Bernard Langer frestar kveðjustundinni á Masters um eitt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2024 16:01 Bernard Langer í græna jakkanum fræga en þýsku kylfingurinn vann Mastersmótið bæði 1985 og 1993. Getty/Andrew Redington Bernard Langer hefur unnið Mastersmótið í golfi tvisvar sinnum og líkt og allir fyrrum meistarar þá má hann alltaf taka þátt í risamótinu. Þýski kylfingurinn verður þó ekki með í ár. Ástæðan er sú að Langer sleit hásin í febrúarmánuði. Hann hafði hins vegar planað það að enda keppnisferil sinn á Mastersmótinu í ár en kappinn er orðinn 66 ára gamall. Hann frestar því kveðjustundinni um eitt ár og segist stefna á það að vera með á Mastersmótinu á næsta ári. „Mjög líkleg já,“ sagði Bernhard Langer við Reuters aðspurður um hvort Mastersmótið á næsta ári yrði það síðasta hjá honum á ferlinum. „Ég vona það en það fer allt eftir því hvernig endurhæfingin gengur,“ sagði Langer. ESPN segir frá. „Endurhæfingin gengur annars vel eins og er og ég ætti að gera snúið aftur eftir um tvo mánuði,“ sagði Langer. Langer á að baki fjörutíu Mastersmót en hann tók þátt í tíu Ryder-bikarkeppnum og er meðlimur í Heiðurshöll golfsins. Langer vann fyrsta Mastersmótið sitt árið 1985 og á næsta ári verða því liðin fjörutíu ár frá þeim tímamótum. Hann vann þá dramatískan sigur eftir að hafa unnið upp fjögurra högga forskot á lokadeginum. Hann tryggði sér sigurinn með því að fá fugl á fjórum af síðustu sjö holunum. Langer vann síðan aftur átta árum síðar. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn. Masters-mótið Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ástæðan er sú að Langer sleit hásin í febrúarmánuði. Hann hafði hins vegar planað það að enda keppnisferil sinn á Mastersmótinu í ár en kappinn er orðinn 66 ára gamall. Hann frestar því kveðjustundinni um eitt ár og segist stefna á það að vera með á Mastersmótinu á næsta ári. „Mjög líkleg já,“ sagði Bernhard Langer við Reuters aðspurður um hvort Mastersmótið á næsta ári yrði það síðasta hjá honum á ferlinum. „Ég vona það en það fer allt eftir því hvernig endurhæfingin gengur,“ sagði Langer. ESPN segir frá. „Endurhæfingin gengur annars vel eins og er og ég ætti að gera snúið aftur eftir um tvo mánuði,“ sagði Langer. Langer á að baki fjörutíu Mastersmót en hann tók þátt í tíu Ryder-bikarkeppnum og er meðlimur í Heiðurshöll golfsins. Langer vann fyrsta Mastersmótið sitt árið 1985 og á næsta ári verða því liðin fjörutíu ár frá þeim tímamótum. Hann vann þá dramatískan sigur eftir að hafa unnið upp fjögurra högga forskot á lokadeginum. Hann tryggði sér sigurinn með því að fá fugl á fjórum af síðustu sjö holunum. Langer vann síðan aftur átta árum síðar. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn.
Masters-mótið Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti