„Eina sem var eftir hjá okkur var að skora fyrir þær“ Árni Gísli Magnússon skrifar 23. mars 2024 17:59 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA Vísir/Vilhelm Breiðablik tryggði sig í úrslit Lengjubikars kvenna eftir 6-3 sigur á Þór/KA í Boganum á Akureyri í dag en heimakonur leiddu 2-1 í hálfleik. Í síðari hálfleik opnuðust flóðgáttir og Blikar fengu auðveld mörk á silfurfati. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var að mörgu leyti ánægður með spilamennsku liðsins en hundfúll með hversu auðvelt var fyrir Breiðablik að skora mörk. „Við bara gefum eftir og förum mjög illa að ráði okkar, köstum þessu og í rauninni afhendum þeim leikinn, ég held að eina sem var eftir hjá okkur var að skora fyrir þær.“ Þór/KA var betri aðilinn til að byrja með og komst í forystu um miðjan hálfleik og Blikar jafna strax í kjölfarið og bæta sinn leik verulega. Hvað gerist hjá Þór/KA eftir þessi fyrstu mörk? „Það sem gerist er að þær jafna úr horni, það var í annað eða þriðja skipti sem þær fara yfir miðju í fyrri hálfleik og við komum okkur inn í það aftur eftir smá rothögg við það jöfnunarmark og erum með yfirhöndina eftir 45 mínútur og erum með leikinn í höndum okkar. Ég hef mætt Breiðabliki margoft, mér hefur aldrei liðið jafn vel að spila á móti Breiðabliki í 90 mínútur.“ „Það er ótrúlegt að segja það en bara í hvert einasta skipti sem þær nálguðust markið þá lak boltinn inn og þegar svoleiðis er þá er erfitt að vera ánægður með það að spila vel og við brugðumst okkur í dag með því að gera barnaleg mistök og verja ekki markið okkar og þá er voðalega erfitt að gleðjast yfir því sem maður sá framfarir í á öðrum sviðum leiksins sem við teljum okkur vera að sjá. Eftir að hafa tapað 6-3 hefur maður í raun og veru ekki efni á að vera tala mikið jákvætt um eigið lið en þannig er það bara.“ Tæpur mánuður er í að Besta deild kvenna rúlli af stað. Hvað getur Jóhann tekið frá undirbúningstímabilinu og inn í Bestu deildina? „Við erum að fá fullt af svörum, það eru leikmenn sem eru að svara jákvætt og leikmenn sem eru að svara mjög neikvætt líka. Við þurfum að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel og eins og ég sagði, ég er búinn að vera með mörg lið í gegnum tíðina hjá Þór/KA og við höfum mætt Blikum sem hafa hreinlega verið með stórskotahríð á okkur í 90 mínútur.“ „Þetta lið andaði varla að markinu fyrr en í seinni hálfleik þegar við gáfum eftir og hættum en þetta lið er fullt af góðum einstaklingum og þar liggur munurinn. Þær eru með mjög góða leikmenn sem þurfa lítið og þær taka sénsinn þegar við afhendum hann, bara uppdúkað og fallega lagt á borð fyrir þær, það er það neikvæða, við getum tekið úr því að við höfum margt að vinna í“, sagði Jóhann að lokum. Fótbolti Lengjubikar kvenna Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var að mörgu leyti ánægður með spilamennsku liðsins en hundfúll með hversu auðvelt var fyrir Breiðablik að skora mörk. „Við bara gefum eftir og förum mjög illa að ráði okkar, köstum þessu og í rauninni afhendum þeim leikinn, ég held að eina sem var eftir hjá okkur var að skora fyrir þær.“ Þór/KA var betri aðilinn til að byrja með og komst í forystu um miðjan hálfleik og Blikar jafna strax í kjölfarið og bæta sinn leik verulega. Hvað gerist hjá Þór/KA eftir þessi fyrstu mörk? „Það sem gerist er að þær jafna úr horni, það var í annað eða þriðja skipti sem þær fara yfir miðju í fyrri hálfleik og við komum okkur inn í það aftur eftir smá rothögg við það jöfnunarmark og erum með yfirhöndina eftir 45 mínútur og erum með leikinn í höndum okkar. Ég hef mætt Breiðabliki margoft, mér hefur aldrei liðið jafn vel að spila á móti Breiðabliki í 90 mínútur.“ „Það er ótrúlegt að segja það en bara í hvert einasta skipti sem þær nálguðust markið þá lak boltinn inn og þegar svoleiðis er þá er erfitt að vera ánægður með það að spila vel og við brugðumst okkur í dag með því að gera barnaleg mistök og verja ekki markið okkar og þá er voðalega erfitt að gleðjast yfir því sem maður sá framfarir í á öðrum sviðum leiksins sem við teljum okkur vera að sjá. Eftir að hafa tapað 6-3 hefur maður í raun og veru ekki efni á að vera tala mikið jákvætt um eigið lið en þannig er það bara.“ Tæpur mánuður er í að Besta deild kvenna rúlli af stað. Hvað getur Jóhann tekið frá undirbúningstímabilinu og inn í Bestu deildina? „Við erum að fá fullt af svörum, það eru leikmenn sem eru að svara jákvætt og leikmenn sem eru að svara mjög neikvætt líka. Við þurfum að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel og eins og ég sagði, ég er búinn að vera með mörg lið í gegnum tíðina hjá Þór/KA og við höfum mætt Blikum sem hafa hreinlega verið með stórskotahríð á okkur í 90 mínútur.“ „Þetta lið andaði varla að markinu fyrr en í seinni hálfleik þegar við gáfum eftir og hættum en þetta lið er fullt af góðum einstaklingum og þar liggur munurinn. Þær eru með mjög góða leikmenn sem þurfa lítið og þær taka sénsinn þegar við afhendum hann, bara uppdúkað og fallega lagt á borð fyrir þær, það er það neikvæða, við getum tekið úr því að við höfum margt að vinna í“, sagði Jóhann að lokum.
Fótbolti Lengjubikar kvenna Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira