Deildarmyrkvi á sólu á morgun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 09:34 Deildarmyrkvi á sólu mun sjást frá landinu öllu seinni partinn á morgun. EPA/Rodrigo Sura Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi. Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að sólmyrkvinn hefjist klukkan tíu mínútur í sjö að kvöldi til þegar sól er lágt á lofti í vestri. Hann nær svo hámarki um tuttugu mínútur í átta en er þá aðeins tæpum sex gráðum yfir sjóndeildarhring. Háar byggingar eða tré gæti skyggt á. Hér sést ferill alskuggans í Norður-Ameríku.Sky and Telescope Eins og fram kom sést almyrkvi í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada sem hefst við sólarupprás í suðurhluta Kyrrahafsins klukkan tuttugu mínútur í fimm að íslenskum tíma. Hann nemur fyrst land á meginlandi Ameríku í Mexíkó um sex leytið og er mestur og lengstur til sautján mínútur yfir sex að kvöldi. Hann stendur yfir í fjórar mínútur og 28 sekúndur. Neyðarástand vegna aðsóknar í Bandaríkjunum „Á almyrkvaslóðinni búa yfir fjörutíu milljónir manna og búist er við að margar milljónir í viðbót muni ferðast inn í slóðina sem er 185 km breið. Víða í Texas, þar sem veðurútlitið er best, er búist við slíkum fjölda ferðafólks og umferðaröngþveiti að lýst hefur verið yfir neyðarástandi vegna þess,“ kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Neyðarástandið sem minnst er á er það að borgir í Texas eru að gera ráð fyrir mörghundruð þúsund manna stjörnufræðingahjörð á morgun. Hótel og gistihús eru nánast alls staðar uppbókuð á ferli alskuggans. Búist er við umferðarteppum, eldsneytisskorti og örtröð á veitingahúsum, sjúkrahúsum og matvöruverslunum fylkisins. Almyrkvi í Reykjavík 2026 Við Íslendingar verðum hins vegar ekki lengi útundan. Þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi sjáanlegur frá vestasta hluta Íslands, Reykjavík meðtaldri. Það verður jafnframt fyrsti almyrkvinn sem sést frá Reykjavík síðan 17. júní árið 1433. „Undirbúningur er þegar hafinn og verða opnaðir sérstakir vefir, eclipse2026.is og solmyrkvi2026.is þar sem finna má allar helstu upplýsingar um almyrkvann, kort, veður og fleira.“ Geimurinn Sólin Tunglið Almyrkvi 12. ágúst 2026 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Sjá meira
Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að sólmyrkvinn hefjist klukkan tíu mínútur í sjö að kvöldi til þegar sól er lágt á lofti í vestri. Hann nær svo hámarki um tuttugu mínútur í átta en er þá aðeins tæpum sex gráðum yfir sjóndeildarhring. Háar byggingar eða tré gæti skyggt á. Hér sést ferill alskuggans í Norður-Ameríku.Sky and Telescope Eins og fram kom sést almyrkvi í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada sem hefst við sólarupprás í suðurhluta Kyrrahafsins klukkan tuttugu mínútur í fimm að íslenskum tíma. Hann nemur fyrst land á meginlandi Ameríku í Mexíkó um sex leytið og er mestur og lengstur til sautján mínútur yfir sex að kvöldi. Hann stendur yfir í fjórar mínútur og 28 sekúndur. Neyðarástand vegna aðsóknar í Bandaríkjunum „Á almyrkvaslóðinni búa yfir fjörutíu milljónir manna og búist er við að margar milljónir í viðbót muni ferðast inn í slóðina sem er 185 km breið. Víða í Texas, þar sem veðurútlitið er best, er búist við slíkum fjölda ferðafólks og umferðaröngþveiti að lýst hefur verið yfir neyðarástandi vegna þess,“ kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Neyðarástandið sem minnst er á er það að borgir í Texas eru að gera ráð fyrir mörghundruð þúsund manna stjörnufræðingahjörð á morgun. Hótel og gistihús eru nánast alls staðar uppbókuð á ferli alskuggans. Búist er við umferðarteppum, eldsneytisskorti og örtröð á veitingahúsum, sjúkrahúsum og matvöruverslunum fylkisins. Almyrkvi í Reykjavík 2026 Við Íslendingar verðum hins vegar ekki lengi útundan. Þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi sjáanlegur frá vestasta hluta Íslands, Reykjavík meðtaldri. Það verður jafnframt fyrsti almyrkvinn sem sést frá Reykjavík síðan 17. júní árið 1433. „Undirbúningur er þegar hafinn og verða opnaðir sérstakir vefir, eclipse2026.is og solmyrkvi2026.is þar sem finna má allar helstu upplýsingar um almyrkvann, kort, veður og fleira.“
Geimurinn Sólin Tunglið Almyrkvi 12. ágúst 2026 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Sjá meira