„Mér finnst ég hafa nóg fram að bjóða í þessu liði“ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. mars 2024 22:26 Jóhann Berg svekktur í bakgrunninum þegar Mykhailo Mudryk fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Fyrirliði Íslands Jóhann Berg Guðmundsson segist ekki vera hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir erfitt að kyngja tapinu gegn Úkraínu í kvöld. „Erfitt,“ sagði Jóhann Berg í viðtali við Stefán Árna aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. „Við erum 1-0 yfir og vorum að spila ágætlega þegar við þorðum að spila. Síðan fannst mér við fara of aftarlega og leyfa þeim að hafa boltann.“ Staðan í hálfleik var 1-0 eftir mark Alberts Guðmundssonar á 30. mínútu. Það var viðbúið að úkraínska liðið myndi setja pressu á það íslenska í síðari hálfleiknum sem raungerðist. „Í hálfleik töluðum við um að reyna aðeins að halda betur í boltann. Það tókst á köflum og við sköpuðum okkur þannig séð ekki færi en það voru nokkur skot sem Jón Dagur átti. Við föllum of aftarlega og þeir eru góðir í fóbolta. Það er erfitt að kyngja þessu.“ „Svekkjandi að ná ekki að gera það oftar“ Jóhann Berg sagði úkraínska liðið með góða knattspyrnumenn í sínu liði og að erfitt hafi verið að eiga við liðið þegar það náði upp spili. „Þeir eru góðir að yfirmanna kantana og draga okkur miðjumennina út. Þá er erfitt að eiga við það. Það var mikil hreyfing á þeim og við náðum ekki að pressa þá nógu hátt. Þegar við náðum að pressa þá hátt þá voru þeir í tómu tjóni. Það er svekkjandi að ná ekki að gera það oftar.“ Jóhann Berg er orðinn 33 ára gamall en leikur enn á hæsta stigi knattspyrnunnar á Englandi. Hann sagðist ekki vera hættur með landsliðinu heldur ætti hann nóg að bjóða. „Það kemur í ljós, nei nei. Mér finnst ég hafa nóg fram að bjóða í þessu liði og eiga nokkur ár eftir. Auðvitað er ég búinn að eiga frábæran landsliðsferil. Að spila fyrir þjóð sína er sérstakt. Ég er svo sem ekkert hættur en við auðvitað skoðum bara hvað er í gangi næstu mánuði.“ Viðtalið við Jóhann Berg má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jóhann Berg eftir Úkraínuleikinn EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Sjá meira
„Erfitt,“ sagði Jóhann Berg í viðtali við Stefán Árna aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. „Við erum 1-0 yfir og vorum að spila ágætlega þegar við þorðum að spila. Síðan fannst mér við fara of aftarlega og leyfa þeim að hafa boltann.“ Staðan í hálfleik var 1-0 eftir mark Alberts Guðmundssonar á 30. mínútu. Það var viðbúið að úkraínska liðið myndi setja pressu á það íslenska í síðari hálfleiknum sem raungerðist. „Í hálfleik töluðum við um að reyna aðeins að halda betur í boltann. Það tókst á köflum og við sköpuðum okkur þannig séð ekki færi en það voru nokkur skot sem Jón Dagur átti. Við föllum of aftarlega og þeir eru góðir í fóbolta. Það er erfitt að kyngja þessu.“ „Svekkjandi að ná ekki að gera það oftar“ Jóhann Berg sagði úkraínska liðið með góða knattspyrnumenn í sínu liði og að erfitt hafi verið að eiga við liðið þegar það náði upp spili. „Þeir eru góðir að yfirmanna kantana og draga okkur miðjumennina út. Þá er erfitt að eiga við það. Það var mikil hreyfing á þeim og við náðum ekki að pressa þá nógu hátt. Þegar við náðum að pressa þá hátt þá voru þeir í tómu tjóni. Það er svekkjandi að ná ekki að gera það oftar.“ Jóhann Berg er orðinn 33 ára gamall en leikur enn á hæsta stigi knattspyrnunnar á Englandi. Hann sagðist ekki vera hættur með landsliðinu heldur ætti hann nóg að bjóða. „Það kemur í ljós, nei nei. Mér finnst ég hafa nóg fram að bjóða í þessu liði og eiga nokkur ár eftir. Auðvitað er ég búinn að eiga frábæran landsliðsferil. Að spila fyrir þjóð sína er sérstakt. Ég er svo sem ekkert hættur en við auðvitað skoðum bara hvað er í gangi næstu mánuði.“ Viðtalið við Jóhann Berg má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jóhann Berg eftir Úkraínuleikinn
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Sjá meira