Íbúar björguðu því að öll kælivara á Grundarfirði færi í ruslið Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. mars 2024 22:00 Grundfirðingar brugðust hratt við og kláruðu alla kælivöruna sem annars hefði farið í ruslið. Samkaup Kælarnir í Kjörbúðinni í Grundarfirði biluðu í dag og var útlit fyrir að henda þyrfti allri kælivöru. Með samhentu átaki Samkaupa, bæjarins og íbúa náði að tryggja að ekkert færi til spillis. Kælarnir eru nú aftur komnir í gang. „Kælarnir gáfu sig í Kjörbúðinni í Grundarfirði og það leit út fyrir að gætum ekki komið þeim í gang í tæka tíð til að bjarga matvælunum,“ segir Kristín Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Kjörbúða og Krambúða hjá Samkaupum um málið. „Þannig við höfðum samband við Grundarfjarðarbæ og starfsfólkið þar vann þetta hratt og vel með okkur. Í samvinnu við Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ komum við skilaboðum á íbúa í bænum og í nærsamfélaginu og gáfum matinn sem annars hefði farið í ruslið,“ segir hún. Hvernig voru viðbrögð fólks? „Það kláraðist allt, það var ekki eitt kíló eftir. Það tóku allir rosalega vel í þetta og við erum mjög þakklát fyrir viðbrögð bæjarbúa,“ segir Kristín. Hagur allra að draga úr matarsóun Þannig að fyrir utan bilunina sjálfa fór allt vel? „Í þessum aðstæðum er það eina sem hægt var að gera jákvætt í þessu var að sporna við allri matarsóun. Frekar en að þetta endaði í ruslinu gátum við gert gagn. Það er hagur okkar allra sem samfélag að draga sem mest úr matarsóun,“ segir Kristín. Hvaða kælar eru þetta nákvæmlega? „Kælarnir sem halda mjólkurvörunum og kjötinu okkar. Þeir biluðu og um leið og þeir bila þá rofnar ákveðin keðja og þá verður að bregðast hratt við,“ segir Kristín og bætir við að allir viðeigandi verkferlar hafi virkað sem skyldi. Hver er staðan á kælunum núna? „Kælarnir eru komnir í lag en við náðum líka að nýta aðra kæla. Við höfum þegar fengið aðrar sendingar sem eru í réttum kælum til að halda flæðinu í lagi. Í svona samfélögum eins og Grundarfirði þá er þetta eina verslunin á staðnum og í svona minni byggðarlögum er mikilvægt að halda flæðinu gangandi,“ segir hún. Að lokum segir Kristín að Samkaup séu afar þakklát Grundarfjarðarbæ fyrir jákvæð viðbrögð og að engum mat hafi verið hent. „Við gáfum mat fyrir um 75 milljónir í fyrra og stefna okkar er að gera enn betur í ár,“ segir hún að lokum. Grundarfjörður Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Kælarnir gáfu sig í Kjörbúðinni í Grundarfirði og það leit út fyrir að gætum ekki komið þeim í gang í tæka tíð til að bjarga matvælunum,“ segir Kristín Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Kjörbúða og Krambúða hjá Samkaupum um málið. „Þannig við höfðum samband við Grundarfjarðarbæ og starfsfólkið þar vann þetta hratt og vel með okkur. Í samvinnu við Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ komum við skilaboðum á íbúa í bænum og í nærsamfélaginu og gáfum matinn sem annars hefði farið í ruslið,“ segir hún. Hvernig voru viðbrögð fólks? „Það kláraðist allt, það var ekki eitt kíló eftir. Það tóku allir rosalega vel í þetta og við erum mjög þakklát fyrir viðbrögð bæjarbúa,“ segir Kristín. Hagur allra að draga úr matarsóun Þannig að fyrir utan bilunina sjálfa fór allt vel? „Í þessum aðstæðum er það eina sem hægt var að gera jákvætt í þessu var að sporna við allri matarsóun. Frekar en að þetta endaði í ruslinu gátum við gert gagn. Það er hagur okkar allra sem samfélag að draga sem mest úr matarsóun,“ segir Kristín. Hvaða kælar eru þetta nákvæmlega? „Kælarnir sem halda mjólkurvörunum og kjötinu okkar. Þeir biluðu og um leið og þeir bila þá rofnar ákveðin keðja og þá verður að bregðast hratt við,“ segir Kristín og bætir við að allir viðeigandi verkferlar hafi virkað sem skyldi. Hver er staðan á kælunum núna? „Kælarnir eru komnir í lag en við náðum líka að nýta aðra kæla. Við höfum þegar fengið aðrar sendingar sem eru í réttum kælum til að halda flæðinu í lagi. Í svona samfélögum eins og Grundarfirði þá er þetta eina verslunin á staðnum og í svona minni byggðarlögum er mikilvægt að halda flæðinu gangandi,“ segir hún. Að lokum segir Kristín að Samkaup séu afar þakklát Grundarfjarðarbæ fyrir jákvæð viðbrögð og að engum mat hafi verið hent. „Við gáfum mat fyrir um 75 milljónir í fyrra og stefna okkar er að gera enn betur í ár,“ segir hún að lokum.
Grundarfjörður Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira