Góðir skór og hlý föt mikilvægast í fuglaskoðun Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. apríl 2024 20:27 Hópur fólks lagði leið sína í Gróttu fyrr í kvöld. Vísir Fuglaskoðun Landverndar og Fuglaverndar fór fram í Gróttu á Seltjarnarnesi fyrr í kvöld. Líffræðingur segir nokkrar vikur þar til allir farfuglarnir verði komnir til landsins. „Tilgangurinn með þessari ferð er að bjóða félögum okkar, bæði Landverndar og Fuglaverndar, upp á skemmtilega ferð í náttúruna að skoða fuglalífið,“ segir Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir fræðslustjóri hjá Landvernd. „Þetta er mín fyrsta fuglaganga sjálf og fuglaskoðun. Og þetta er bara mjög spennandi,“ bætir Vigdís við. Aron Alexander Þorvarðarson líffræðingur veit nærri allt um fugla. Aðspurður hvort allir farfuglarnir séu mættir til landsins segir hann svo ekki vera „Ég myndi nú ekki segja að þeir séu allir mættir. Þeir eru svona að tínast inn, lóur og andfuglar líka, helsingi og grágæs, og hitt og þetta. Allt byrjað að detta inn en það eru ennþá nokkrar vikur í að þeir verði allir komnir, hugsa ég.“ Honum skilst að farfuglarnir hafi komið til landsins á tiltölulega venjulegum tíma í ár. „Ég er búinn að sjá nokkra sendlinga, og tjald og æðarfugla. Stokkendur og hitt og þetta,“ segir Aron. „Og líka lóuna!“ bætir Vigdís við. Hér er fólk með kíki og myndavélar. Þarf maður að hafa góðan búnað í svona ferð? „Ég myndi segja að það sé fyrst og fremst klæðnaðurinn sem skiptir máli, svo að manni verði ekki kalt. Maður getur alveg séð fugla með einhverjum tiltölulega ódýrum sjónauka eða farið út í eitthvað dýrt. En það skiptir mestu máli að vera með góða skó og góðan fatnað,“ segir Aron. Hann segir kríurnar eiga að baki lengsta ferðalagið. Fuglarnir noti ýmsar leiðir til þess að vita hvenær sé kominn tími til að halda til Íslands, til dæmis lengd dagsins og segulsvið jarðar. Sumir séu líklega með einskonar innbyggt kort sem vísar þeim veginn. Fuglar Seltjarnarnes Dýr Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
„Tilgangurinn með þessari ferð er að bjóða félögum okkar, bæði Landverndar og Fuglaverndar, upp á skemmtilega ferð í náttúruna að skoða fuglalífið,“ segir Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir fræðslustjóri hjá Landvernd. „Þetta er mín fyrsta fuglaganga sjálf og fuglaskoðun. Og þetta er bara mjög spennandi,“ bætir Vigdís við. Aron Alexander Þorvarðarson líffræðingur veit nærri allt um fugla. Aðspurður hvort allir farfuglarnir séu mættir til landsins segir hann svo ekki vera „Ég myndi nú ekki segja að þeir séu allir mættir. Þeir eru svona að tínast inn, lóur og andfuglar líka, helsingi og grágæs, og hitt og þetta. Allt byrjað að detta inn en það eru ennþá nokkrar vikur í að þeir verði allir komnir, hugsa ég.“ Honum skilst að farfuglarnir hafi komið til landsins á tiltölulega venjulegum tíma í ár. „Ég er búinn að sjá nokkra sendlinga, og tjald og æðarfugla. Stokkendur og hitt og þetta,“ segir Aron. „Og líka lóuna!“ bætir Vigdís við. Hér er fólk með kíki og myndavélar. Þarf maður að hafa góðan búnað í svona ferð? „Ég myndi segja að það sé fyrst og fremst klæðnaðurinn sem skiptir máli, svo að manni verði ekki kalt. Maður getur alveg séð fugla með einhverjum tiltölulega ódýrum sjónauka eða farið út í eitthvað dýrt. En það skiptir mestu máli að vera með góða skó og góðan fatnað,“ segir Aron. Hann segir kríurnar eiga að baki lengsta ferðalagið. Fuglarnir noti ýmsar leiðir til þess að vita hvenær sé kominn tími til að halda til Íslands, til dæmis lengd dagsins og segulsvið jarðar. Sumir séu líklega með einskonar innbyggt kort sem vísar þeim veginn.
Fuglar Seltjarnarnes Dýr Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira