„Hörkuleikur sem sveiflast fram og til baka en rosalegur karakter að ná að klára þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. mars 2024 22:32 Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka. vísir / pawel „Mér líður bara æðislega, geggjað að vinna og sérstaklega hérna í Kaplakrika. Það er alltaf eitthvað ‘extra motivation‘ að koma hingað, það er ekki spurning“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sáttur á svip eftir þriggja marka sigur gegn FH í Kaplakrika. Haukar unnu leikinn 28-31, frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum en það var tvísýnt á köflum í seinni hálfleik hvort þeir myndu hafa þetta. „Strákarnir eiga algjörlega hrós skilið, hvernig þeir tækla verkefnin, mæta inn í leikina og allt sem þeir eru að gera. Þetta var hörkuleikur sem sveiflast fram og til baka en rosalegur karakter að ná að klára þetta.“ Þetta hljóta allir þjálfarar að vilja sjá, liðið mætir einbeitt til leiks, byrjar vel og gefst svo ekki upp þó á móti blási? „Mér finnst það. Það var alveg áskorun og við vissum það, það gekk allt upp hjá okkur í fyrri hálfleik, vörðumst vel og allt fór inn. Vissum að það kæmi kafli þar sem við yrðum ekkert frábærir, það varð reyndar full mikið fyrir mína parta að hleypa þeim yfir. En að ná sér aftur upp og svara því, mér fannst það bara helvíti gott karakters einkenni hjá mönnum.“ Haukar fóru með fimm marka forystu inn í hálfleik. Fyrri hálfleikur liðsins var frábær og nánast allt sem þeir gerðu gekk upp. FH mætti af krafti í seinni hálfleik og komst yfir á tímapunkti, en Haukarnir lögðu aldrei árar í bát og sýndu mikinn styrk með því að klára leik sem virtist vera að renna þeim úr greipum. „Mér fannst við svara vel, við byrjuðum í 5-1 en þurftum að falla niður og skipta mönnum út. Þetta var alveg erfitt, en ég fékk hellings framlag frá fullt af leikmönnum. Þeir sem komu inn á voru klárir, Aron var frábær, Össur mjög góður og Tjörvi, það er náttúrulega bara algjört gull að hafa svona reynslu í liðinu. Svakalega stór augnablik þar sem hann laumaði honum inn.“ Nú eru tveir leikir eftir af venjulegri deildarkeppni, Haukar mæta Selfossi næst og svo Fram. Þeir eru sem stendur í fimmta sæti en fari allt vel í næstu leikjum geta þeir endað í fjórða sæti. „Miðað við hvernig spilamennskan er þá erum við bara að reyna að klífa upp töfluna, einn leikur í einu og ekki hugsa of langt fram í tímann, þá fyrst fer allt í skrúfuna. Við erum bara að pæla í að vinna leiki og koma á siglingu inn í úrslitakeppnina, vitum hvað það er mikilvægt“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Haukar Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Haukar unnu leikinn 28-31, frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum en það var tvísýnt á köflum í seinni hálfleik hvort þeir myndu hafa þetta. „Strákarnir eiga algjörlega hrós skilið, hvernig þeir tækla verkefnin, mæta inn í leikina og allt sem þeir eru að gera. Þetta var hörkuleikur sem sveiflast fram og til baka en rosalegur karakter að ná að klára þetta.“ Þetta hljóta allir þjálfarar að vilja sjá, liðið mætir einbeitt til leiks, byrjar vel og gefst svo ekki upp þó á móti blási? „Mér finnst það. Það var alveg áskorun og við vissum það, það gekk allt upp hjá okkur í fyrri hálfleik, vörðumst vel og allt fór inn. Vissum að það kæmi kafli þar sem við yrðum ekkert frábærir, það varð reyndar full mikið fyrir mína parta að hleypa þeim yfir. En að ná sér aftur upp og svara því, mér fannst það bara helvíti gott karakters einkenni hjá mönnum.“ Haukar fóru með fimm marka forystu inn í hálfleik. Fyrri hálfleikur liðsins var frábær og nánast allt sem þeir gerðu gekk upp. FH mætti af krafti í seinni hálfleik og komst yfir á tímapunkti, en Haukarnir lögðu aldrei árar í bát og sýndu mikinn styrk með því að klára leik sem virtist vera að renna þeim úr greipum. „Mér fannst við svara vel, við byrjuðum í 5-1 en þurftum að falla niður og skipta mönnum út. Þetta var alveg erfitt, en ég fékk hellings framlag frá fullt af leikmönnum. Þeir sem komu inn á voru klárir, Aron var frábær, Össur mjög góður og Tjörvi, það er náttúrulega bara algjört gull að hafa svona reynslu í liðinu. Svakalega stór augnablik þar sem hann laumaði honum inn.“ Nú eru tveir leikir eftir af venjulegri deildarkeppni, Haukar mæta Selfossi næst og svo Fram. Þeir eru sem stendur í fimmta sæti en fari allt vel í næstu leikjum geta þeir endað í fjórða sæti. „Miðað við hvernig spilamennskan er þá erum við bara að reyna að klífa upp töfluna, einn leikur í einu og ekki hugsa of langt fram í tímann, þá fyrst fer allt í skrúfuna. Við erum bara að pæla í að vinna leiki og koma á siglingu inn í úrslitakeppnina, vitum hvað það er mikilvægt“ sagði Ásgeir Örn að lokum.
Haukar Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira