Sjálfstæðisflokkurinn afgreiddi samstarfstillögu á fundi þingflokksins í gær en þingflokkar VG og Framsóknar funda fyrir hádegi. Taldar eru líkur á því að efnt verði til blaðamannafundar eftir hádegið og niðurstaða úr viðræðum flokkanna þriggja kynntar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mestar líkur á að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra og fjármálaráðuneytið fari undir Framsóknarflokkinn. „Í dag verður kynntur til leiks nýr fjármálaráðherra þegar Sigurður Ingi flytur sig úr innviðaráðuneytinu. Hann verður þá þriðji fjármálaráðherra Íslands á um hálfu ári. Fólk er í Tinder samböndum sem standa lengur en þessi stöðugleiki stóla ríkisstjórnarinnar,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ríkisstjórn Íslands veitir Ítalíu harða samkeppni um pólitískan stöðugleika með því að rúlla ráðherrum á færibandi inn og út úr fjármálaráðuneytinu. Á meðan eru verðbólga og vextir í heimsins hæstu hæðum,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ríkisstjórnin getur ekki kynnt fjármálaáætlun um aðgerðir gegn verðbólgu því starfsmannavelta fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar er svo mikil og mestur tími fer í að semja við sig sjálfa um ráðherrastól vikunnar. Og verðbólgan mallar áfram og vextir á lánum fólksins í landinu lækka ekki.“ Fylgst er með gangi mála í vaktinni á Vísi.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira