Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2024 14:00 Sædís Rún Heiðarsdóttir er heil heilsu og klár í slaginn við Pólverja. Getty/Gerrit van Cologne Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. Ísland og Pólland mætast á Kópavogsvelli klukkan 16:45 á morgun, í fyrsta leik í undankeppni EM 2025 í Sviss. Sædís er eini náttúrulegi vinstri bakvörður íslenska liðsins og hún var að vanda í hópnum sem að Þorsteinn Halldórsson tilkynnti um val á 22. mars. Viku síðar var nafn hennar hins vegar tekið út og ástæðan sögð meiðsli, en þar virðast vinnuveitendur Sædísar hjá Vålerenga í Noregi hafa hlaupið á sig. „Ég ætla ekkert að fara djúpt í það, en eftir myndatöku hér heima þá kom í ljós að það er ekkert að henni,“ sagði Þorsteinn landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. Gáfu sér að hún væri með sprungu í beini „Þetta var byggt á upplýsingum að utan. Hún fékk ekki bestu myndgreininguna þar og þeir gáfu sér þar að hún væri með sprungu í beini. Eftir myndatöku hér heima er ljóst að það er ekkert að henni,“ sagði Þorsteinn og undirstrikaði að Sædís gæti spilað gegn Póllandi á Kópavogsvelli á morgun, og gegn Þýskalandi ytra á þriðjudaginn. „Við höfum svo sem ekki verið með margar örvfættar í hópnum undanfarið. Sædís kom inn í þetta í haust og hefur staðið sig vel, svo hún er til taks á morgun. Það eru allar heilar, allar til taks, svo að ég hef úr 24 leikmönnum að velja á morgun,“ sagði Þorsteinn. Sædís, sem er aðeins 19 ára, stimplaði sig inn í landsliðið síðasta haust og hefur síðan þá spilað sjö A-landsleiki, eftir að hafa spilað 33 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Ægis fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Mbappé vinnur gullskóinn í fyrsta sinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Sjá meira
Ísland og Pólland mætast á Kópavogsvelli klukkan 16:45 á morgun, í fyrsta leik í undankeppni EM 2025 í Sviss. Sædís er eini náttúrulegi vinstri bakvörður íslenska liðsins og hún var að vanda í hópnum sem að Þorsteinn Halldórsson tilkynnti um val á 22. mars. Viku síðar var nafn hennar hins vegar tekið út og ástæðan sögð meiðsli, en þar virðast vinnuveitendur Sædísar hjá Vålerenga í Noregi hafa hlaupið á sig. „Ég ætla ekkert að fara djúpt í það, en eftir myndatöku hér heima þá kom í ljós að það er ekkert að henni,“ sagði Þorsteinn landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. Gáfu sér að hún væri með sprungu í beini „Þetta var byggt á upplýsingum að utan. Hún fékk ekki bestu myndgreininguna þar og þeir gáfu sér þar að hún væri með sprungu í beini. Eftir myndatöku hér heima er ljóst að það er ekkert að henni,“ sagði Þorsteinn og undirstrikaði að Sædís gæti spilað gegn Póllandi á Kópavogsvelli á morgun, og gegn Þýskalandi ytra á þriðjudaginn. „Við höfum svo sem ekki verið með margar örvfættar í hópnum undanfarið. Sædís kom inn í þetta í haust og hefur staðið sig vel, svo hún er til taks á morgun. Það eru allar heilar, allar til taks, svo að ég hef úr 24 leikmönnum að velja á morgun,“ sagði Þorsteinn. Sædís, sem er aðeins 19 ára, stimplaði sig inn í landsliðið síðasta haust og hefur síðan þá spilað sjö A-landsleiki, eftir að hafa spilað 33 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Ægis fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Mbappé vinnur gullskóinn í fyrsta sinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Sjá meira