Fótbolti

Haaland baðst af­sökunar eftir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Sorloth og  Erling Haaland fagna saman marki á móti Slóvakíu í gær en það dugði ekki til sigurs.
Alexander Sorloth og  Erling Haaland fagna saman marki á móti Slóvakíu í gær en það dugði ekki til sigurs. AP/Fredrik Varfjell

Norski framherjinn Erling Braut Haaland klúðraði víti í jafntefli á móti Slóvakíu í vináttulandsleik í gærkvöldi.

Haaland hefur raðað inn mörkum og titlum með Manchester City en það gengur ekki eins vel með norska landsliðinu.

Norðmenn voru langt frá því að komast á Evrópumótið í Þýskalandi og hafa ekki verið á stórmóti í 24 ár.

Norska liðið lék tvo landsleiki í þessum glugga en vann hvorugan. 1-1 jafntefli við Slóvakíu eftir 2-1 tap á móti Tékklandi.

@erling.haaland

Haaland skoraði í hvorugum leiknum og hefur ekki skorað í fjórum síðustu landsleikjum sínum. Hann er engu að síður með 27 mörk í 31 landsleik.

Haaland fékk frábært tækifæri til að bæta úr því í gær en klúðraði víti í stöðunni 1-0 fyrir Noreg. Slóvakíski markvörðurinn Marek Rodak varði frá honum.

Ondrej Duda jafnaði síðan leikinn á lokamínútunni og Norðmenn hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm landsleikjum sínum en sá sigur kom á móti Færeyjum í nóvember.

Haaland var ósáttur eftir leik og taldi sig þurfa að biðjast afsökunar á samfélagsmiðlum.

„Fyrirgefið öll. Það er mér að kenna að við unnum ekki í kvöld,“ skrifaði Haaland á Instagram.

Haaland er á leiðinni aftur til Englands en fram undan er leikur með Manchester City á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×