Dragon's Dogma 2: Skemmtilegur en í senn óþolandi Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2024 08:45 Spilarar geta beitt mörgum leiðum til að drepa skrimsli Dragon's Dogma 2. Capcom Það er ansi margt sem mér finnst mjög gott við Dragon's Dogma 2. Sömuleiðis eru margar ákvarðanir sem hafa verið teknar við framleiðslu leiksins sem mér þykir vægast sagt undarlegar. Leikurinn er þó fyrst og fremst skemmtilegur, þegar hann er ekki óþolandi. Í DD2 setja spilarar sig í spor persónu sem kallast Arisen. Sem sú persóna þurfum við að berjast í gegnum hjarðir af skrímslum og elta upp drekann sem gerði okkur að Arisen. Leikurinn gerist í stórum opnum heimi og Arisen þvælist inn í pólitískar deilur tveggja ríkja í leiðinni. Það allra fyrsta sem maður tekur eftir við DD2 er að kerfið til að búa til manns eigin Arisen er einstaklega ítarlegt. Ef maður gefur sér góðan tíma er hægt að gera nánast hvern sem er, og það hefur eiginlega verið gert. Maður þarf líka að búa sér til svokallað peð. Söguheimurinn er fullur af peðum sem eru nokkurs konar fylgifiskar Arisen og hlýða skipunum þeirra. Peðið sem maður skapar sjálfur fylgir manni í gegnum leikinn. Önnur peð þarf maður að finna í leiknum og getur maður ráðið peð annarra spilara til að fylgja manni. Minn fyrsti Arisen er bardagakappi með sverð og skjöld, enn sem komið er. Peðið mitt, hún Heiður, er með boga og svo reyni ég að vera með einn rogue og einn galdrakarl með mér. Það er samt hægt að leika sér mikið með þessa samsetningu og breyta bardagastíl manns eigin Arisen töluvert í gegnum spilun leiksins. Hægt er að opna á fleiri spilunarmöguleika og skipta um bardagstíl hvenær sem er. Maður getur einnig verið bogamaður, þjófur eða galdrakarl og svo bætast auðvitað við fleiri sérhæfðri flokkar við spilun leiksins. Ævintýri á förnum vegi Kort DD2 er risastórt og það eru takmarkaðar leiðir til að ferðast um með flýti. Í flestum tilfellum er betra að hlaupa um á milli staða á tveimur jafnfljótum. Maður upplifir ekki ævintýri sitjandi sofandi í einhverjum vögnum. Einu sinni á ferð minni um söguheim DD2 lenti stór Griffin rétt hjá mér og réðst á búfénað. Ég kom nautunum/loðfílunum til bjargar, eða reyndi það allavega, og réðst á Griffininn. Við tók langur og erfiður bardagi. Undir lok þessa bardaga gerði ég þau mistök að vera of lengi á baki helvítis fuglsins að stinga hann svo hann flaug upp og kastaði mér til jarðar. Ég dó en átti mjög verðmætan stein sem gat veitt mér líf á nýjan leik. Griffininn átti svo lítið líf að ég stökk á það og spanderaði steininum fyrir líf. Capcom Um leið og kallinn minn stóð upp flúði helvítis fuglinn þó. Ég var vægast sagt ósáttur og smá pirraður, jafnvel slatta, en þessi bardagi hefur staðið svolítið upp úr. Griffin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, stóð í stórskemmtilegum bardaga við mig og drullaði sér svo bara í burtu áður en ég gat klárað hann. Þetta og önnur sambærileg atvik færa söguheiminum aukið líf. Nokkrum klukkustundum síðar sá ég skugga hreyfast á jörðinni og leit til sólar. Þar sá ég annan Griffin dýfa sér í áttina að mér og mínum peðum. Við tók annar heljarinnar bardagi, sem ég vann einnig. Ég græddi þó ekkert á því heldur þar sem helvítis fuglinn hrapaði ofan í á rétt áður en ég gat drepið hann og hvarf. Ég fékk aftur engar dýrmætar fjaðrir og varð aftur brjálaður, vægast sagt. Atvik sem þessi eru samt stundum, jafnvel oft, æðisleg. Of mörg ævintýri á förnum vegi? Nú sný ég mér aðeins að hlutum sem fara í taugarnar á mér. Sagan er merkilega þunnur þrettándi, samtöl við persónur eru algjörlega tilgangslaus, enda eru þetta ekki samtöl, þar sem aðalhetjan hefur ekki rödd og maður getur ekki valið neitt til að segja við aðrar persónur. Þöglar aðalpersónur í tölvuleikjum eru eitthvað sem ég hélt að hefði að mestu verið útrýmt. „Sæll Arisen. Langt síðan við sáumst síðast.“ Ýti á X. „Ahh, já. Þú ert einstaklega mælskur og þvílíka ræðan sem þú hélst.“ Ýti aftur á X. „Hahaha. Góður brandari.“ Mér var mjög fljótt hugsað til þessa myndbands frá Viva La Dirt League. Þetta hefur alltaf farið í taugarnar á mér í tölvuleikjum. Eins og áður segir er söguheimur DD2 stútfullur af skrímslum. Ég hreinlega skil ekki hvernig fólk á lifa í þessum söguheimi. Það eru alls konar skrímsli bókstaflega allsstaðar, sem verður hreinlega mjög pirrandi. Það er nefnilega frekar þreytt að þurfa sífellt að berjast við sömu óvinina í hvert sinn sem maður er að reyna að fara eitthvað. Sama hversu oft maður fer tiltekna vegi, þá mætir maður alltaf þessum sömu óvinum og þeir eru nánast alls staðar. Stærri skrímslin virðast samt ekki jafn kerfisbundin, sem býður upp á skemmtileg atvik eins og ég nefni hér að ofan. Annað sem fer í taugarnar á mér. Peðin, blessuðu peðin. Þau halda bókstaflega aldrei kjafti. Það væri svo sem allt í lagi, ef þau væru ekki alltaf að segja sömu tilgangslausu þvæluna. Það er til dæmis ekki hægt að ganga hjá stiga án þess að þau tali um hann og þau eru sífellt að segja sömu sögurnar. Þau geta líka verið merkilega heimsk. Þau geta fests á hinum skringilegustu stöðum og fallið fram af klettum, því það eru klettar bókstaflega alls staðar. Það er merkilega lítið flatlendi í þessum söguheimi. Fastur undir kletti Þá komum við að einu því allra mest pirrandi sem ég hef lent í. Það var tiltölulega snemma við spilun leiksins þegar ég slysaðist til að detta fram af kletti og ofan í á. Það má ekki og ég dó í ánni. Leikurinn færði mig þó ekki aftur upp á bakka árinnar heldur ofan á einhvern stein í hálfu kafi. Það var ansi langt síðan ég hafði vistað leikinn og ég varði næstu tíu mínútu, í að pikka á X takkann og reyna að klifra upp þennan klett aftur. Það tókst á endanum en þetta var óþolandi. Þegar kemur að stjórnkerfi DD2, því að stýra söguhetjunni, þá skil ég eiginlega ekki hvað starfsmönnum Capcom gekk til. Þetta kerfi býður engan veginn upp á fínar hreyfingar og það að takkinn til að taka upp drasl sem verður á vegi manns er sami takkin og maður notar til að hlaupa hefur leitt til þess að ég er endalaust að hlaupa fram af einhverjum klettum. Capcom Myndavélin er sömuleiðs oft mjög leiðinleg og stundum sér maður ekkert hvað er að gerast í þessum leik. Það hefur þó enn sem komið er sjaldan gerst á mikilvægum augnablikum eða í bardögum. Það er líka hægt að stilla hana og fínpússa eftir hentisemi, sem er fínt. Ég var svolítið reiður þegar ég skrifaði þennan kafla niður, eftir þetta kjaftæði með þennan helvítis klett og ána. Tónninn skrifast svolítið á það. En ástæðan fyrir því að ég gat lítið gert eftir að ég féll niður af þessum kletti er að maður getur bara spilað einn leik í einu í Dragon's Dogma 2. Það er eitt autosave og eitt manual save og svo er hægt að fara til baka þegar maður svaf síðast, sem getur verið heillangur tími, eins og það var í mínu tilfelli. Það að maður geti ekki verið með nokkur save í gangi eða spilað fleiri en einn karakter í einu er eiginlega alveg fáránlegt. Þetta gerði fleiri en mig reiða og starfsmenn Capcom hétu því að bæta úr þessu með plástrum í framtíðinni og hafa gert það. Þetta er þó ein af þessum stórundarlegu ákvörðunum sem ég talaði um í upphafi umfjöllunarinnar. Capcom Samantekt-ish Þó ég láti margt í DD2 fara í taugarnar á mér, er þetta mjög skemmtilegur leikur sem ég mun án efa halda áfram að spila. Ég er augljóslega ekki einn þeirrar skoðunar þar sem leikurinn hefur selst eins og heitar lummur. Bardagakerfi DD2 er skemmtilegt og þá sérstaklega í erfiðum bardögum. Það kemur slatta niður á leiknum hvað mér þykir sagan óáhugaverð og nánast ekki skipta máli en það gæti verið mitt vandamál. Ef fólk hefur gaman af ævintýraleikjum, ætti enginn að verða fyrir vonbrigðum með Dragon's Dogma 2. Leikjadómar Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Í DD2 setja spilarar sig í spor persónu sem kallast Arisen. Sem sú persóna þurfum við að berjast í gegnum hjarðir af skrímslum og elta upp drekann sem gerði okkur að Arisen. Leikurinn gerist í stórum opnum heimi og Arisen þvælist inn í pólitískar deilur tveggja ríkja í leiðinni. Það allra fyrsta sem maður tekur eftir við DD2 er að kerfið til að búa til manns eigin Arisen er einstaklega ítarlegt. Ef maður gefur sér góðan tíma er hægt að gera nánast hvern sem er, og það hefur eiginlega verið gert. Maður þarf líka að búa sér til svokallað peð. Söguheimurinn er fullur af peðum sem eru nokkurs konar fylgifiskar Arisen og hlýða skipunum þeirra. Peðið sem maður skapar sjálfur fylgir manni í gegnum leikinn. Önnur peð þarf maður að finna í leiknum og getur maður ráðið peð annarra spilara til að fylgja manni. Minn fyrsti Arisen er bardagakappi með sverð og skjöld, enn sem komið er. Peðið mitt, hún Heiður, er með boga og svo reyni ég að vera með einn rogue og einn galdrakarl með mér. Það er samt hægt að leika sér mikið með þessa samsetningu og breyta bardagastíl manns eigin Arisen töluvert í gegnum spilun leiksins. Hægt er að opna á fleiri spilunarmöguleika og skipta um bardagstíl hvenær sem er. Maður getur einnig verið bogamaður, þjófur eða galdrakarl og svo bætast auðvitað við fleiri sérhæfðri flokkar við spilun leiksins. Ævintýri á förnum vegi Kort DD2 er risastórt og það eru takmarkaðar leiðir til að ferðast um með flýti. Í flestum tilfellum er betra að hlaupa um á milli staða á tveimur jafnfljótum. Maður upplifir ekki ævintýri sitjandi sofandi í einhverjum vögnum. Einu sinni á ferð minni um söguheim DD2 lenti stór Griffin rétt hjá mér og réðst á búfénað. Ég kom nautunum/loðfílunum til bjargar, eða reyndi það allavega, og réðst á Griffininn. Við tók langur og erfiður bardagi. Undir lok þessa bardaga gerði ég þau mistök að vera of lengi á baki helvítis fuglsins að stinga hann svo hann flaug upp og kastaði mér til jarðar. Ég dó en átti mjög verðmætan stein sem gat veitt mér líf á nýjan leik. Griffininn átti svo lítið líf að ég stökk á það og spanderaði steininum fyrir líf. Capcom Um leið og kallinn minn stóð upp flúði helvítis fuglinn þó. Ég var vægast sagt ósáttur og smá pirraður, jafnvel slatta, en þessi bardagi hefur staðið svolítið upp úr. Griffin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, stóð í stórskemmtilegum bardaga við mig og drullaði sér svo bara í burtu áður en ég gat klárað hann. Þetta og önnur sambærileg atvik færa söguheiminum aukið líf. Nokkrum klukkustundum síðar sá ég skugga hreyfast á jörðinni og leit til sólar. Þar sá ég annan Griffin dýfa sér í áttina að mér og mínum peðum. Við tók annar heljarinnar bardagi, sem ég vann einnig. Ég græddi þó ekkert á því heldur þar sem helvítis fuglinn hrapaði ofan í á rétt áður en ég gat drepið hann og hvarf. Ég fékk aftur engar dýrmætar fjaðrir og varð aftur brjálaður, vægast sagt. Atvik sem þessi eru samt stundum, jafnvel oft, æðisleg. Of mörg ævintýri á förnum vegi? Nú sný ég mér aðeins að hlutum sem fara í taugarnar á mér. Sagan er merkilega þunnur þrettándi, samtöl við persónur eru algjörlega tilgangslaus, enda eru þetta ekki samtöl, þar sem aðalhetjan hefur ekki rödd og maður getur ekki valið neitt til að segja við aðrar persónur. Þöglar aðalpersónur í tölvuleikjum eru eitthvað sem ég hélt að hefði að mestu verið útrýmt. „Sæll Arisen. Langt síðan við sáumst síðast.“ Ýti á X. „Ahh, já. Þú ert einstaklega mælskur og þvílíka ræðan sem þú hélst.“ Ýti aftur á X. „Hahaha. Góður brandari.“ Mér var mjög fljótt hugsað til þessa myndbands frá Viva La Dirt League. Þetta hefur alltaf farið í taugarnar á mér í tölvuleikjum. Eins og áður segir er söguheimur DD2 stútfullur af skrímslum. Ég hreinlega skil ekki hvernig fólk á lifa í þessum söguheimi. Það eru alls konar skrímsli bókstaflega allsstaðar, sem verður hreinlega mjög pirrandi. Það er nefnilega frekar þreytt að þurfa sífellt að berjast við sömu óvinina í hvert sinn sem maður er að reyna að fara eitthvað. Sama hversu oft maður fer tiltekna vegi, þá mætir maður alltaf þessum sömu óvinum og þeir eru nánast alls staðar. Stærri skrímslin virðast samt ekki jafn kerfisbundin, sem býður upp á skemmtileg atvik eins og ég nefni hér að ofan. Annað sem fer í taugarnar á mér. Peðin, blessuðu peðin. Þau halda bókstaflega aldrei kjafti. Það væri svo sem allt í lagi, ef þau væru ekki alltaf að segja sömu tilgangslausu þvæluna. Það er til dæmis ekki hægt að ganga hjá stiga án þess að þau tali um hann og þau eru sífellt að segja sömu sögurnar. Þau geta líka verið merkilega heimsk. Þau geta fests á hinum skringilegustu stöðum og fallið fram af klettum, því það eru klettar bókstaflega alls staðar. Það er merkilega lítið flatlendi í þessum söguheimi. Fastur undir kletti Þá komum við að einu því allra mest pirrandi sem ég hef lent í. Það var tiltölulega snemma við spilun leiksins þegar ég slysaðist til að detta fram af kletti og ofan í á. Það má ekki og ég dó í ánni. Leikurinn færði mig þó ekki aftur upp á bakka árinnar heldur ofan á einhvern stein í hálfu kafi. Það var ansi langt síðan ég hafði vistað leikinn og ég varði næstu tíu mínútu, í að pikka á X takkann og reyna að klifra upp þennan klett aftur. Það tókst á endanum en þetta var óþolandi. Þegar kemur að stjórnkerfi DD2, því að stýra söguhetjunni, þá skil ég eiginlega ekki hvað starfsmönnum Capcom gekk til. Þetta kerfi býður engan veginn upp á fínar hreyfingar og það að takkinn til að taka upp drasl sem verður á vegi manns er sami takkin og maður notar til að hlaupa hefur leitt til þess að ég er endalaust að hlaupa fram af einhverjum klettum. Capcom Myndavélin er sömuleiðs oft mjög leiðinleg og stundum sér maður ekkert hvað er að gerast í þessum leik. Það hefur þó enn sem komið er sjaldan gerst á mikilvægum augnablikum eða í bardögum. Það er líka hægt að stilla hana og fínpússa eftir hentisemi, sem er fínt. Ég var svolítið reiður þegar ég skrifaði þennan kafla niður, eftir þetta kjaftæði með þennan helvítis klett og ána. Tónninn skrifast svolítið á það. En ástæðan fyrir því að ég gat lítið gert eftir að ég féll niður af þessum kletti er að maður getur bara spilað einn leik í einu í Dragon's Dogma 2. Það er eitt autosave og eitt manual save og svo er hægt að fara til baka þegar maður svaf síðast, sem getur verið heillangur tími, eins og það var í mínu tilfelli. Það að maður geti ekki verið með nokkur save í gangi eða spilað fleiri en einn karakter í einu er eiginlega alveg fáránlegt. Þetta gerði fleiri en mig reiða og starfsmenn Capcom hétu því að bæta úr þessu með plástrum í framtíðinni og hafa gert það. Þetta er þó ein af þessum stórundarlegu ákvörðunum sem ég talaði um í upphafi umfjöllunarinnar. Capcom Samantekt-ish Þó ég láti margt í DD2 fara í taugarnar á mér, er þetta mjög skemmtilegur leikur sem ég mun án efa halda áfram að spila. Ég er augljóslega ekki einn þeirrar skoðunar þar sem leikurinn hefur selst eins og heitar lummur. Bardagakerfi DD2 er skemmtilegt og þá sérstaklega í erfiðum bardögum. Það kemur slatta niður á leiknum hvað mér þykir sagan óáhugaverð og nánast ekki skipta máli en það gæti verið mitt vandamál. Ef fólk hefur gaman af ævintýraleikjum, ætti enginn að verða fyrir vonbrigðum með Dragon's Dogma 2.
Leikjadómar Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira