„Mér finnst ég hafa nóg fram að bjóða í þessu liði“ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. mars 2024 22:26 Jóhann Berg svekktur í bakgrunninum þegar Mykhailo Mudryk fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Fyrirliði Íslands Jóhann Berg Guðmundsson segist ekki vera hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir erfitt að kyngja tapinu gegn Úkraínu í kvöld. „Erfitt,“ sagði Jóhann Berg í viðtali við Stefán Árna aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. „Við erum 1-0 yfir og vorum að spila ágætlega þegar við þorðum að spila. Síðan fannst mér við fara of aftarlega og leyfa þeim að hafa boltann.“ Staðan í hálfleik var 1-0 eftir mark Alberts Guðmundssonar á 30. mínútu. Það var viðbúið að úkraínska liðið myndi setja pressu á það íslenska í síðari hálfleiknum sem raungerðist. „Í hálfleik töluðum við um að reyna aðeins að halda betur í boltann. Það tókst á köflum og við sköpuðum okkur þannig séð ekki færi en það voru nokkur skot sem Jón Dagur átti. Við föllum of aftarlega og þeir eru góðir í fóbolta. Það er erfitt að kyngja þessu.“ „Svekkjandi að ná ekki að gera það oftar“ Jóhann Berg sagði úkraínska liðið með góða knattspyrnumenn í sínu liði og að erfitt hafi verið að eiga við liðið þegar það náði upp spili. „Þeir eru góðir að yfirmanna kantana og draga okkur miðjumennina út. Þá er erfitt að eiga við það. Það var mikil hreyfing á þeim og við náðum ekki að pressa þá nógu hátt. Þegar við náðum að pressa þá hátt þá voru þeir í tómu tjóni. Það er svekkjandi að ná ekki að gera það oftar.“ Jóhann Berg er orðinn 33 ára gamall en leikur enn á hæsta stigi knattspyrnunnar á Englandi. Hann sagðist ekki vera hættur með landsliðinu heldur ætti hann nóg að bjóða. „Það kemur í ljós, nei nei. Mér finnst ég hafa nóg fram að bjóða í þessu liði og eiga nokkur ár eftir. Auðvitað er ég búinn að eiga frábæran landsliðsferil. Að spila fyrir þjóð sína er sérstakt. Ég er svo sem ekkert hættur en við auðvitað skoðum bara hvað er í gangi næstu mánuði.“ Viðtalið við Jóhann Berg má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jóhann Berg eftir Úkraínuleikinn EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
„Erfitt,“ sagði Jóhann Berg í viðtali við Stefán Árna aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. „Við erum 1-0 yfir og vorum að spila ágætlega þegar við þorðum að spila. Síðan fannst mér við fara of aftarlega og leyfa þeim að hafa boltann.“ Staðan í hálfleik var 1-0 eftir mark Alberts Guðmundssonar á 30. mínútu. Það var viðbúið að úkraínska liðið myndi setja pressu á það íslenska í síðari hálfleiknum sem raungerðist. „Í hálfleik töluðum við um að reyna aðeins að halda betur í boltann. Það tókst á köflum og við sköpuðum okkur þannig séð ekki færi en það voru nokkur skot sem Jón Dagur átti. Við föllum of aftarlega og þeir eru góðir í fóbolta. Það er erfitt að kyngja þessu.“ „Svekkjandi að ná ekki að gera það oftar“ Jóhann Berg sagði úkraínska liðið með góða knattspyrnumenn í sínu liði og að erfitt hafi verið að eiga við liðið þegar það náði upp spili. „Þeir eru góðir að yfirmanna kantana og draga okkur miðjumennina út. Þá er erfitt að eiga við það. Það var mikil hreyfing á þeim og við náðum ekki að pressa þá nógu hátt. Þegar við náðum að pressa þá hátt þá voru þeir í tómu tjóni. Það er svekkjandi að ná ekki að gera það oftar.“ Jóhann Berg er orðinn 33 ára gamall en leikur enn á hæsta stigi knattspyrnunnar á Englandi. Hann sagðist ekki vera hættur með landsliðinu heldur ætti hann nóg að bjóða. „Það kemur í ljós, nei nei. Mér finnst ég hafa nóg fram að bjóða í þessu liði og eiga nokkur ár eftir. Auðvitað er ég búinn að eiga frábæran landsliðsferil. Að spila fyrir þjóð sína er sérstakt. Ég er svo sem ekkert hættur en við auðvitað skoðum bara hvað er í gangi næstu mánuði.“ Viðtalið við Jóhann Berg má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jóhann Berg eftir Úkraínuleikinn
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira