Albert mætir liðsfélaga og staðan 9-4 fyrir Úkraínu Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2024 12:46 Ruslan Malinovskyi og Albert Guðmundsson eru liðsfélagar hjá Genoa en aðeins annar þeirra verður brosandi eftir leikinn á þriðjudagskvöld. Getty/Emmanuele Ciancaglini Ljóst er að Ísland á fyrir höndum talsvert erfiðari leik á þriðjudaginn, gegn Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í fótbolta, en þegar liðið sló út Ísrael með 4-1 sigri á fimmtudaginn. Það er að minnsta kosti það sem ætla má út frá leikmannahópum liðanna. Úkraínumenn, sem voru ótrúlega nálægt því að skilja Ítalíu eftir og komast beint á EM úr undankeppninni, eru með leikmenn í sumum af allra bestu liðum Evrópu. Ef horft er til leikmanna félagsliða í stóru deildunum fimm í Evrópu (efstu deildum Englands, Þýskalands, Ítalíu, Spánar og Frakklands), þá er staðan 8-4 fyrir Úkraínu miðað við 23 manna hópana sem liðin tefldu fram á fimmtudaginn. Úkraína vann þá afar torsóttan sigur á Bosníu, 2-1, eftir að hafa verið undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Mykhailo Mudryk er ein helsta stjarna Úkraínumanna enda borgaði Chelsea 100 milljónir evra fyrir hann.Getty/Srdjan Stevanovic Zinchenko, Mudryk og Mykolenko bíða Íslands Í liði Úkraínumanna eru þekktastir þeir Oleksandr Zinchenko, leikmaður Arsenal, og Myhkailo Mudryk, leikmaður Chelsea. Tveir leikmenn til viðbótar spila í ensku úrvalsdeildinni en það eru varnarmennirnir Vitaliy Mykolenko og Ilya Zabarnyi, sem spila með Everton og Bournemouth. Artem Dovbyk hefur raðað inn mörkum á Spáni í vetur og fagnar hér sigurmarki sínu gegn Bosníu á fimmtudaginn.Getty/Srdjan Stevanovic Fjórir leikmenn Úkraínu spila í efstu deild á Spáni, þar á meðal Artem Dovbyk sem er í baráttunni um gullskóinn eftir að hafa skorað 14 deildarmörk fyrir Girona í vetur. Hann skoraði sigurmarkið gegn Bosníu eftir fyrirgjöf Roman Yaremchuk, leikmanns Valencia, sem skoraði fyrra mark Úkraínu og er markahæstur í úkraínska hópnum með 14 mörk í 47 landsleikjum. Aðalmarkvörður Real Madrid í rammanum Markvörðurinn Andriy Lunin er orðinn aðalmarkvörður stórliðs Real Madrid, í fjarveru Thibaut Courtois sem verið hefur meiddur í allan vetur, og heldur hann Kepa Arrizabalaga á bekknum. Fjórði leikmaður Úkraínu á Spáni er svo Viktor Tsyhankov, sem skorað hefur 6 deildarmörk fyrir Girona í vetur, en hann var þó ekki í hópnum gegn Bosníu. Andriy Lunin er aðalmarkvörður Real Madrid.Getty/Helios de la Rubia Loks er liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Genoa, Ruslan Malinovskyi, í liði Úkraínu og þar með níu leikmenn í æfingahópi Úkraínu sem spila í einhverri af fimm bestu deildum Evrópu. Fjórir íslenskir í bestu deildunum Hjá Íslandi eru auk Alberts þeir Hákon Arnar Haraldsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Hákon Rafn Valdimarsson á mála hjá félögum í einhverri af stóru deildunum. Hákon hefur spilað mikið að undanförnu með Lille en Jóhann lítið með Burnley og Hákon bíður þess enn að spila sinn fyrsta leik fyrir Brentford eftir komuna í janúar. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Það er að minnsta kosti það sem ætla má út frá leikmannahópum liðanna. Úkraínumenn, sem voru ótrúlega nálægt því að skilja Ítalíu eftir og komast beint á EM úr undankeppninni, eru með leikmenn í sumum af allra bestu liðum Evrópu. Ef horft er til leikmanna félagsliða í stóru deildunum fimm í Evrópu (efstu deildum Englands, Þýskalands, Ítalíu, Spánar og Frakklands), þá er staðan 8-4 fyrir Úkraínu miðað við 23 manna hópana sem liðin tefldu fram á fimmtudaginn. Úkraína vann þá afar torsóttan sigur á Bosníu, 2-1, eftir að hafa verið undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Mykhailo Mudryk er ein helsta stjarna Úkraínumanna enda borgaði Chelsea 100 milljónir evra fyrir hann.Getty/Srdjan Stevanovic Zinchenko, Mudryk og Mykolenko bíða Íslands Í liði Úkraínumanna eru þekktastir þeir Oleksandr Zinchenko, leikmaður Arsenal, og Myhkailo Mudryk, leikmaður Chelsea. Tveir leikmenn til viðbótar spila í ensku úrvalsdeildinni en það eru varnarmennirnir Vitaliy Mykolenko og Ilya Zabarnyi, sem spila með Everton og Bournemouth. Artem Dovbyk hefur raðað inn mörkum á Spáni í vetur og fagnar hér sigurmarki sínu gegn Bosníu á fimmtudaginn.Getty/Srdjan Stevanovic Fjórir leikmenn Úkraínu spila í efstu deild á Spáni, þar á meðal Artem Dovbyk sem er í baráttunni um gullskóinn eftir að hafa skorað 14 deildarmörk fyrir Girona í vetur. Hann skoraði sigurmarkið gegn Bosníu eftir fyrirgjöf Roman Yaremchuk, leikmanns Valencia, sem skoraði fyrra mark Úkraínu og er markahæstur í úkraínska hópnum með 14 mörk í 47 landsleikjum. Aðalmarkvörður Real Madrid í rammanum Markvörðurinn Andriy Lunin er orðinn aðalmarkvörður stórliðs Real Madrid, í fjarveru Thibaut Courtois sem verið hefur meiddur í allan vetur, og heldur hann Kepa Arrizabalaga á bekknum. Fjórði leikmaður Úkraínu á Spáni er svo Viktor Tsyhankov, sem skorað hefur 6 deildarmörk fyrir Girona í vetur, en hann var þó ekki í hópnum gegn Bosníu. Andriy Lunin er aðalmarkvörður Real Madrid.Getty/Helios de la Rubia Loks er liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Genoa, Ruslan Malinovskyi, í liði Úkraínu og þar með níu leikmenn í æfingahópi Úkraínu sem spila í einhverri af fimm bestu deildum Evrópu. Fjórir íslenskir í bestu deildunum Hjá Íslandi eru auk Alberts þeir Hákon Arnar Haraldsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Hákon Rafn Valdimarsson á mála hjá félögum í einhverri af stóru deildunum. Hákon hefur spilað mikið að undanförnu með Lille en Jóhann lítið með Burnley og Hákon bíður þess enn að spila sinn fyrsta leik fyrir Brentford eftir komuna í janúar. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira