Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Stjörnunnar og Íslandsmeistara Víkings laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir KA 6. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið fari upp um eitt sæti frá síðasta tímabili. Eftir að hafa lent í 2. sæti Bestu deildarinnar 2022 gerðu KA-menn sér vonir um titilbaráttu á síðasta tímabili. Þær vonir urðu ekki að veruleika en tímabilið var samt eftirminnilegt fyrir norðan. KA endaði vissulega bara í 7. sæti Bestu deildarinnar en komst í bikarúrslit í fyrsta sinn í nítján ár og vann tvö einvígi í Sambandsdeildinni. Hallgrímur Jónasson er að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari KA.vísir/hulda margrét Litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KA í vetur. Færeyingarnir Jóan Símun Edmundsson og Pætur Petersen eru horfnir á braut og Dusan Brkovic fór í FH eftir að hafa reynst KA svo vel undanfarin þrjú ár. Til að fylla skarð hans fengu KA-menn Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliða Fjölnis. Flestum þótti þetta vera full lítil styrking fyrir lið KA en í síðustu viku breyttist allt þegar Viðar Örn Kjartansson samdi við félagið. Það er gríðarleg búbót fyrir KA-menn fá Viðar sem hefur átt flottan feril í atvinnumennsku og orðið markakóngur í tveimur deildum (Noregi og Ísrael). Viðar raðaði inn mörkum síðast þegar hann spilaði á Íslandi (2013) og ætti að gera það aftur núna. grafík/gunnar tumi Það ætti því ekki að mæða jafn mikið á járnkarlinum Hallgrími Mar Steingrímssyni og síðustu ár. Hann hefur spilað alla 160 leiki KA síðan liðið komst aftur upp í efstu deild, skorað 53 mörk og gefið ógrynni stoðsendinga. Hallgrímur er upphafið og endirinn í sóknarleik KA-manna en hefur stundum vantað meiri stuðning. Hallgrímur missir af byrjun tímabilsins vegna veikinda en það verður í fyrsta sinn frá sumrinu 2015 sem hann missir af deildarleikjum. Mörkum sveitunga Hallgríms, Ásgeirs Sigurgeirssonar og Elfars Árna Aðalsteinssonar, hefur fækkað en Harley Willard getur byggt ofan á góðan endasprett á síðasta tímabili, Jakob Snær Árnason er alltaf seigur og Sveinn Margeir Hauksson er í stöðugri sókn. Hann klárar reyndar ekki tímabilið þar sem hann er á leið út í nám til Bandaríkjanna. grafík/gunnar tumi KA lenti í 2. sæti síns riðils í Lengjubikarnum og missti af sæti í undanúrslitum á markatölu. KA-menn unnu svo Kjarnafæðismótið eins og alltaf. Byrjunarlið KA er enn mjög sterkt, leikmannahópurinn er reyndur og skipulagið á liðinu er jafnan til mikillar fyrirmyndar. Og Viðari er ætlað að vera auka kryddið í súpuna sem Hallgrímur Jónasson er með í pottinum fyrir norðan. Bjarni Aðalsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson fagna marki í Evrópuleik gegn Dundalk í fyrra.vísir/hulda margrét Það er því kannski engin sérstök ástæða til að hafa miklar áhyggjur af KA. Fyrir komu Viðars var erfitt að sjá þá gera betur en í fyrra en eftir komu Selfyssingsins leyfa KA-menn sér eflaust að dreyma um Evrópubaráttu. Besta deild karla KA Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Í traustum Heimishöndum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 11:01 Besta-spáin 2024: Verða að læra af mistökum fortíðarinnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 09:00 Besta-spáin 2024: Vegasalt varnar og sóknar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 11:00 Besta-spáin 2024: Ætla að dvelja lengur hér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 09:01 Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02 Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Stjörnunnar og Íslandsmeistara Víkings laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir KA 6. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið fari upp um eitt sæti frá síðasta tímabili. Eftir að hafa lent í 2. sæti Bestu deildarinnar 2022 gerðu KA-menn sér vonir um titilbaráttu á síðasta tímabili. Þær vonir urðu ekki að veruleika en tímabilið var samt eftirminnilegt fyrir norðan. KA endaði vissulega bara í 7. sæti Bestu deildarinnar en komst í bikarúrslit í fyrsta sinn í nítján ár og vann tvö einvígi í Sambandsdeildinni. Hallgrímur Jónasson er að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari KA.vísir/hulda margrét Litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KA í vetur. Færeyingarnir Jóan Símun Edmundsson og Pætur Petersen eru horfnir á braut og Dusan Brkovic fór í FH eftir að hafa reynst KA svo vel undanfarin þrjú ár. Til að fylla skarð hans fengu KA-menn Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliða Fjölnis. Flestum þótti þetta vera full lítil styrking fyrir lið KA en í síðustu viku breyttist allt þegar Viðar Örn Kjartansson samdi við félagið. Það er gríðarleg búbót fyrir KA-menn fá Viðar sem hefur átt flottan feril í atvinnumennsku og orðið markakóngur í tveimur deildum (Noregi og Ísrael). Viðar raðaði inn mörkum síðast þegar hann spilaði á Íslandi (2013) og ætti að gera það aftur núna. grafík/gunnar tumi Það ætti því ekki að mæða jafn mikið á járnkarlinum Hallgrími Mar Steingrímssyni og síðustu ár. Hann hefur spilað alla 160 leiki KA síðan liðið komst aftur upp í efstu deild, skorað 53 mörk og gefið ógrynni stoðsendinga. Hallgrímur er upphafið og endirinn í sóknarleik KA-manna en hefur stundum vantað meiri stuðning. Hallgrímur missir af byrjun tímabilsins vegna veikinda en það verður í fyrsta sinn frá sumrinu 2015 sem hann missir af deildarleikjum. Mörkum sveitunga Hallgríms, Ásgeirs Sigurgeirssonar og Elfars Árna Aðalsteinssonar, hefur fækkað en Harley Willard getur byggt ofan á góðan endasprett á síðasta tímabili, Jakob Snær Árnason er alltaf seigur og Sveinn Margeir Hauksson er í stöðugri sókn. Hann klárar reyndar ekki tímabilið þar sem hann er á leið út í nám til Bandaríkjanna. grafík/gunnar tumi KA lenti í 2. sæti síns riðils í Lengjubikarnum og missti af sæti í undanúrslitum á markatölu. KA-menn unnu svo Kjarnafæðismótið eins og alltaf. Byrjunarlið KA er enn mjög sterkt, leikmannahópurinn er reyndur og skipulagið á liðinu er jafnan til mikillar fyrirmyndar. Og Viðari er ætlað að vera auka kryddið í súpuna sem Hallgrímur Jónasson er með í pottinum fyrir norðan. Bjarni Aðalsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson fagna marki í Evrópuleik gegn Dundalk í fyrra.vísir/hulda margrét Það er því kannski engin sérstök ástæða til að hafa miklar áhyggjur af KA. Fyrir komu Viðars var erfitt að sjá þá gera betur en í fyrra en eftir komu Selfyssingsins leyfa KA-menn sér eflaust að dreyma um Evrópubaráttu.
Besta-spáin 2024: Í traustum Heimishöndum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 11:01
Besta-spáin 2024: Verða að læra af mistökum fortíðarinnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 09:00
Besta-spáin 2024: Vegasalt varnar og sóknar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 11:00
Besta-spáin 2024: Ætla að dvelja lengur hér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 09:01
Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02
Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01