Gistu tvær nætur í Madríd eftir ferð til Venesúela Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2024 13:32 Flóttamenn frá Venesúela mótmæla brottflutningi við Útlendingastofnun. vísir/vilhelm Kostnaður vegna fylgdar 180 Venesúela til síns heima var rúmar fjórar milljónir króna. Þetta kemur fram í bréfi til Allsherjar- og menntamálanefndar. Útlendingastofnun (ÚTL og embætti ríkislögreglustjóra (RLS), í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustöð Evrópu (Frontex) aðstoðuðu 15. nóvember 2023 alls 180 venesúelska ríkisborgara að snúa aftur til síns heima. Athygli vekur að samkvæmt ferðaáætlun gisti hópurinn tvær nætur í Madríd. Samkvæmt heimildum Vísis var þessi tilhögun höfð til að fá fólk til að leggja í hann. Kostnaður íslenskra stjórnvalda umfram hefðbundin laun starfsmanna voru dagpeningar uppá tvær milljónir króna, áætlunarflug frá Madríd til Keflavíkur sem voru rúmlega 900 þúsund krónur, rútuferðir 15. nóvember sem nam 360 þúsund krónum, flutningur farangurs fyrir farþegar til Keflavíkurflugvallar 14. nóvember 870 þúsund krónur, veitingar á Keflavíkurflugvelli sem voru 17.639 krónur. AF þessum kostnaði, sem var alls 4.108.687 krónur, endurgreiddi Frontex 2,5 milljónir. Fjöldi starfsfólks lögreglu, Útlendingastofnunar og annarra aðila sem fylgdi Venesúelum á leiðarenda var nokkur eða 28 manns. Einn yfirmaður ferðarinnar frá RSL, fjórir lögreglufulltrúar frá RLS, einn lögreglufulltrúi og hjúkrunarfræðingur, einn lögreglufulltrúi og vettvangsliði, einn túlkur, einn upplýsingafulltrúi, tveir starfsmenn ÚTL, einn var frá Frontex auk mannréttindafulltrúa þaðan, fulltrúi flugvélamiðlarans og svo áhöfn vélarinnar sem voru 14 en öll voru þau spænskumælandi. Þann 11. mars hafa 269 ríkisborgarar Venesúela óskað eftir heimferð fyrir þá sem eru staddir hér á landi. Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur til meðferðar 26 verkbeiðnir um flutning í fylgd lögreglu til Venesúela í ár en 800 mál einstaklinga frá Venesúela eru nú til meðferðar hjá Útlendingastofnun og um 500 hjá kærunefnd útlendingamála. Undir þetta rita, fyrir hönd dómsmálaráðherra, þeir Gunnlaugur Geirsson og Arnar Sigurður Hauksson. Venesúela Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þrettán starfsmenn fylgdu um 180 Venesúelabúum heim Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex. 5. desember 2023 23:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Útlendingastofnun (ÚTL og embætti ríkislögreglustjóra (RLS), í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustöð Evrópu (Frontex) aðstoðuðu 15. nóvember 2023 alls 180 venesúelska ríkisborgara að snúa aftur til síns heima. Athygli vekur að samkvæmt ferðaáætlun gisti hópurinn tvær nætur í Madríd. Samkvæmt heimildum Vísis var þessi tilhögun höfð til að fá fólk til að leggja í hann. Kostnaður íslenskra stjórnvalda umfram hefðbundin laun starfsmanna voru dagpeningar uppá tvær milljónir króna, áætlunarflug frá Madríd til Keflavíkur sem voru rúmlega 900 þúsund krónur, rútuferðir 15. nóvember sem nam 360 þúsund krónum, flutningur farangurs fyrir farþegar til Keflavíkurflugvallar 14. nóvember 870 þúsund krónur, veitingar á Keflavíkurflugvelli sem voru 17.639 krónur. AF þessum kostnaði, sem var alls 4.108.687 krónur, endurgreiddi Frontex 2,5 milljónir. Fjöldi starfsfólks lögreglu, Útlendingastofnunar og annarra aðila sem fylgdi Venesúelum á leiðarenda var nokkur eða 28 manns. Einn yfirmaður ferðarinnar frá RSL, fjórir lögreglufulltrúar frá RLS, einn lögreglufulltrúi og hjúkrunarfræðingur, einn lögreglufulltrúi og vettvangsliði, einn túlkur, einn upplýsingafulltrúi, tveir starfsmenn ÚTL, einn var frá Frontex auk mannréttindafulltrúa þaðan, fulltrúi flugvélamiðlarans og svo áhöfn vélarinnar sem voru 14 en öll voru þau spænskumælandi. Þann 11. mars hafa 269 ríkisborgarar Venesúela óskað eftir heimferð fyrir þá sem eru staddir hér á landi. Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur til meðferðar 26 verkbeiðnir um flutning í fylgd lögreglu til Venesúela í ár en 800 mál einstaklinga frá Venesúela eru nú til meðferðar hjá Útlendingastofnun og um 500 hjá kærunefnd útlendingamála. Undir þetta rita, fyrir hönd dómsmálaráðherra, þeir Gunnlaugur Geirsson og Arnar Sigurður Hauksson.
Venesúela Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þrettán starfsmenn fylgdu um 180 Venesúelabúum heim Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex. 5. desember 2023 23:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Þrettán starfsmenn fylgdu um 180 Venesúelabúum heim Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex. 5. desember 2023 23:00