Baldur mælist með langmest fylgi Árni Sæberg skrifar 27. mars 2024 14:19 Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor mælist með ríflega helmingsfylgi meðal þeirra sem taka þátt í könnuninni. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson mælist með 37 prósent fylgi í könnun Prósents um hvern frambjóðanda fólk vilji að verði næsti forseti Íslands. Næsti frambjóðandi, Halla Tómasdóttir, mælist með 15 prósent fylgi en 34 prósent svarenda segjast ekki vita hvern þeir vilja í embætti forseta. Könnun Prósents var netkönnun meðal 1950 manna könnunarhóps og var framkvæmd dagana 20. til 27. mars. Svarhlutfall var 51 prósent sem þýðir að tæplega helmingur þeirra sem fengu könnunina senda svaraði ekki. Eftirfarandi spurning var lögð fyrir könnunarhópinn: Eftirfarandi er listi yfir þá 48 einstaklinga sem höfðu stofnað meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð á island.is þann 22. mars 2024. Hvern af eftirfarandi frambjóðendum myndir þú vilja að verði næsti forseti Íslands? Baldur efstur og „veit ekki“ næstur Í fréttatilkynningu um könnunina segir 34 prósent svarenda segist ekki vita hver þau vilji að verði næsti forseti, Baldur Þórhallsson fái 37 prósent fylgi, Halla Tómasdóttir 15 prósent, Arnar Þór Jónsson 5 prósent, Ásdís Rán Gunnarsdóttir 4 prósent, Ástþór Magnússon Wium 2 prósent, Agnieszka Sokolowska 1 prósent, Sigríður Hrund Pétursdóttir 1 prósent og allir aðrir frambjóðendur samanlagt 3 prósent. Prósent Ríflega helmingur þeirra sem taka afstöðu vill Baldur Af þeim sem tóku afstöðu vilja 56 prósent að Baldur Þórhallsson verði næsti forseti Íslands. 23 prósent vilja Höllu Tómasdóttur, 8 prósent vilja Arnar Þór Jónsson, 5 prósent Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, 3 prósent Ástþór Magnússon, 1 prósent Agnieszku Sowlolska, 1 prósent Sigríði Hrund Pétursdóttur og 3 prósent samanlagt völdu aðra frambjóðendur. Prósent Karlar vilja frekar Arnar Þór Í tilkynningu segir að ekki sé mikill munur á milli kynja heilt á litið en marktækur munur sé á viðhorfi karla og kvenna til Arnars Þórs Jónssonar. 7 prósent karla vilji sjá hann sem næsta forseta en 2 prósent kvenna. Prósent Þá segir að Baldur Þórhallsson sæki sitt fylgi helst til 25 til 64 ára en Halla Tómasdóttir sé með mesta fylgið hjá 45 ára og eldri. Flestir eða 55 prósent þeirra sem eru 18 til 24 ára viti ekki hvern þau vilji sem næsta forseta. Prósent Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Könnun Prósents var netkönnun meðal 1950 manna könnunarhóps og var framkvæmd dagana 20. til 27. mars. Svarhlutfall var 51 prósent sem þýðir að tæplega helmingur þeirra sem fengu könnunina senda svaraði ekki. Eftirfarandi spurning var lögð fyrir könnunarhópinn: Eftirfarandi er listi yfir þá 48 einstaklinga sem höfðu stofnað meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð á island.is þann 22. mars 2024. Hvern af eftirfarandi frambjóðendum myndir þú vilja að verði næsti forseti Íslands? Baldur efstur og „veit ekki“ næstur Í fréttatilkynningu um könnunina segir 34 prósent svarenda segist ekki vita hver þau vilji að verði næsti forseti, Baldur Þórhallsson fái 37 prósent fylgi, Halla Tómasdóttir 15 prósent, Arnar Þór Jónsson 5 prósent, Ásdís Rán Gunnarsdóttir 4 prósent, Ástþór Magnússon Wium 2 prósent, Agnieszka Sokolowska 1 prósent, Sigríður Hrund Pétursdóttir 1 prósent og allir aðrir frambjóðendur samanlagt 3 prósent. Prósent Ríflega helmingur þeirra sem taka afstöðu vill Baldur Af þeim sem tóku afstöðu vilja 56 prósent að Baldur Þórhallsson verði næsti forseti Íslands. 23 prósent vilja Höllu Tómasdóttur, 8 prósent vilja Arnar Þór Jónsson, 5 prósent Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, 3 prósent Ástþór Magnússon, 1 prósent Agnieszku Sowlolska, 1 prósent Sigríði Hrund Pétursdóttur og 3 prósent samanlagt völdu aðra frambjóðendur. Prósent Karlar vilja frekar Arnar Þór Í tilkynningu segir að ekki sé mikill munur á milli kynja heilt á litið en marktækur munur sé á viðhorfi karla og kvenna til Arnars Þórs Jónssonar. 7 prósent karla vilji sjá hann sem næsta forseta en 2 prósent kvenna. Prósent Þá segir að Baldur Þórhallsson sæki sitt fylgi helst til 25 til 64 ára en Halla Tómasdóttir sé með mesta fylgið hjá 45 ára og eldri. Flestir eða 55 prósent þeirra sem eru 18 til 24 ára viti ekki hvern þau vilji sem næsta forseta. Prósent
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira