Áfram saman Elínborg Sturludóttir skrifar 9. apríl 2024 10:31 Í raun er ótrúlega stutt síðan íslenskt samfélag og þjóðkirkjan rönkuðu við sér í réttindamálum hinsegin fólks. Hvað þjóðkirkjuna varðar komst málið virkilega á dagskrá þegar lög um staðfesta samvist fólks af sama kyni tóku gildi í landinu árið 1996. Þá þurfti kirkjan að vinna að og leggja fram form fyrir slíkar athafnir og var málið rætt í þaula á ýmsum prestastefnum. Samhliða hófst vinna við kenningarlega hlið málsins sem biskup leiddi. Það sem fólki fannst þá þurfa að skoða var hjónabandsskilningur í kristinni guðfræði og kristinni hefð og hvernig biblíufræðin móta siðfræði og sýn á hluti eins og sambönd, ástir og manngildi. Þessi vinna öll bar ávöxt og árangur þegar kom að því að íslenska ríkið samþykkti ný hjúskaparlög sem tóku gildi sumarið 2010. Þá um leið var þjóðkirkjan tilbúin með nýtt form fyrir hjónavígslu sem gilti fyrir öll kyn. Þessu finnst mér mikilvægt að halda til haga. Þótt fennt hafi í sporin sem leiddu okkar þangað sem við erum stödd í dag erum við mörg sem munum að stundum var hart tekist á um þessi mál og að alls konar skoðanir voru látnar í ljós. Gæfan var hins vegar sú að með því að taka málin fyrir á faglegan hátt og nýta þær leiðir sem þjóðkirkjan býr yfir til að taka ákvarðanir náðum við svo að segja öll að sameinast um þann veruleika sem við þekkjum í dag, sem er að öll þau sem vilja kirkjulega hjónavígslu geta fengið hana. Og það er dásamlegt að finna að í þeirri endurskoðun sem nú stendur yfir á handbók og helgisiðum kirkjunnar er engin spenna í kringum þetta atriði. Ein af meginreglum sem handbókarnefnd, sem ég á sæti í, hefur sett sér er að helgisiðir og athafnir kirkjunnar endurspegli jafnt aðgengi allra og að allt hinsegin fólk geti fundið sig öruggt og velkomið óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð. Það er góður staður að vera á. En að sama skapi megum við ekki sofna á verðinum þegar kemur að réttindum og þátttöku hinsegin fólks. Og við megum ekki loka augunum fyrir þeim fjandskap og fordómum sem hinsegin fólk þurfti að upplifa af kirkjunnar hálfu, gegnum tíðina. Verkefnið Ein saga – eitt skref, sem þjóðkirkjan og Samtökin 78 standa að í sameiningu, gengur einmitt út á að læra af og gera upp sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan þjóðkirkjunnar. Þá sögu þarf að varðveita og gera upp við. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hún er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Sjá https://kirkjan.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Í raun er ótrúlega stutt síðan íslenskt samfélag og þjóðkirkjan rönkuðu við sér í réttindamálum hinsegin fólks. Hvað þjóðkirkjuna varðar komst málið virkilega á dagskrá þegar lög um staðfesta samvist fólks af sama kyni tóku gildi í landinu árið 1996. Þá þurfti kirkjan að vinna að og leggja fram form fyrir slíkar athafnir og var málið rætt í þaula á ýmsum prestastefnum. Samhliða hófst vinna við kenningarlega hlið málsins sem biskup leiddi. Það sem fólki fannst þá þurfa að skoða var hjónabandsskilningur í kristinni guðfræði og kristinni hefð og hvernig biblíufræðin móta siðfræði og sýn á hluti eins og sambönd, ástir og manngildi. Þessi vinna öll bar ávöxt og árangur þegar kom að því að íslenska ríkið samþykkti ný hjúskaparlög sem tóku gildi sumarið 2010. Þá um leið var þjóðkirkjan tilbúin með nýtt form fyrir hjónavígslu sem gilti fyrir öll kyn. Þessu finnst mér mikilvægt að halda til haga. Þótt fennt hafi í sporin sem leiddu okkar þangað sem við erum stödd í dag erum við mörg sem munum að stundum var hart tekist á um þessi mál og að alls konar skoðanir voru látnar í ljós. Gæfan var hins vegar sú að með því að taka málin fyrir á faglegan hátt og nýta þær leiðir sem þjóðkirkjan býr yfir til að taka ákvarðanir náðum við svo að segja öll að sameinast um þann veruleika sem við þekkjum í dag, sem er að öll þau sem vilja kirkjulega hjónavígslu geta fengið hana. Og það er dásamlegt að finna að í þeirri endurskoðun sem nú stendur yfir á handbók og helgisiðum kirkjunnar er engin spenna í kringum þetta atriði. Ein af meginreglum sem handbókarnefnd, sem ég á sæti í, hefur sett sér er að helgisiðir og athafnir kirkjunnar endurspegli jafnt aðgengi allra og að allt hinsegin fólk geti fundið sig öruggt og velkomið óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð. Það er góður staður að vera á. En að sama skapi megum við ekki sofna á verðinum þegar kemur að réttindum og þátttöku hinsegin fólks. Og við megum ekki loka augunum fyrir þeim fjandskap og fordómum sem hinsegin fólk þurfti að upplifa af kirkjunnar hálfu, gegnum tíðina. Verkefnið Ein saga – eitt skref, sem þjóðkirkjan og Samtökin 78 standa að í sameiningu, gengur einmitt út á að læra af og gera upp sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan þjóðkirkjunnar. Þá sögu þarf að varðveita og gera upp við. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hún er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Sjá https://kirkjan.is
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun