NOCCO Dusty mæta Sögu í úrslitum Snorri Már Vagnsson skrifar 22. mars 2024 22:56 Lið Dusty. F.v.: Eðvarð "EddezeNNN" Þór, Elvar "RavlE" Orri, Þorsteinn "TH0R" Friðfinnsson, Ásmundur "PANDAZ" Viggóson og Stefán "StebbiC0C0" Ingi. NOCCO Dusty mættu liði Aurora í undanúrslitum Stórmeistaramótsins í Counter-Strike fyrr í kvöld. Liðin kepptu upp á að mæta liði Sögu í úrslitaleik mótsins sem er á morgun. Fyrsti leikur viðureignarinnar var spilaður á Nuke. Dusty byrjuðu leikinn töluvert betur og sigruðu fyrstu 10 lotur leiksins áður en Aurora náðu loks að minnka muninn í 10-1. Aurora klóruðu í bakkann í upphafi seinni hálfleiks en Dusty stóðu þó uppi með sigur í fyrsta leik, 13-3. Annar leikur fór fram á Ancient þar sem Aurora hófu leikinn í vörn. Eftir góða byrjun Aurora þar sem þeir sigruðu fyrstu fjórar loturnar áður en Dusty minnkuðu muninn í 4-1. Leikurinn hélst nokkuð jafn þótt Aurora hefði forystuna lengi vel, en Dusty náðu að jafna leikinn í 22. lotu í 11-11. Að lokum sigruðu NOCCO Dusty leikinn 11-13 og tryggðu sig í úrslit með 2-0 sigri í viðureigninni. Dusty munu mæta liði Sögu eftir að þeir tryggðu sig áfram með sigri á Þórsurum. Úrslitakvöldið hefst svo kl. 18:30 í ARENA þar sem leikur Dusty og Sögu hefst kl. 20. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Bann bitvargsins stytt Sport
Fyrsti leikur viðureignarinnar var spilaður á Nuke. Dusty byrjuðu leikinn töluvert betur og sigruðu fyrstu 10 lotur leiksins áður en Aurora náðu loks að minnka muninn í 10-1. Aurora klóruðu í bakkann í upphafi seinni hálfleiks en Dusty stóðu þó uppi með sigur í fyrsta leik, 13-3. Annar leikur fór fram á Ancient þar sem Aurora hófu leikinn í vörn. Eftir góða byrjun Aurora þar sem þeir sigruðu fyrstu fjórar loturnar áður en Dusty minnkuðu muninn í 4-1. Leikurinn hélst nokkuð jafn þótt Aurora hefði forystuna lengi vel, en Dusty náðu að jafna leikinn í 22. lotu í 11-11. Að lokum sigruðu NOCCO Dusty leikinn 11-13 og tryggðu sig í úrslit með 2-0 sigri í viðureigninni. Dusty munu mæta liði Sögu eftir að þeir tryggðu sig áfram með sigri á Þórsurum. Úrslitakvöldið hefst svo kl. 18:30 í ARENA þar sem leikur Dusty og Sögu hefst kl. 20.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Bann bitvargsins stytt Sport