Innlent

Hleypt á um­ferð um Öxna­dals­heiði um klukkan níu

Atli Ísleifsson skrifar
Ófærð og slæmt veður hafði veruleg áhrif á ferðalög fjölda landsmanna um páskahelgina.
Ófærð og slæmt veður hafði veruleg áhrif á ferðalög fjölda landsmanna um páskahelgina. Vísir/Atli

Vegurinn um Öxnadalsheiði er enn lokaður en hleypt verður á umferð upp úr klukkan 09:00. Möguleiki er á að fylgdarakstur verði til að byrja með.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar, en veginum var lokað í gær og þurftu vegfarendur að keyra um Tröllaskaga til að komast á milli landshluta. Ófærð og slæmt veður hafði þannig veruleg áhrif á ferðalög fjölda landsmanna um páskahelgina.

Á Vestfjörðum eru vegirnir um Dynjandisheiði og Þröskulda enn ófærir en unnið er að mokstri. Þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði, Ennishálsi og á Klettshálsi. Ófært er norður í Árneshrepp.

Á Norðurlandi er þæfingsfærð, snjóþekja eða hálka  á flestum leiðum. Enn er ófært um Þverárfjall.

Á Austfjörðum er vegurinn um Fjarðarheiði lokaður.


Tengdar fréttir

Enn lokað um Öxnadalsheiði

Enn er ófært á nokkrum stöðum á landinu, meðal annars um Öxnadalsheiði fyrir norðan og um Þröskulda fyrir vestan. 

Bæjarstjóri Akureyrar telur þörf á göngum

Ástihildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir þurfa að huga alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og á fleiri stöðum á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×