Uppselt í dag þó leikið sé snemma: „Ekki leiktíminn sem ég myndi velja“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2024 12:01 Glódís Perla Viggósdóttir með fyrirliðabandið á Kópavogsvelli, þar sem Ísland mætir Póllandi í dag. vísir/Hulda Margrét „Þetta er ekki leiktíminn sem ég myndi velja mér,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem mætir Póllandi á Kópavogsvelli í dag, í fyrsta leik í undankeppni EM. Leikurinn hefst snemma, eða klukkan 16:45, og það er vegna þeirrar slæmu aðstöðu sem íslensk fótboltalandslið búa við hér á landi. Eini völlurinn með nægilega sterkum flóðljósum, sem standast kröfur UEFA, er Laugardalsvöllur sem ekki er tilbúinn fyrir landsleik á þessum árstíma. Þess vegna þarf að spila snemma til að næg birta sé. Stelpurnar okkar hefja því leið sína á EM í Sviss með því að spila við Pólland á gervigrasinu í Kópavogi, um það leyti sem vinnu lýkur hjá mörgum. Leikurinn hefst þó á skárri tíma en þegar Ísland mætti Serbíu í lok febrúar, klukkan 14:30 á þriðjudegi, og vann 2-1 í umspili um sæti í A-deild undankeppni EM. Á þann leik mættu 798 áhorfendur, samkvæmt vef KSÍ, en von er á fleirum í dag því uppselt er á leikinn. Stóra stúkan á Kópavogsvelli rúmar 1.340 manns. Klippa: Glódís um leiktímann í dag Glódís var spurð út í tímasetningu leiksins á blaðamannafundi í gær en þá höfðu innan við 1.000 miðar selst. „Það væri örugglega betra að spila seinna, upp á að fleiri gætu komið á völlinn, en ég held að við séum aftur komin út í umræðu um þessa UEFA-standarda og það allt. Ég nenni eiginlega ekki að ræða það,“ sagði Glódís á fundinum í gær og bætti við: „Þetta þarf bara að verða betra. Þá værum við vonandi bara að spila undir flóðljósum um kvöld með fulla stúku. Það er alltaf það sem maður vill.“ Glódís þekkir það vel að spila fyrir framan fjölda áhorfenda með Bayern München og er til að mynda von á 50.000 áhorfendum á bikarúrslitaleik liðsins við Wolfsburg í næsta mánuði. Leikur Íslands og Póllands verður í beinni textalýsingu á Vísi og hann hefst eins og fyrr segir klukkan 16:45. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Sjá meira
Leikurinn hefst snemma, eða klukkan 16:45, og það er vegna þeirrar slæmu aðstöðu sem íslensk fótboltalandslið búa við hér á landi. Eini völlurinn með nægilega sterkum flóðljósum, sem standast kröfur UEFA, er Laugardalsvöllur sem ekki er tilbúinn fyrir landsleik á þessum árstíma. Þess vegna þarf að spila snemma til að næg birta sé. Stelpurnar okkar hefja því leið sína á EM í Sviss með því að spila við Pólland á gervigrasinu í Kópavogi, um það leyti sem vinnu lýkur hjá mörgum. Leikurinn hefst þó á skárri tíma en þegar Ísland mætti Serbíu í lok febrúar, klukkan 14:30 á þriðjudegi, og vann 2-1 í umspili um sæti í A-deild undankeppni EM. Á þann leik mættu 798 áhorfendur, samkvæmt vef KSÍ, en von er á fleirum í dag því uppselt er á leikinn. Stóra stúkan á Kópavogsvelli rúmar 1.340 manns. Klippa: Glódís um leiktímann í dag Glódís var spurð út í tímasetningu leiksins á blaðamannafundi í gær en þá höfðu innan við 1.000 miðar selst. „Það væri örugglega betra að spila seinna, upp á að fleiri gætu komið á völlinn, en ég held að við séum aftur komin út í umræðu um þessa UEFA-standarda og það allt. Ég nenni eiginlega ekki að ræða það,“ sagði Glódís á fundinum í gær og bætti við: „Þetta þarf bara að verða betra. Þá værum við vonandi bara að spila undir flóðljósum um kvöld með fulla stúku. Það er alltaf það sem maður vill.“ Glódís þekkir það vel að spila fyrir framan fjölda áhorfenda með Bayern München og er til að mynda von á 50.000 áhorfendum á bikarúrslitaleik liðsins við Wolfsburg í næsta mánuði. Leikur Íslands og Póllands verður í beinni textalýsingu á Vísi og hann hefst eins og fyrr segir klukkan 16:45.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Sjá meira