Ísland sé í torfkofanum í meðferð alvarlegra atvika Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2024 13:32 Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur skrifaði bókina Banvæn mistök íslenska heilbrigðiskerfisins árið 2021. Hún gagnrýnir harðlega meðferð alvarlegra atvika í heilbrigðiskerfinu. Ísland standi hinum Norðurlöndunum langt að baki. Vísir Hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun betur á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en gert sé hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. Alls hafa á síðustu þremur árum orðið hundrað og sjötíu alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu hér á landi og af þeim er níutíu og eitt dauðsfall. Landslæknisembættið hafði hins vegar ekki tölur um hversu mörg örkuml hefðu orðið upp vegna alvarlegra atvika í á sama tíma. Auðbjörg Reynisdóttir sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur hér á landi um árabil og gaf árið 2021 út bók sem nefnist Banvæn mistök íslenska heilbrigðiskerfisins- Hvernig lifir móðir af slíkan missi, segir að Ísland standi Norðurlöndum langt að baki þegar kemur að meðferða slíkra mála í heilbrigðiskerfinu. „Það skortir betri yfirsýn á alvarlegum atvikum hjá Landlæknisembættinu. Í Noregi er fylgst grannt með slíkum málum og gæðaverkefni stöðugt í gangi þar sem sjúklingar og aðstandendur eru líka þáttakendur í mótun kerfisins. Ef horft er til viðbragða sem verða þegar alvarleg atvik koma upp í heilbrigðisþjónustu þá er Ísland í torfkofanum miðað við Noreg þar sem nálgunin er mun faglegri. Loks fá sjúklingar í Noregi afrit af sjúkraskrá sinni þegar þeir útskrifast af spítala en það tíðkast ekki á Íslandi,“ segir Auðbjörg. Hún segir að nánast engar framfarir hafi orðið í meðferð slíkra mála hér á landi. „Nú er ég búin að fylgjast með þessum málum í næstum tuttugu ár, það gerist nánast ekkert á Íslandi. Skýringa gæti verið að finna í smæð samfélagsins, heilbrigðisstarfsmenn eru vinir og ættingjar og þora ekki að segja frá. Þetta tal um álag og fjárskort mun ekkert breytast á næstunni er eingöngu að finna þar,“ segir Auðbjörg. Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Umboðsmaður sjúklinga Auðbjörg segir mikilvægt að sjúklingar fái fleiri tækifæri til að taka þátt í mótun heilbrigðisþjónustu. „Sjúklingar þurfa stuðning til að geta látið vita af óöryggi og efa um að hlutirnir séu gerðir rétt. Þá þarf miklu meiri aðstoð við sjúklinga þegar alvarleg atvik koma upp. Það er til dæmis umboðsmaður sjúklinga til staðar á hinum Norðurlöndunum en ekki á Íslandi. Í því felst að fólki fær talsmann þegar grunur kemur upp um alvarlegt atvik,“ segir Auðbjörg. Auðbjörg telur að Landlæknir þurfi að taka slík mál mun fastari tökum. „Ég tel skorta á viðbrögð hjá Landlækni þegar alvarleg atvik koma upp og skora á embættið að stíga fram fyrir hönd sjúklinga,“ segir Auðbjörg. Heilbrigðismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira
Alls hafa á síðustu þremur árum orðið hundrað og sjötíu alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu hér á landi og af þeim er níutíu og eitt dauðsfall. Landslæknisembættið hafði hins vegar ekki tölur um hversu mörg örkuml hefðu orðið upp vegna alvarlegra atvika í á sama tíma. Auðbjörg Reynisdóttir sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur hér á landi um árabil og gaf árið 2021 út bók sem nefnist Banvæn mistök íslenska heilbrigðiskerfisins- Hvernig lifir móðir af slíkan missi, segir að Ísland standi Norðurlöndum langt að baki þegar kemur að meðferða slíkra mála í heilbrigðiskerfinu. „Það skortir betri yfirsýn á alvarlegum atvikum hjá Landlæknisembættinu. Í Noregi er fylgst grannt með slíkum málum og gæðaverkefni stöðugt í gangi þar sem sjúklingar og aðstandendur eru líka þáttakendur í mótun kerfisins. Ef horft er til viðbragða sem verða þegar alvarleg atvik koma upp í heilbrigðisþjónustu þá er Ísland í torfkofanum miðað við Noreg þar sem nálgunin er mun faglegri. Loks fá sjúklingar í Noregi afrit af sjúkraskrá sinni þegar þeir útskrifast af spítala en það tíðkast ekki á Íslandi,“ segir Auðbjörg. Hún segir að nánast engar framfarir hafi orðið í meðferð slíkra mála hér á landi. „Nú er ég búin að fylgjast með þessum málum í næstum tuttugu ár, það gerist nánast ekkert á Íslandi. Skýringa gæti verið að finna í smæð samfélagsins, heilbrigðisstarfsmenn eru vinir og ættingjar og þora ekki að segja frá. Þetta tal um álag og fjárskort mun ekkert breytast á næstunni er eingöngu að finna þar,“ segir Auðbjörg. Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Umboðsmaður sjúklinga Auðbjörg segir mikilvægt að sjúklingar fái fleiri tækifæri til að taka þátt í mótun heilbrigðisþjónustu. „Sjúklingar þurfa stuðning til að geta látið vita af óöryggi og efa um að hlutirnir séu gerðir rétt. Þá þarf miklu meiri aðstoð við sjúklinga þegar alvarleg atvik koma upp. Það er til dæmis umboðsmaður sjúklinga til staðar á hinum Norðurlöndunum en ekki á Íslandi. Í því felst að fólki fær talsmann þegar grunur kemur upp um alvarlegt atvik,“ segir Auðbjörg. Auðbjörg telur að Landlæknir þurfi að taka slík mál mun fastari tökum. „Ég tel skorta á viðbrögð hjá Landlækni þegar alvarleg atvik koma upp og skora á embættið að stíga fram fyrir hönd sjúklinga,“ segir Auðbjörg.
Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Heilbrigðismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira