Cafu er síðasti Brasilíumaðurinn til að lyfta heimsbikarnum og hann spilaði þrjá úrslitaleiki í röð á HM frá 1994 til 2002 sem er einstakt.
Cafu átti magnaðan feril, stærsta hluta hans með ítölsku félögunum Roma og AC Milan. Hann setti skóna upp á hillu árið 2008 eftir 142 landsleiki sem er leikjamet.
Líf hans eftir fótboltann hefur ekki gengið nógu vel. Nú sextán árum síðar er Cafu orðinn stórskuldugur maður.
Það lítur út fyrir að hann sé að missa einbýlishús hans í Barueri í São Paulo fylki í Brasilíu.
Húsið hans verður boðið upp 4. apríl næstkomandi. Cafu hefur reynt með hjálp lögfræðinga sinna að koma í veg fyrir söluna en tapaði málinu fyrir dómstólum.
Húsið verður því boðið upp en það er talið vera 7,4 milljónir evra virði eða meira en milljarður íslenskra króna.
Cafu hefur safnað upp skuldum fyrir 1,8 milljónir evra, auk veðlána í eignum og stór hluti söluverðsins verður því notað til að greiða upp skuldir hans.