Svona verður EM hjá Íslandi vinnist leikurinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2024 08:00 Það var gaman hjá íslenska landsliðinu á síðasta Evrópumóti sumarið 2016 og draumur um annað EM gæti orðið að veruleika í kvöld. EPA/GEORGI LICOVSKI Íslenskir aðdáendur geta byrjað strax að plana ferð til Þýskalands og að finna gistingu í München, Düsseldorf og Stuttgart vinni strákarnir okkar Úkraínu í kvöld. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er einum sigri frá sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Það óvenjulega við það er að strákarnir okkar vita nákvæmlega hvað bíður þeirra vinnist leikurinn við Úkraínu í kvöld. Það er nefnilega búið að draga í riðla og stilla öllu Evrópumótinu upp enda aðeins nokkrir mánuðir í fyrsta leik. Það lið sem vinnur leik Íslands og Úkraínu í kvöld lendir í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. Toughest group?#EURO2024 pic.twitter.com/LYCznY09vH— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) December 3, 2023 Fyrsti leikur þess liðs fer fram á sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Leikurinn er á móti Rúmeníu 17. júní og verður spilaður á sjálfum Allianz Arena, heimavelli Bayern München. Næsti leikur er fjórum dögum seinna, 21. júní, á móti Slóvakíu en sá leikur er spilaður á Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf. Sá leikvangur hýsti einmitt leiki í úrslitakeppni EM í handbolta í janúar. Lokaleikur liðsins í riðlinum er síðan á móti Belgíu á MHPArena í Stuttgart 26. júní. Liðið fær því einn dag auka til að jafna sig á milli leikja. Við Íslendingar þekkjum þennan leikvang kannski mest sem Neckarstadion en þar réði Ásgeir Sigurvinsson ríkjum á níunda áratugnum og vann þýska meistaratitilinn vorið 1984. Tvö efstu liðin í riðlinum vita hvar þau spila í sextán liða úrslitunum en svo gæti líka farið að liðið í þriðja sæti fari áfram. Það kemur ekki ljós fyrr en allir leikir hafa spilast. Sigurvegari riðilsins spilar á Allianz Arena í München en liðið í öðru sæti á leik í Düsseldorf. Stuttgart, 22 March Munich, 14 May Fans across Germany's 10 host cities will get a chance to see the Henri Delaunay Cup up close with the #EURO2024 Trophy Tour More details — UEFA EURO 2024 (@EURO2024) March 13, 2024 Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er einum sigri frá sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Það óvenjulega við það er að strákarnir okkar vita nákvæmlega hvað bíður þeirra vinnist leikurinn við Úkraínu í kvöld. Það er nefnilega búið að draga í riðla og stilla öllu Evrópumótinu upp enda aðeins nokkrir mánuðir í fyrsta leik. Það lið sem vinnur leik Íslands og Úkraínu í kvöld lendir í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. Toughest group?#EURO2024 pic.twitter.com/LYCznY09vH— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) December 3, 2023 Fyrsti leikur þess liðs fer fram á sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Leikurinn er á móti Rúmeníu 17. júní og verður spilaður á sjálfum Allianz Arena, heimavelli Bayern München. Næsti leikur er fjórum dögum seinna, 21. júní, á móti Slóvakíu en sá leikur er spilaður á Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf. Sá leikvangur hýsti einmitt leiki í úrslitakeppni EM í handbolta í janúar. Lokaleikur liðsins í riðlinum er síðan á móti Belgíu á MHPArena í Stuttgart 26. júní. Liðið fær því einn dag auka til að jafna sig á milli leikja. Við Íslendingar þekkjum þennan leikvang kannski mest sem Neckarstadion en þar réði Ásgeir Sigurvinsson ríkjum á níunda áratugnum og vann þýska meistaratitilinn vorið 1984. Tvö efstu liðin í riðlinum vita hvar þau spila í sextán liða úrslitunum en svo gæti líka farið að liðið í þriðja sæti fari áfram. Það kemur ekki ljós fyrr en allir leikir hafa spilast. Sigurvegari riðilsins spilar á Allianz Arena í München en liðið í öðru sæti á leik í Düsseldorf. Stuttgart, 22 March Munich, 14 May Fans across Germany's 10 host cities will get a chance to see the Henri Delaunay Cup up close with the #EURO2024 Trophy Tour More details — UEFA EURO 2024 (@EURO2024) March 13, 2024 Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira