Origo gagnrýnt fyrir enskunotkun: Gæðin eru „insane“ og áferðin „flawless“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. mars 2024 21:27 Benedikt Björgvinsson, sextána ára Stjörnumaður, vakti athygli á auglýsingu Origo á samfélagsmiðlinum X. Andri Snær sagði ábendinguna góða og að fyrirtækið hlyti að taka hana til sín. Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir enskunotkun í auglýsingu þar sem vísað er í áhrifavaldinn Jóhönnu Helgu sem segir myndavél Sony búa yfir „flawless“ áferð og „insane“ og „Netflix approved“ gæðum. Benedikt Björgvinsson, körfuboltakappi og Garðbæingur, deildi auglýsingu Origo í færslu á Twitter í gær og skrifaði við hana „Síðasta vígi íslenskunnar fallið“. Auglýsing Origo er fyrir Sony-myndavélina ZV-1 Vlog og er yfirskrift hennar „Gæði sem valda áhrifum“. Auk myndar af myndavélinni sjálfri er mynd af Jóhönnu Helgu Jensdóttur sem er titluð áhrifavaldur og útvarpskona og þrjár lýsingar hennar á myndavélinni: „Flawless áferð,“ „Netflix approved gæði!“ og „Gæðin eru insane.“ Ungt fólk hefur áhyggjur af íslenskunni Færslan hefur fengið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlinum, um 84 notendur hafa líkað við hana, tíu hafa skrifað ummæli við hana og henni hefur verið deilt fimm sinnum. Það sem vekur einnig athygli er að Benedikt er aðeins sextán ára og gleður það eflaust marga að sjá slíka ástríðu ungs fólks fyrir íslenskri tungu. Meðal þeirra sem bregðast við færslunni eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem skrifa við hana „Góð ábending, Origo hlýtur að taka ábyrgð og vanda sig betur.“ Lögfræðineminn Kjartan Leifur Sigurðsson skrifar ummæli við færsluna þar sem hann rifjar upp herferð menningarráðherra og Neytendastofu þar sem fólk var hvatt til að tilkynna auglýsingar á útlensku til yfirvalda. Auglýsing Origo er fullkomið dæmi um auglýsingu sem hægt væri að tilkynna. Einnig eru nokkrir notendur sem hrósa Benedikt fyrir að vekja athygli á færslunni. Einn notandi telur auglýsinguna merki um áhrifavaldavæðingu og annar furðar sig á því hvað „Netflix approved gæði“ þýða. Þá eru þrír notendur sem merkja Snorra Másson, blaðamann og ritstjóra Ritstjóra, í ummælum við færsluna en hann hefur fjallað mikið um hættuna sem steðjar að íslenskri tungu. „Ég held að hann sé að tala útlensku“ Meðal þeirra sem hafa deilt færslunni sérstaklega, þ.e. kvótað (e. quote) hana, eru Hafsteinn Árnason, markaðsmaður hjá Vídd. Hann segir auglýsinguna einu skrefi frá „raversontravers“-sketsi Fóstbræðra en lesendur geta séð hann hér fyrir neðan og borið saman við auglýsingu Origo. Annar notandi sem deilir færslunni er Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi Deloitte og formaður stýrihóps um nýja máltækniáætlun. Hann skrifar við færsluna „Íslenskuunglingurinn mættur“ en svo virðist sem Benedikt og Björgvin séu feðgar. Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Benedikt Björgvinsson, körfuboltakappi og Garðbæingur, deildi auglýsingu Origo í færslu á Twitter í gær og skrifaði við hana „Síðasta vígi íslenskunnar fallið“. Auglýsing Origo er fyrir Sony-myndavélina ZV-1 Vlog og er yfirskrift hennar „Gæði sem valda áhrifum“. Auk myndar af myndavélinni sjálfri er mynd af Jóhönnu Helgu Jensdóttur sem er titluð áhrifavaldur og útvarpskona og þrjár lýsingar hennar á myndavélinni: „Flawless áferð,“ „Netflix approved gæði!“ og „Gæðin eru insane.“ Ungt fólk hefur áhyggjur af íslenskunni Færslan hefur fengið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlinum, um 84 notendur hafa líkað við hana, tíu hafa skrifað ummæli við hana og henni hefur verið deilt fimm sinnum. Það sem vekur einnig athygli er að Benedikt er aðeins sextán ára og gleður það eflaust marga að sjá slíka ástríðu ungs fólks fyrir íslenskri tungu. Meðal þeirra sem bregðast við færslunni eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem skrifa við hana „Góð ábending, Origo hlýtur að taka ábyrgð og vanda sig betur.“ Lögfræðineminn Kjartan Leifur Sigurðsson skrifar ummæli við færsluna þar sem hann rifjar upp herferð menningarráðherra og Neytendastofu þar sem fólk var hvatt til að tilkynna auglýsingar á útlensku til yfirvalda. Auglýsing Origo er fullkomið dæmi um auglýsingu sem hægt væri að tilkynna. Einnig eru nokkrir notendur sem hrósa Benedikt fyrir að vekja athygli á færslunni. Einn notandi telur auglýsinguna merki um áhrifavaldavæðingu og annar furðar sig á því hvað „Netflix approved gæði“ þýða. Þá eru þrír notendur sem merkja Snorra Másson, blaðamann og ritstjóra Ritstjóra, í ummælum við færsluna en hann hefur fjallað mikið um hættuna sem steðjar að íslenskri tungu. „Ég held að hann sé að tala útlensku“ Meðal þeirra sem hafa deilt færslunni sérstaklega, þ.e. kvótað (e. quote) hana, eru Hafsteinn Árnason, markaðsmaður hjá Vídd. Hann segir auglýsinguna einu skrefi frá „raversontravers“-sketsi Fóstbræðra en lesendur geta séð hann hér fyrir neðan og borið saman við auglýsingu Origo. Annar notandi sem deilir færslunni er Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi Deloitte og formaður stýrihóps um nýja máltækniáætlun. Hann skrifar við færsluna „Íslenskuunglingurinn mættur“ en svo virðist sem Benedikt og Björgvin séu feðgar.
Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira