Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2024 13:22 Baldur segir framboð Katrínar og mögulegan sigur í forsetakosningunum myndu vekja ýmsar spurningar um hæfi hennar. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. Samstöðin hefur birt brot úr viðtali við Baldur sem sýnt verður í kvöld en þar spyr hann meðal annars að því hvernig Katrín eigi sem forseti að geta haft aðhald með ríkisstjórninni ef hún situr áfram. „Þetta er náttúrulega mjög athyglisverð staða að sitjandi forsætisráðherra sé að velta fyrir sér að bjóða sig fram,“ segir Baldur. Hann segist heldur gera ráð fyrir að Katrín bjóði sig fram en ekki. Þá yrði gaman að „takast á við hana“ en hins vegar kitli staðan hann líka sem stjórnmálaskýranda. „Ef að Katrín Jakobsdóttir býður sig fram til forseta þá er tvennt sem liggur því til grundvallar; annað hvort er hún ekki að gera þetta í samráði við samstarfsflokka sína og þá er ríkisstjórnarsamstarfið í uppnámi og stjórnarkreppa í landinu, eða að hún er að gera þetta í samráði við samstarfsflokka sína og það verður skipt um forsætisráðherra í samráði við hana og samstarfsflokka hennar. Og þá er hún orðinn beinn þátttakandi í myndun þeirrar ríkisstjórnar sem hún ætlar að vera forseti yfir.“ Baldur segist ekki vita hvort sé verra, að sitjandi forsætisráðherra leiði til stjórnarkeppu eða að hún myndi eigin ríkisstjórn sem hún ætli svo að vera yfir. „Hvernig á hún að geta haft aðhald með verkum meirihluta þingisns eða stjórnvalda? Eða þá að þetta leiði til stjórnarkreppu og stjórnarkrísu, sem er mjög alvarlegur hlutur. Það er mjög alvarlegur hlutur hvað sem okkur finnst um ríkisstjórnina,“ segir Baldur. „Þetta snýst orðið um eitthvað annað en málefnin eða stöðugleika eða hagsmuni þjóðarinnar. Þetta snýst orðið um eitthvað annað.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Samstöðin hefur birt brot úr viðtali við Baldur sem sýnt verður í kvöld en þar spyr hann meðal annars að því hvernig Katrín eigi sem forseti að geta haft aðhald með ríkisstjórninni ef hún situr áfram. „Þetta er náttúrulega mjög athyglisverð staða að sitjandi forsætisráðherra sé að velta fyrir sér að bjóða sig fram,“ segir Baldur. Hann segist heldur gera ráð fyrir að Katrín bjóði sig fram en ekki. Þá yrði gaman að „takast á við hana“ en hins vegar kitli staðan hann líka sem stjórnmálaskýranda. „Ef að Katrín Jakobsdóttir býður sig fram til forseta þá er tvennt sem liggur því til grundvallar; annað hvort er hún ekki að gera þetta í samráði við samstarfsflokka sína og þá er ríkisstjórnarsamstarfið í uppnámi og stjórnarkreppa í landinu, eða að hún er að gera þetta í samráði við samstarfsflokka sína og það verður skipt um forsætisráðherra í samráði við hana og samstarfsflokka hennar. Og þá er hún orðinn beinn þátttakandi í myndun þeirrar ríkisstjórnar sem hún ætlar að vera forseti yfir.“ Baldur segist ekki vita hvort sé verra, að sitjandi forsætisráðherra leiði til stjórnarkeppu eða að hún myndi eigin ríkisstjórn sem hún ætli svo að vera yfir. „Hvernig á hún að geta haft aðhald með verkum meirihluta þingisns eða stjórnvalda? Eða þá að þetta leiði til stjórnarkreppu og stjórnarkrísu, sem er mjög alvarlegur hlutur. Það er mjög alvarlegur hlutur hvað sem okkur finnst um ríkisstjórnina,“ segir Baldur. „Þetta snýst orðið um eitthvað annað en málefnin eða stöðugleika eða hagsmuni þjóðarinnar. Þetta snýst orðið um eitthvað annað.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira