Býður viðskiptavinum upp á klippingu í algerri þögn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. mars 2024 19:41 Styrmir Sigurðsson, hárgreiðslumaður á Space hárstofu í Kópavogi, býður viðskiptavinum sínum upp á þá nýjung að fá klippingu án nokkurs einasta kurteisishjals. Hann segir marga njóta þess að láta dekra við sig í algerri þögn. Þótt Styrmir sé góður í þögninni þá er hann líka mjög skemmtilegur og spjallaralegur en hann leyfir viðskiptavinum sínum að stjórna ferðinni. Úti í hinum stóra heimi færist í aukana að hárgreiðslustofur bjóði upp á tíma í klippingu þar sem algerri þögn er heitið. Þessi þjónusta er veitt vegna vaxandi óþols sumra viðskiptavina fyrir innihaldslitlu kurteisishjali um daginn, veginn og veðrið. Nú er þetta líka í boði á Íslandi en Styrmir segir vin sinn hafa stungið upp á þessu við sig eftir að hafa kynnst þessu í Danmörku. Kvörtuðu yfir því að rakarinn „héldi aldrei kjafti“ „Það voru alltaf að poppa upp póstar á Facebook og Twitter þar sem fólk kvartaði yfir því að rakarinn héldi aldrei kjafti þannig að ég hugsaði að það hlyti að vera markaður fyrir því að taka út þennan „óþægindafaktor“ sem felst í því að þurfa að biðja aðilann um að hafa þögn þannig að ég ákvað að bæta þessu bara inn í bókunarkerfið hjá mér,“ segir Styrmir. Styrmir ákvað að innleiða þessa nýjung í bókunarkerfið sitt og það er í boði fyrir herra undir yfirskriftinni „þögla týpan“ en eiginkona hans á Space hárstofu hyggst bjóða upp á samskonar þjónustu fyrir konur eftir páska. „Fólk hefur tekið rosalega vel í þetta. Ótrúlega margir karlmenn hafa komið til mín og nýtt sér þessa þjónustu og þetta hefur bara gengið vonum framar. Ég vildi að ég gæti sagt ykkur hvað sé að frétta en það er náttúrulega ekkert að frétta því við tölum ekki um neitt,“ segir Styrmir kíminn. „En það virðist allavega vera markaður þarna úti fyrir því að fara í klippingu í þrjátíu mínútur, leggja frá sér símann, halla sér aftur á bak og njóta þess að láta dekra við sig. “ „Þögla týpan“ góð eftir erfiðan vinnudag Vinir Styrmis hafa gantast með að vilja panta tíma hjá honum í „þöglu týpunni“ en fyrir honum er þetta einmitt ekkert grín - það séu margar ástæður fyrir því að fólk kjósi þögnina. „Það getur hafa verið erfiður dagur hjá þér í vinnunni, þú ert kannski með ungbarn á heimilinu sem er ekki að sofa. Það kemur mér í grunninn ekki við hvers vegna þú pantaðir hjá mér „þöglu týpuna“ þú kemur bara hérna í þrjátíu mínútur og kúplar þig út.“ Hann segir að þögnin verði ekki þrúgandi þegar hún er höfð af ásettu ráði beggja. „Ég hef alveg farið í klippingu þar sem ég hugsa „ég verð að finna eitthvað til að tala um, þetta er svo vandræðalegt!“ en þegar báðir eru með þetta hugarfar að hér verði bara þögn, þá verður eitthvað svo fallegt við þögnina og einhvern veginn bara svo gott.“ Hár og förðun Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Úti í hinum stóra heimi færist í aukana að hárgreiðslustofur bjóði upp á tíma í klippingu þar sem algerri þögn er heitið. Þessi þjónusta er veitt vegna vaxandi óþols sumra viðskiptavina fyrir innihaldslitlu kurteisishjali um daginn, veginn og veðrið. Nú er þetta líka í boði á Íslandi en Styrmir segir vin sinn hafa stungið upp á þessu við sig eftir að hafa kynnst þessu í Danmörku. Kvörtuðu yfir því að rakarinn „héldi aldrei kjafti“ „Það voru alltaf að poppa upp póstar á Facebook og Twitter þar sem fólk kvartaði yfir því að rakarinn héldi aldrei kjafti þannig að ég hugsaði að það hlyti að vera markaður fyrir því að taka út þennan „óþægindafaktor“ sem felst í því að þurfa að biðja aðilann um að hafa þögn þannig að ég ákvað að bæta þessu bara inn í bókunarkerfið hjá mér,“ segir Styrmir. Styrmir ákvað að innleiða þessa nýjung í bókunarkerfið sitt og það er í boði fyrir herra undir yfirskriftinni „þögla týpan“ en eiginkona hans á Space hárstofu hyggst bjóða upp á samskonar þjónustu fyrir konur eftir páska. „Fólk hefur tekið rosalega vel í þetta. Ótrúlega margir karlmenn hafa komið til mín og nýtt sér þessa þjónustu og þetta hefur bara gengið vonum framar. Ég vildi að ég gæti sagt ykkur hvað sé að frétta en það er náttúrulega ekkert að frétta því við tölum ekki um neitt,“ segir Styrmir kíminn. „En það virðist allavega vera markaður þarna úti fyrir því að fara í klippingu í þrjátíu mínútur, leggja frá sér símann, halla sér aftur á bak og njóta þess að láta dekra við sig. “ „Þögla týpan“ góð eftir erfiðan vinnudag Vinir Styrmis hafa gantast með að vilja panta tíma hjá honum í „þöglu týpunni“ en fyrir honum er þetta einmitt ekkert grín - það séu margar ástæður fyrir því að fólk kjósi þögnina. „Það getur hafa verið erfiður dagur hjá þér í vinnunni, þú ert kannski með ungbarn á heimilinu sem er ekki að sofa. Það kemur mér í grunninn ekki við hvers vegna þú pantaðir hjá mér „þöglu týpuna“ þú kemur bara hérna í þrjátíu mínútur og kúplar þig út.“ Hann segir að þögnin verði ekki þrúgandi þegar hún er höfð af ásettu ráði beggja. „Ég hef alveg farið í klippingu þar sem ég hugsa „ég verð að finna eitthvað til að tala um, þetta er svo vandræðalegt!“ en þegar báðir eru með þetta hugarfar að hér verði bara þögn, þá verður eitthvað svo fallegt við þögnina og einhvern veginn bara svo gott.“
Hár og förðun Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira