Taka gagnrýni á enskunotkun í auglýsingu alvarlega Lovísa Arnardóttir skrifar 30. mars 2024 11:06 Lóa Bára segir Origo vilja varðveita íslenska tungu og hvetur fólk til að hafa samband hafi það tillögur að nýyrðum. Samsett Markaðsstjóri Origo segir gagnrýni á enskunotkun í auglýsingu frá þeim kærkomna áminningu á að nota íslensku. Það geti verið erfitt þegar fólk er búið að venja sig á enskt heiti eða orð en fyrirtækið ætli að gera betur. „Flawless áferð“, „Netflox approved gæði“ og „Insane gæði“. Svona lýsir áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir myndavél frá Sony í auglýsingu frá Origo sem hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. „Við erum búin að taka auglýsinguna úr birtingu. Við gerðum það strax. Því við sáum að okkur,“ segir Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo. „Í okkar vörumerkjastaðli og okkar samskiptastefnu kemur það skýrt fram að við viljum tala íslensku af því við lítum á það sem okkar ábyrgð að fara fram með góðu fordæmi í því.“ Hún segir fyrirtækið stöðugt í leit að nýjum orðum fyrir þau tæki, tól og forrit sem þau eru með í sölu. „Í tækninni, sérstaklega í búnað, eru orð eins og noise cancelling heyrnatól og gamer sem er notað um tölvuleikjaunnendur. Það er oft erfitt að finna íslensku orðin sem fólk tengir við. Þetta er bara eins og þegar orðið tölva varð til eða vendihnappur fyrir enter takka.“ Lóa Bára segir þetta einnig vandmeðfarið í samstarfi. „Þegar maður er í samstarfi við þriðja aðila eru þau með sinn stíl á sínum miðlum og þau eru að tala út frá einhverri persónu sem þau vilja setja fram. Þegar maður tengir sitt vörumerki við aðra þarf maður að leyfa þeim að tala í sínum stíl,“ segir Lóa Bára en tekur þó fram að það útiloki ekki þeirra ábyrgð. „En aftur á móti ef við ætlum svo að taka það og birta á okkar miðlum er ábyrgðin orðin meiri á okkur. Hvernig við setjum það fram. Þarna hefðum við alveg getað hugsað okkur um tvisvar áður en við birtum þetta á okkar miðlum.“ Vilja varðveita íslenska tungu Lóa Bára hvetur fólk til að hafa samband við Origo hafi það tillögur að íslenskum orðum fyrir þau tæki og tól sem þau selja. Fyrirtækið geri einnig sitt og nefnir sem dæmi að þau séu samstarfaðili stórra erlendra fyrirtækja. Þau geti á þeim vettvangi barist fyrir því að fá íslensku þar inn. Hún nefnir sem dæmi lausnina Co-pilot frá Microsoft. „Við viljum alveg klárlega taka þátt í því að varðveita íslenskuna og finna orð fyrir nýyrði. Við getum vandað okkur og í þessari herferð sáum við að við vorum búin að missa þessa yfirlýstu stefnu úr höndunum á okkur. Það eru stöðugar áskoranir í tækninni. Það er alltaf að koma eitthvað nýtt og það vantar orðin. Þarna hefðum við átt að gera betur. Þannig við ætlum bara að taka til og laga það.“ Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
„Flawless áferð“, „Netflox approved gæði“ og „Insane gæði“. Svona lýsir áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir myndavél frá Sony í auglýsingu frá Origo sem hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. „Við erum búin að taka auglýsinguna úr birtingu. Við gerðum það strax. Því við sáum að okkur,“ segir Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo. „Í okkar vörumerkjastaðli og okkar samskiptastefnu kemur það skýrt fram að við viljum tala íslensku af því við lítum á það sem okkar ábyrgð að fara fram með góðu fordæmi í því.“ Hún segir fyrirtækið stöðugt í leit að nýjum orðum fyrir þau tæki, tól og forrit sem þau eru með í sölu. „Í tækninni, sérstaklega í búnað, eru orð eins og noise cancelling heyrnatól og gamer sem er notað um tölvuleikjaunnendur. Það er oft erfitt að finna íslensku orðin sem fólk tengir við. Þetta er bara eins og þegar orðið tölva varð til eða vendihnappur fyrir enter takka.“ Lóa Bára segir þetta einnig vandmeðfarið í samstarfi. „Þegar maður er í samstarfi við þriðja aðila eru þau með sinn stíl á sínum miðlum og þau eru að tala út frá einhverri persónu sem þau vilja setja fram. Þegar maður tengir sitt vörumerki við aðra þarf maður að leyfa þeim að tala í sínum stíl,“ segir Lóa Bára en tekur þó fram að það útiloki ekki þeirra ábyrgð. „En aftur á móti ef við ætlum svo að taka það og birta á okkar miðlum er ábyrgðin orðin meiri á okkur. Hvernig við setjum það fram. Þarna hefðum við alveg getað hugsað okkur um tvisvar áður en við birtum þetta á okkar miðlum.“ Vilja varðveita íslenska tungu Lóa Bára hvetur fólk til að hafa samband við Origo hafi það tillögur að íslenskum orðum fyrir þau tæki og tól sem þau selja. Fyrirtækið geri einnig sitt og nefnir sem dæmi að þau séu samstarfaðili stórra erlendra fyrirtækja. Þau geti á þeim vettvangi barist fyrir því að fá íslensku þar inn. Hún nefnir sem dæmi lausnina Co-pilot frá Microsoft. „Við viljum alveg klárlega taka þátt í því að varðveita íslenskuna og finna orð fyrir nýyrði. Við getum vandað okkur og í þessari herferð sáum við að við vorum búin að missa þessa yfirlýstu stefnu úr höndunum á okkur. Það eru stöðugar áskoranir í tækninni. Það er alltaf að koma eitthvað nýtt og það vantar orðin. Þarna hefðum við átt að gera betur. Þannig við ætlum bara að taka til og laga það.“
Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira