Gapandi hissa á spurningu blaðamanns: „Þið eruð allir blindir“ Aron Guðmundsson skrifar 22. mars 2024 14:01 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands opinberaði í dag landsliðshóp fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM. Blaðamannafundurinn leystist upp í vitleysu undir lokin. Vísir/Sigurjón Ólason Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gapandi hissa á spurningu frá blaðamanni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Málið var ótengt opinberuð á landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni EM. Heldur tengdist spurningin atviki í leik Íslands og Ísrael í gær. Þorsteinn er faðir íslenska landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar sem kom inn á sem varamaður í 4-1 sigurleiknum mikilvæga gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM gær og hefur sá misskilningur gengið á milli manna eftir leik að Jón Dagur hafi fengið boltann í höndina í seinni hálfleik í aðdraganda þess að Ísraelar fengu sína seinni vítaspyrnu í leiknum. Staðreyndin er hins vegar sú að Guðmundur Þórarinsson, betur þekktur sem Gummi Tóta, fékk boltann í höndina og því var Þorsteinn gapandi hissa er hann fékk spurningu frá einum blaðamannanna á fundinum í dag. Sá hélt því fram að Jón Dagur, sem stóð við hlið Gumma í varnarvegg íslenska landsliðsins fyrir aukaspyrnu Ísraels, hefði fengið boltann í höndina. „Brjálaður út í hvern?“ svaraði Þorsteinn blaðamanninum sem svaraði um hæl Jón Dag. „Fyrir hvað?“ svaraði Þorsteinn þá á móti og blaðamaðurinn svaraði þá „fyrir að hafa fengið boltann í höndina.“ Þá hóf Þorsteinn upp raust sína. „Hann fékk hann náttúrulega ekki í höndina. Þið eruð náttúrulega bara blindir. Ertu ekki að grínast? Nú skal ég bara segja ykkur það að Gummi Tóta fékk boltann í höndina. Það er ekkert flókið. Ég skil ekki hvernig þið fáið þetta út. Ég sá þetta strax. Svo voru þið að skrifa um þetta. Þið eruð allir blindir sem voruð á leiknum.“ Hér fyrir neðan má sjá eldræðu Þorsteins á blaðamannafundinum sem og atvikið úr leiknum. Dæmi nú hver fyrir sig en undirritaður er sammála landsliðsþjálfaranum í þetta skipti. Það er því fært til bókar. Klippa: Þorsteinn gapandi hissa á spurningu blaðamanns Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjá meira
Þorsteinn er faðir íslenska landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar sem kom inn á sem varamaður í 4-1 sigurleiknum mikilvæga gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM gær og hefur sá misskilningur gengið á milli manna eftir leik að Jón Dagur hafi fengið boltann í höndina í seinni hálfleik í aðdraganda þess að Ísraelar fengu sína seinni vítaspyrnu í leiknum. Staðreyndin er hins vegar sú að Guðmundur Þórarinsson, betur þekktur sem Gummi Tóta, fékk boltann í höndina og því var Þorsteinn gapandi hissa er hann fékk spurningu frá einum blaðamannanna á fundinum í dag. Sá hélt því fram að Jón Dagur, sem stóð við hlið Gumma í varnarvegg íslenska landsliðsins fyrir aukaspyrnu Ísraels, hefði fengið boltann í höndina. „Brjálaður út í hvern?“ svaraði Þorsteinn blaðamanninum sem svaraði um hæl Jón Dag. „Fyrir hvað?“ svaraði Þorsteinn þá á móti og blaðamaðurinn svaraði þá „fyrir að hafa fengið boltann í höndina.“ Þá hóf Þorsteinn upp raust sína. „Hann fékk hann náttúrulega ekki í höndina. Þið eruð náttúrulega bara blindir. Ertu ekki að grínast? Nú skal ég bara segja ykkur það að Gummi Tóta fékk boltann í höndina. Það er ekkert flókið. Ég skil ekki hvernig þið fáið þetta út. Ég sá þetta strax. Svo voru þið að skrifa um þetta. Þið eruð allir blindir sem voruð á leiknum.“ Hér fyrir neðan má sjá eldræðu Þorsteins á blaðamannafundinum sem og atvikið úr leiknum. Dæmi nú hver fyrir sig en undirritaður er sammála landsliðsþjálfaranum í þetta skipti. Það er því fært til bókar. Klippa: Þorsteinn gapandi hissa á spurningu blaðamanns
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjá meira