Albert fyrstur til að skora tvær þrennur fyrir Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2024 10:01 Albert Guðmundsson fagnar fyrsta marki sínu sem hann skoraði beint úr aukaspyrnu. AP/Darko Vojinovic Albert Guðmundsson varð í gær fyrsti leikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins í fótbolta sem nær að skora tvær þrennur fyrir Ísland. Albert skoraði þrjú mörk í 4-1 sigri á Ísrael en með honum komu íslensku strákarnir sér í hreinan úrslitaleik um laust sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Fyrsta markið skoraði Albert beint úr aukaspyrnu, næsta mark eftir einleik í gegnum vörnina og það þriðja með því að vera réttur maður á réttum stað eftir frákast. Aðeins ellefu leikmenn höfðu náð því að skora þrennu fyrir leikinn í gærkvöldi og Albert var einn af þeim. Engum þeirra hafði tekist að skora tvær þrennur. Albert skoraði fyrri þrennu sína í vináttulandsleik á móti Indónesíu á Jakarta í janúar 2018. Það var jafnframt næstsíðasta þrennan fyrir landsliðið en í millitíðinni hafði Aron Einar Gunnarsson skorað þrennur í sigri á Liechtenstein í undankeppni EM í fyrra. Albert er aðeins þriðji leikmaðurinn til að skora þrennu í keppnisleik en fyrstu átta þrennur íslenska landsliðsins litu dagsins ljós í vináttulandsleikjum. Sá fyrsti til að skora þrennu í keppnislandsleik var Jóhann Berg Guðmundsson þegar hann skoraði þrennu í 4-4 jafntefli á móti Sviss í undankeppni HM í Bern í september 2013. Þrennur fyrir íslenska landsliðið: Albert Guðmundsson - 2 2018 á móti Indónesíu í vináttulandsleik 2024 á móti Ísrael í umspili um sæti á EM Ríkharður Jónsson - 1 1951 á móti Svíþjóð í vináttulandsleik (ferna) Teitur Þórðarson - 1 1975 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Ragnar Margeirsson - 1 1985 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Arnór Guðjohnsen - 1 1991 á móti Tyrkjum í vináttulandsleik (ferna) Þorvaldur Örlygsson - 1 1994 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Bjarki Gunnlaugsson - 1 1996 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Helgi Sigurðsson - 1 2000 á móti Möltu í vináttulandsleik Tryggvi Guðmundsson - 1 2001 á móti Indlandi í vináttulandsleik (æfingamót) Jóhann Berg Guðmundsson - 1 2013 á móti Sviss í undankeppni HM Aron Einar Gunnarsson - 1 2023 á móti Liechtenstein í undankeppni EM Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Sjá meira
Albert skoraði þrjú mörk í 4-1 sigri á Ísrael en með honum komu íslensku strákarnir sér í hreinan úrslitaleik um laust sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Fyrsta markið skoraði Albert beint úr aukaspyrnu, næsta mark eftir einleik í gegnum vörnina og það þriðja með því að vera réttur maður á réttum stað eftir frákast. Aðeins ellefu leikmenn höfðu náð því að skora þrennu fyrir leikinn í gærkvöldi og Albert var einn af þeim. Engum þeirra hafði tekist að skora tvær þrennur. Albert skoraði fyrri þrennu sína í vináttulandsleik á móti Indónesíu á Jakarta í janúar 2018. Það var jafnframt næstsíðasta þrennan fyrir landsliðið en í millitíðinni hafði Aron Einar Gunnarsson skorað þrennur í sigri á Liechtenstein í undankeppni EM í fyrra. Albert er aðeins þriðji leikmaðurinn til að skora þrennu í keppnisleik en fyrstu átta þrennur íslenska landsliðsins litu dagsins ljós í vináttulandsleikjum. Sá fyrsti til að skora þrennu í keppnislandsleik var Jóhann Berg Guðmundsson þegar hann skoraði þrennu í 4-4 jafntefli á móti Sviss í undankeppni HM í Bern í september 2013. Þrennur fyrir íslenska landsliðið: Albert Guðmundsson - 2 2018 á móti Indónesíu í vináttulandsleik 2024 á móti Ísrael í umspili um sæti á EM Ríkharður Jónsson - 1 1951 á móti Svíþjóð í vináttulandsleik (ferna) Teitur Þórðarson - 1 1975 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Ragnar Margeirsson - 1 1985 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Arnór Guðjohnsen - 1 1991 á móti Tyrkjum í vináttulandsleik (ferna) Þorvaldur Örlygsson - 1 1994 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Bjarki Gunnlaugsson - 1 1996 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Helgi Sigurðsson - 1 2000 á móti Möltu í vináttulandsleik Tryggvi Guðmundsson - 1 2001 á móti Indlandi í vináttulandsleik (æfingamót) Jóhann Berg Guðmundsson - 1 2013 á móti Sviss í undankeppni HM Aron Einar Gunnarsson - 1 2023 á móti Liechtenstein í undankeppni EM Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Þrennur fyrir íslenska landsliðið: Albert Guðmundsson - 2 2018 á móti Indónesíu í vináttulandsleik 2024 á móti Ísrael í umspili um sæti á EM Ríkharður Jónsson - 1 1951 á móti Svíþjóð í vináttulandsleik (ferna) Teitur Þórðarson - 1 1975 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Ragnar Margeirsson - 1 1985 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Arnór Guðjohnsen - 1 1991 á móti Tyrkjum í vináttulandsleik (ferna) Þorvaldur Örlygsson - 1 1994 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Bjarki Gunnlaugsson - 1 1996 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Helgi Sigurðsson - 1 2000 á móti Möltu í vináttulandsleik Tryggvi Guðmundsson - 1 2001 á móti Indlandi í vináttulandsleik (æfingamót) Jóhann Berg Guðmundsson - 1 2013 á móti Sviss í undankeppni HM Aron Einar Gunnarsson - 1 2023 á móti Liechtenstein í undankeppni EM
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Sjá meira