Full vél af fólki ætlar að koma Íslandi á EM Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 11:15 Ísland hefur einu sinni áður komist á EM og það var helvítis hellings stemning hjá stuðningsmönnum í Frakklandi. Getty/Laurens Lindhout Það seldist strax upp í sérstaka ferð Icelandair frá Íslandi til Wroclaw í Póllandi á þriðjudaginn, fyrir þá Íslendinga sem vilja styðja strákana okkar í úrslitaleiknum við Úkraínu um sæti á EM í fótbolta. Miðar í ferðina voru settir í sölu á föstudaginn, eftir að Ísland sló Ísrael út með 4-1 sigri á fimmtudagskvöld. Ljóst var að ferðin yrði ekki farin nema að lágmarksfjöldi bókaði sér sæti fyrir miðnætti í gærkvöld. Nú segir á vef Icelandair að uppselt sé í ferðina, og fara því að lágmarki 160 manns á leikinn samkvæmt svari við fyrirspurn Vísis. Áhugasamir geta þó enn skráð sig á biðlista og mögulegt að sætum verði fjölgað með því að nota stærri flugvél. Áhugasamir geta sömuleiðis ferðast á eigin vegum til Wroclaw, og keypt sér miða á leikinn í gegnum Tix.is en miðaverð er aðeins 3.000 krónur. Ljóst er að einhverjir fara þá leið og á vef KSÍ segir að von sé á hundruðum Íslendinga á leikinn sem skera mun úr um það hvort Ísland komist á EM í Þýskalandi í sumar. Dráttur réði því hvort að Ísland eða Úkraína yrði á heimavelli í þessum úrslitaleik og höfðu Úkraínumenn heppnina með sér. Vegna stríðsins í Úkraínu fer leikurinn hins vegar fram í Póllandi, á Wroclaw-leikvanginum sem tekur tæplega 43 þúsund manns í sæti. Þess má geta að leikvangurinn var heimavöllur Daníels Leós Grétarssonar, varnarmanns Íslands, í rúmt ár þegar hann spilaði með Slask Wroclaw í pólsku úrvalsdeildinni, áður en hann flutti til Danmerkur í fyrrasumar. Íslenski landsliðshópurinn ferðast til Wroclaw frá Búdapest í dag en Úkraínumenn komu til Póllands strax á föstudagsmorgun, eftir torsóttan 2-1 sigur sinn gegn Bosníu í Sarajevo. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Kitlar Åge örugglega að kalla í Gylfa“ Gylfi Þór Sigurðsson var ekki kallaður í íslenska landsliðið fyrir mikilvæga verkefnið sem það stendur nú í. Liðið er einum leik frá EM-sæti. 24. mars 2024 08:01 „Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka“ „Við erum alls ekki hræddir við þá. Við vitum auðvitað að þeir eru með frábæra leikmenn. Það er ekki alltaf það sem skiptir máli og maður þarf að vera með frábært lið líka. Þeir áttu gríðarlega erfiðan leik á móti Bosníu sem er gott lið líka,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn. 24. mars 2024 08:01 „Liðsheildin er það sem mun gera gæfumuninn“ „Það er búið að vera mjög góð stemning í liðinu og var það einnig fyrir Ísraelsleikinn,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins. Liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. 24. mars 2024 07:00 Utan vallar: Ömurlegt kerfi bitnar enn á Íslandi (eða Ísrael) Glópalán ræður alveg óþolandi miklu varðandi það hvaða Evrópuþjóðir komast í lokakeppnir stórmóta í fótbolta, í gegnum þær umspilsleiðir sem nú er notast við. Þetta hefur bitnað á Íslandi með ömurlegum hætti. 21. mars 2024 09:05 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Miðar í ferðina voru settir í sölu á föstudaginn, eftir að Ísland sló Ísrael út með 4-1 sigri á fimmtudagskvöld. Ljóst var að ferðin yrði ekki farin nema að lágmarksfjöldi bókaði sér sæti fyrir miðnætti í gærkvöld. Nú segir á vef Icelandair að uppselt sé í ferðina, og fara því að lágmarki 160 manns á leikinn samkvæmt svari við fyrirspurn Vísis. Áhugasamir geta þó enn skráð sig á biðlista og mögulegt að sætum verði fjölgað með því að nota stærri flugvél. Áhugasamir geta sömuleiðis ferðast á eigin vegum til Wroclaw, og keypt sér miða á leikinn í gegnum Tix.is en miðaverð er aðeins 3.000 krónur. Ljóst er að einhverjir fara þá leið og á vef KSÍ segir að von sé á hundruðum Íslendinga á leikinn sem skera mun úr um það hvort Ísland komist á EM í Þýskalandi í sumar. Dráttur réði því hvort að Ísland eða Úkraína yrði á heimavelli í þessum úrslitaleik og höfðu Úkraínumenn heppnina með sér. Vegna stríðsins í Úkraínu fer leikurinn hins vegar fram í Póllandi, á Wroclaw-leikvanginum sem tekur tæplega 43 þúsund manns í sæti. Þess má geta að leikvangurinn var heimavöllur Daníels Leós Grétarssonar, varnarmanns Íslands, í rúmt ár þegar hann spilaði með Slask Wroclaw í pólsku úrvalsdeildinni, áður en hann flutti til Danmerkur í fyrrasumar. Íslenski landsliðshópurinn ferðast til Wroclaw frá Búdapest í dag en Úkraínumenn komu til Póllands strax á föstudagsmorgun, eftir torsóttan 2-1 sigur sinn gegn Bosníu í Sarajevo. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Kitlar Åge örugglega að kalla í Gylfa“ Gylfi Þór Sigurðsson var ekki kallaður í íslenska landsliðið fyrir mikilvæga verkefnið sem það stendur nú í. Liðið er einum leik frá EM-sæti. 24. mars 2024 08:01 „Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka“ „Við erum alls ekki hræddir við þá. Við vitum auðvitað að þeir eru með frábæra leikmenn. Það er ekki alltaf það sem skiptir máli og maður þarf að vera með frábært lið líka. Þeir áttu gríðarlega erfiðan leik á móti Bosníu sem er gott lið líka,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn. 24. mars 2024 08:01 „Liðsheildin er það sem mun gera gæfumuninn“ „Það er búið að vera mjög góð stemning í liðinu og var það einnig fyrir Ísraelsleikinn,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins. Liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. 24. mars 2024 07:00 Utan vallar: Ömurlegt kerfi bitnar enn á Íslandi (eða Ísrael) Glópalán ræður alveg óþolandi miklu varðandi það hvaða Evrópuþjóðir komast í lokakeppnir stórmóta í fótbolta, í gegnum þær umspilsleiðir sem nú er notast við. Þetta hefur bitnað á Íslandi með ömurlegum hætti. 21. mars 2024 09:05 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
„Kitlar Åge örugglega að kalla í Gylfa“ Gylfi Þór Sigurðsson var ekki kallaður í íslenska landsliðið fyrir mikilvæga verkefnið sem það stendur nú í. Liðið er einum leik frá EM-sæti. 24. mars 2024 08:01
„Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka“ „Við erum alls ekki hræddir við þá. Við vitum auðvitað að þeir eru með frábæra leikmenn. Það er ekki alltaf það sem skiptir máli og maður þarf að vera með frábært lið líka. Þeir áttu gríðarlega erfiðan leik á móti Bosníu sem er gott lið líka,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn. 24. mars 2024 08:01
„Liðsheildin er það sem mun gera gæfumuninn“ „Það er búið að vera mjög góð stemning í liðinu og var það einnig fyrir Ísraelsleikinn,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins. Liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. 24. mars 2024 07:00
Utan vallar: Ömurlegt kerfi bitnar enn á Íslandi (eða Ísrael) Glópalán ræður alveg óþolandi miklu varðandi það hvaða Evrópuþjóðir komast í lokakeppnir stórmóta í fótbolta, í gegnum þær umspilsleiðir sem nú er notast við. Þetta hefur bitnað á Íslandi með ömurlegum hætti. 21. mars 2024 09:05