Ánægð með ákvörðun sína og hlakkar til framhaldsins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 15:59 Katrín segist hlakka til komandi kosningabaráttu. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa legið ljóst fyrir þegar hún tók ákvörðun um að bjóða sig fram í embætti forseta að það að hún væri sitjandi forsætisráðherra kæmi til með að flækja málin. Ákvörðunin sitji vel í henni og hún hlakki til komandi kosningabaráttu. „Það er auðvitað óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra gefi kost á sér í framboð forseta og þá verður maður bara að taka því að þá eru ákveðnar flækjur sem fylgja því. Það lá algjörlega ljóst fyrir þegar ég tók mína ákvörðun. Ég bara tek á þeim og það þarf í sjálfu sér ekki að vera neitt vandamál,“ segir hún í samtali við fréttastofu á Bessastöðum. Klippa: Ég á von á því að línur muni skýrast á allra næstu dögum Hún hafi ekki þegar sagt af sér þingmennskunni en muni tilkynna afsögn sína með bréfi til forseta Alþingis á morgun. Sú óvenjulega staða gæti því komið upp á teninginn, hafi stjórnarflokkarnir ekki komist að niðurstöðu varðandi arftaka hennar fyrir þann tíma, að sitjandi forsætisráðherra eigi ekki sæti á þingi. „Nú liggur þessi staða fyrir og þá liggur auðvitað beinast við að við bíðum eftir því hver niðurstaðan verður hjá þeim þremur flokkum sem nú ræða saman um framhaldið,“ segir Katrín. Flækjurnar lágu fyrir Hún segist þó hafa leitað upplýsinga um stöðu mála og segist vera bjartsýn á að niðurstaða liggi fyrir innan skamms. „Ég hef fulla trú á því.“ „Ég er að sjálfsögðu að gefa kost á mér en ég segi það líka og ítreka það að það er auðvitað fólkið í landinu sem velur forseta. Þeirra val og þeirra niðurstaða er alltaf sú rétta. Fólk hefur kost á því að velja mig í þetta embætti og að sjálfsögðu geri ég það af mjög heilum hug og mun beita mér í baráttunni framundan af mjög miklum krafti,“ segir Katrín. „Enginn ómissandi“ Katrín segist ekki hafa hugmynd um hver arftaki hennar verði og að það hafi ekkert verið rætt innan ríkisstjórnarinnar. Það sé þannig að þegar tekin er ákvörðun um að segja skilið við stjórnmálin veðri maður að standa við þá ákvörðun. Nú séu þessi mál í annarra höndum. „Ég er alveg viss um það að ég er ekki ómissandi hvorki á Alþingi Íslendinga né í íslenskum stjórnmálum. Ég hef lagt mig alla fram í því verkefni að leiða þessa ríkisstjórn undanfarin sex og hálft ár og hef verið það hundrað prósent en eins og ég segi er enginn ómissandi í þessu og ekki ég heldur,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Óneitanlega óvenjulegt“ Guðni Th. Jóhannesson ræddi við formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka símleiðis og segist viss um að senn komi í ljós hverjar lyktir viðræðna stjórnarflokkanna verða og þar af leiðandi hver verður næsti forsætisráðherra Íslands. 7. apríl 2024 15:30 Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54 Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það er auðvitað óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra gefi kost á sér í framboð forseta og þá verður maður bara að taka því að þá eru ákveðnar flækjur sem fylgja því. Það lá algjörlega ljóst fyrir þegar ég tók mína ákvörðun. Ég bara tek á þeim og það þarf í sjálfu sér ekki að vera neitt vandamál,“ segir hún í samtali við fréttastofu á Bessastöðum. Klippa: Ég á von á því að línur muni skýrast á allra næstu dögum Hún hafi ekki þegar sagt af sér þingmennskunni en muni tilkynna afsögn sína með bréfi til forseta Alþingis á morgun. Sú óvenjulega staða gæti því komið upp á teninginn, hafi stjórnarflokkarnir ekki komist að niðurstöðu varðandi arftaka hennar fyrir þann tíma, að sitjandi forsætisráðherra eigi ekki sæti á þingi. „Nú liggur þessi staða fyrir og þá liggur auðvitað beinast við að við bíðum eftir því hver niðurstaðan verður hjá þeim þremur flokkum sem nú ræða saman um framhaldið,“ segir Katrín. Flækjurnar lágu fyrir Hún segist þó hafa leitað upplýsinga um stöðu mála og segist vera bjartsýn á að niðurstaða liggi fyrir innan skamms. „Ég hef fulla trú á því.“ „Ég er að sjálfsögðu að gefa kost á mér en ég segi það líka og ítreka það að það er auðvitað fólkið í landinu sem velur forseta. Þeirra val og þeirra niðurstaða er alltaf sú rétta. Fólk hefur kost á því að velja mig í þetta embætti og að sjálfsögðu geri ég það af mjög heilum hug og mun beita mér í baráttunni framundan af mjög miklum krafti,“ segir Katrín. „Enginn ómissandi“ Katrín segist ekki hafa hugmynd um hver arftaki hennar verði og að það hafi ekkert verið rætt innan ríkisstjórnarinnar. Það sé þannig að þegar tekin er ákvörðun um að segja skilið við stjórnmálin veðri maður að standa við þá ákvörðun. Nú séu þessi mál í annarra höndum. „Ég er alveg viss um það að ég er ekki ómissandi hvorki á Alþingi Íslendinga né í íslenskum stjórnmálum. Ég hef lagt mig alla fram í því verkefni að leiða þessa ríkisstjórn undanfarin sex og hálft ár og hef verið það hundrað prósent en eins og ég segi er enginn ómissandi í þessu og ekki ég heldur,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Óneitanlega óvenjulegt“ Guðni Th. Jóhannesson ræddi við formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka símleiðis og segist viss um að senn komi í ljós hverjar lyktir viðræðna stjórnarflokkanna verða og þar af leiðandi hver verður næsti forsætisráðherra Íslands. 7. apríl 2024 15:30 Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54 Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Óneitanlega óvenjulegt“ Guðni Th. Jóhannesson ræddi við formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka símleiðis og segist viss um að senn komi í ljós hverjar lyktir viðræðna stjórnarflokkanna verða og þar af leiðandi hver verður næsti forsætisráðherra Íslands. 7. apríl 2024 15:30
Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54
Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10