Guardiola hellti sér yfir Grealish eftir leik Siggeir Ævarsson skrifar 31. mars 2024 20:01 Jack Grealish hlustar með andakt á Guardiola eftir leik Samskipti Pep Guardiola og Jack Grealish í leikslok eftir jafntefli Manchester City og Arsenal hafa vakið töluverða athygli en Guardiola virtist í fyrstu vera algjörlega brjálaður út í leikmanninn. Var þetta fyrsti leikur Grealish í nokkurn tíma en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðan í byrjun febrúar. Guardiola virtist vera mjög heitt í hamsi. Hann talaði mikið með höndunum og virtist vera að hella úr skálum reiði sinnar yfir Grealish. En eftir því sem samskiptunum vatt fram virtist Grealish þó vera sammála því sem yfirmaður hans var að kvarta yfir. Grealish kinkaði kolli nokkrum sinnum og að lokum ruglaði Guardiola föðurlega í hári hans. Hann fór svo og steig á milli þar sem Erling Haaland og Gabriel áttu í orðaskiptum. Þar ýtti hann Haaland í burtu og hélt áfram að ræða við Gabriel en hann og Haaland enduðu á að fallast í faðma. Netverjar höfðu skiptar skoðanir á því að Guardiola væri að taka Grealish svona fyrir úti á miðjum velli og fannst framkoma hans ekki sérlega fagleg. Rifjuðu einhverjir upp atvik frá 2017 þar sem Guardiola hellti sér yfir Nathan Redmond, leikmann Southampton. On this day in 2017, this intense conversation between Pep Guardiola and Nathan Redmond happened.Post-match, it was revealed that Guardiola had actually been trying to help Redmond to believe in his own qualities more #SaintsFCpic.twitter.com/i2J5ZLSWC9— Saints Analysis (@saints_analysis) November 29, 2022 Síðar kom reyndar í ljós að Guardiola var að stappa stálinu í Redmond og hvetja hann til dáða en Guardiola sagði sjálfur eftir þá uppákomu að hann yrði að hemja tilfinningar sínar betur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Sjá meira
Var þetta fyrsti leikur Grealish í nokkurn tíma en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðan í byrjun febrúar. Guardiola virtist vera mjög heitt í hamsi. Hann talaði mikið með höndunum og virtist vera að hella úr skálum reiði sinnar yfir Grealish. En eftir því sem samskiptunum vatt fram virtist Grealish þó vera sammála því sem yfirmaður hans var að kvarta yfir. Grealish kinkaði kolli nokkrum sinnum og að lokum ruglaði Guardiola föðurlega í hári hans. Hann fór svo og steig á milli þar sem Erling Haaland og Gabriel áttu í orðaskiptum. Þar ýtti hann Haaland í burtu og hélt áfram að ræða við Gabriel en hann og Haaland enduðu á að fallast í faðma. Netverjar höfðu skiptar skoðanir á því að Guardiola væri að taka Grealish svona fyrir úti á miðjum velli og fannst framkoma hans ekki sérlega fagleg. Rifjuðu einhverjir upp atvik frá 2017 þar sem Guardiola hellti sér yfir Nathan Redmond, leikmann Southampton. On this day in 2017, this intense conversation between Pep Guardiola and Nathan Redmond happened.Post-match, it was revealed that Guardiola had actually been trying to help Redmond to believe in his own qualities more #SaintsFCpic.twitter.com/i2J5ZLSWC9— Saints Analysis (@saints_analysis) November 29, 2022 Síðar kom reyndar í ljós að Guardiola var að stappa stálinu í Redmond og hvetja hann til dáða en Guardiola sagði sjálfur eftir þá uppákomu að hann yrði að hemja tilfinningar sínar betur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Sjá meira