ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2024 21:33 Mikill eldur kviknaði í tónleikahúsinu í árásinni. AP/Vitaly Smolnikov Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu í kvöld. Níutíu og þrír eru sagðir látnir og rúmlega hundrað eru særðir, eftir að hópur þungvopnaðra manna gekk inn í Crocus-tónleikahöllina og skaut þar á fólk af handahófi. Myndbönd úr tónleikahúsinu gefi til kynna að árásarmennirnir séu minnst fjórir, vopnaðir árásarrifflum. Nokkrir árásarmenn voru myndaðir af fólki í tónleikahúsinu.AP/Astra Árásarmennirnir köstuðu einnig frá sér sprengjum en talið er að rúmlega sex þúsund manns hafi verið í húsinu þegar árásin var gerð, miðað við fjölda seldra miða á tónleika sem stóðu yfir. Eldur kviknaði í húsinu en slökkviliðsmenn segjast hafa náð tökum á honum. Sjá einnig: Umfangsmikil hryðjuverkaárás í Moskvu Mennirnir eru sagðir hafa komist á brott en í yfirlýsingu frá ISIS, segir að þeir hafi myrt og sært hundruð manna. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur birt mynd af hvítum Renault sem talið er að mennirnir hafi flúið í. And there it is, IS claims the attack in Russia. I'm sure we'll get an even longer statement with more details soon based on past precedent of how IS central media works. pic.twitter.com/NPAyxuhCZw— Aaron Y. Zelin (@azelin) March 22, 2024 Umfangsmikil leit stendur yfir að mönnunum, ef marka má rússneska miðla. Rússneskir þjóðvarðliðar á götum Moskvu í kvöld.AP/Alexander Avilov Bandaríska sendiráðið í Moskvu varaði við því fyrr í mánuðinum að mögulega gerðu „öfgamenn“ árás í Moskvu. Í tilkynningu frá sendiráðinu kom fram að fólk skyldi forðast fjölsótta viðburði þá helgina. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í vikunni lítið fyrir viðvaranir Bandaríkjamanna og kallaði þær tilraunir til að kúga rússneskt samfélag. Footage of the gunmen. 11/https://t.co/XcqxPdRVaa pic.twitter.com/x6pW115s8o— Rob Lee (@RALee85) March 22, 2024 Fréttamenn CNN hafa eftir heimildarmönnum sínum í leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna að fyrstu upplýsingarnar um mögulega árás ISIS-liða sem tilheyra hóp sem kallast ISISKP eða ISIS-K og er virkur í Mið-Asíu og helst í Afganistan, hafi litið dagsins ljós í nóvember. Ekki stóð í yfirlýsingu ISIS hvort árásin hafi verið gerð af ISISKP eða öðrum anga samtakanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum munu hafa varað Rússa við en hópurinn var stofnaður árið 2015. Since November there has been "fairly specific" intelligence that ISIS-K wanted to carry out attacks in Russia, sources tell me, @NatashaBertrand, @jmhansler. US intelligence warned Russia about it. Unclear if that drove the Mar 7 embassy warning.— Alex Marquardt (@MarquardtA) March 22, 2024 Leyniþjónusta Rússlands (FSB) sagði frá því þann 7. mars, sama dag og Bandaríkjamenn gáfu út áðurnefnda viðvörun, að útsendarar stofnunarinnar hefðu komið í veg fyrir árás vígamanna ISIS á bænahús gyðinga í Moskvu. Mennirnir hefðu hleypt úr byssum sínum þegar reynt var að handtaka þá og þeir hafi allir verið skotnir til bana. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu tölum um fjölda látinna. Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Myndbönd úr tónleikahúsinu gefi til kynna að árásarmennirnir séu minnst fjórir, vopnaðir árásarrifflum. Nokkrir árásarmenn voru myndaðir af fólki í tónleikahúsinu.AP/Astra Árásarmennirnir köstuðu einnig frá sér sprengjum en talið er að rúmlega sex þúsund manns hafi verið í húsinu þegar árásin var gerð, miðað við fjölda seldra miða á tónleika sem stóðu yfir. Eldur kviknaði í húsinu en slökkviliðsmenn segjast hafa náð tökum á honum. Sjá einnig: Umfangsmikil hryðjuverkaárás í Moskvu Mennirnir eru sagðir hafa komist á brott en í yfirlýsingu frá ISIS, segir að þeir hafi myrt og sært hundruð manna. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur birt mynd af hvítum Renault sem talið er að mennirnir hafi flúið í. And there it is, IS claims the attack in Russia. I'm sure we'll get an even longer statement with more details soon based on past precedent of how IS central media works. pic.twitter.com/NPAyxuhCZw— Aaron Y. Zelin (@azelin) March 22, 2024 Umfangsmikil leit stendur yfir að mönnunum, ef marka má rússneska miðla. Rússneskir þjóðvarðliðar á götum Moskvu í kvöld.AP/Alexander Avilov Bandaríska sendiráðið í Moskvu varaði við því fyrr í mánuðinum að mögulega gerðu „öfgamenn“ árás í Moskvu. Í tilkynningu frá sendiráðinu kom fram að fólk skyldi forðast fjölsótta viðburði þá helgina. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í vikunni lítið fyrir viðvaranir Bandaríkjamanna og kallaði þær tilraunir til að kúga rússneskt samfélag. Footage of the gunmen. 11/https://t.co/XcqxPdRVaa pic.twitter.com/x6pW115s8o— Rob Lee (@RALee85) March 22, 2024 Fréttamenn CNN hafa eftir heimildarmönnum sínum í leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna að fyrstu upplýsingarnar um mögulega árás ISIS-liða sem tilheyra hóp sem kallast ISISKP eða ISIS-K og er virkur í Mið-Asíu og helst í Afganistan, hafi litið dagsins ljós í nóvember. Ekki stóð í yfirlýsingu ISIS hvort árásin hafi verið gerð af ISISKP eða öðrum anga samtakanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum munu hafa varað Rússa við en hópurinn var stofnaður árið 2015. Since November there has been "fairly specific" intelligence that ISIS-K wanted to carry out attacks in Russia, sources tell me, @NatashaBertrand, @jmhansler. US intelligence warned Russia about it. Unclear if that drove the Mar 7 embassy warning.— Alex Marquardt (@MarquardtA) March 22, 2024 Leyniþjónusta Rússlands (FSB) sagði frá því þann 7. mars, sama dag og Bandaríkjamenn gáfu út áðurnefnda viðvörun, að útsendarar stofnunarinnar hefðu komið í veg fyrir árás vígamanna ISIS á bænahús gyðinga í Moskvu. Mennirnir hefðu hleypt úr byssum sínum þegar reynt var að handtaka þá og þeir hafi allir verið skotnir til bana. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu tölum um fjölda látinna.
Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent